SpaceX sprengdi upp eldflaug til að sýna fram á öryggi Dragon geimfarsins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. janúar 2020 23:00 Sprengingin varð um 80 sekúndum eftir flugtak. Vísir/AP Svo virðist sem að sérstakt próf geimferðarfyrirtækisins Space X til þess að athuga hvort að fyrirhugað mannað geimfar fyrirtækisins myndi skilja sig frá eldflaugunum við sprengingu hafi gengið snurðulaust fyrir sig.SpaceX vinnur nú að þróun mannaðs geimfars fyrir NASA og er vinnan á lokametrunum. Nú standa yfir ýmsar öryggisathuganir og í dag prófuðu Elon Musk og félagar að sprengja í loft upp Falcon 9 eldflaug útbúna Dragon-geimarinu, skömmu eftir flugtak.Markmiðið með sprengingunni var að sjá hvort að geimfarið myndi skilja sig frá eldflaugunum ef upp komi vandamál. Það virðist hafa tekist en um borð voru dúkkur. Voru þær, og geimfarið, endurheimt úr sjónum undan ströndum Kaliforníu eftir að geimfarið sveif niður til jarðar með hjálp fallhlífar.Það var tilkomumikil sjón, líkt og sjá má hér að neðan, þegar eldflaugin var sprengd í loft upp aðeins 80 sekúndum eftir flugtal frá Kennedy geimferðamiðstöðinni í Flórída í Bandaríkjunum.Bæði Boeing og SpaceX vinna að því að þróa mannað geimfar fyrir NASA sem ekki hefur getað sent geimfara út í geim á eigin vegum frá árinu 2011 þegar síðustu geimskutlunni var lagt.Talið er líklegt að Dragon geimfarið geti farið í mannaða geimferð í sumar, gangi frekari prófanir vel fyrir sig. Crew Dragon separating from Falcon 9 during today’s test, which verified the spacecraft’s ability to carry astronauts to safety in the unlikely event of an emergency on ascent pic.twitter.com/rxUDPFD0v5 — SpaceX (@SpaceX) January 19, 2020 Bandaríkin Geimurinn SpaceX Tengdar fréttir Fyrsta konan til tunglsins gæti þurft að vinna kærustukeppni Maezawama, sem er 44 ára gamall og tveggja barna faðir, hóf á dögunum nokkurs konar kærustukeppni þar sem konur eiga að keppast um hylli hans og þar með, kannski, komast hring um tunglið. 14. janúar 2020 15:40 Enn fjölgar gervihnöttum SpaceX Að þessu sinni var búið að þekja einn af smáu gervihnöttunum 60 með dökkum lit til að draga úr áhyggjum stjörnufræðinga sem óttast að þegar SpaceX verði búið að setja þúsundir gervihnatta á braut um jörðu muni það torvella athuganir á alheiminum og spilla næturhimninum. 7. janúar 2020 08:38 Toppurinn sprakk af geimfari SpaceX Um er að ræða frumgerð geimskipsins Starship og var verið að þrýstiprófa geimfarið með því að líkja eftir þeim mikla kulda sem geimferðir fela í sér. 21. nóvember 2019 14:21 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Sjá meira
Svo virðist sem að sérstakt próf geimferðarfyrirtækisins Space X til þess að athuga hvort að fyrirhugað mannað geimfar fyrirtækisins myndi skilja sig frá eldflaugunum við sprengingu hafi gengið snurðulaust fyrir sig.SpaceX vinnur nú að þróun mannaðs geimfars fyrir NASA og er vinnan á lokametrunum. Nú standa yfir ýmsar öryggisathuganir og í dag prófuðu Elon Musk og félagar að sprengja í loft upp Falcon 9 eldflaug útbúna Dragon-geimarinu, skömmu eftir flugtak.Markmiðið með sprengingunni var að sjá hvort að geimfarið myndi skilja sig frá eldflaugunum ef upp komi vandamál. Það virðist hafa tekist en um borð voru dúkkur. Voru þær, og geimfarið, endurheimt úr sjónum undan ströndum Kaliforníu eftir að geimfarið sveif niður til jarðar með hjálp fallhlífar.Það var tilkomumikil sjón, líkt og sjá má hér að neðan, þegar eldflaugin var sprengd í loft upp aðeins 80 sekúndum eftir flugtal frá Kennedy geimferðamiðstöðinni í Flórída í Bandaríkjunum.Bæði Boeing og SpaceX vinna að því að þróa mannað geimfar fyrir NASA sem ekki hefur getað sent geimfara út í geim á eigin vegum frá árinu 2011 þegar síðustu geimskutlunni var lagt.Talið er líklegt að Dragon geimfarið geti farið í mannaða geimferð í sumar, gangi frekari prófanir vel fyrir sig. Crew Dragon separating from Falcon 9 during today’s test, which verified the spacecraft’s ability to carry astronauts to safety in the unlikely event of an emergency on ascent pic.twitter.com/rxUDPFD0v5 — SpaceX (@SpaceX) January 19, 2020
Bandaríkin Geimurinn SpaceX Tengdar fréttir Fyrsta konan til tunglsins gæti þurft að vinna kærustukeppni Maezawama, sem er 44 ára gamall og tveggja barna faðir, hóf á dögunum nokkurs konar kærustukeppni þar sem konur eiga að keppast um hylli hans og þar með, kannski, komast hring um tunglið. 14. janúar 2020 15:40 Enn fjölgar gervihnöttum SpaceX Að þessu sinni var búið að þekja einn af smáu gervihnöttunum 60 með dökkum lit til að draga úr áhyggjum stjörnufræðinga sem óttast að þegar SpaceX verði búið að setja þúsundir gervihnatta á braut um jörðu muni það torvella athuganir á alheiminum og spilla næturhimninum. 7. janúar 2020 08:38 Toppurinn sprakk af geimfari SpaceX Um er að ræða frumgerð geimskipsins Starship og var verið að þrýstiprófa geimfarið með því að líkja eftir þeim mikla kulda sem geimferðir fela í sér. 21. nóvember 2019 14:21 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Sjá meira
Fyrsta konan til tunglsins gæti þurft að vinna kærustukeppni Maezawama, sem er 44 ára gamall og tveggja barna faðir, hóf á dögunum nokkurs konar kærustukeppni þar sem konur eiga að keppast um hylli hans og þar með, kannski, komast hring um tunglið. 14. janúar 2020 15:40
Enn fjölgar gervihnöttum SpaceX Að þessu sinni var búið að þekja einn af smáu gervihnöttunum 60 með dökkum lit til að draga úr áhyggjum stjörnufræðinga sem óttast að þegar SpaceX verði búið að setja þúsundir gervihnatta á braut um jörðu muni það torvella athuganir á alheiminum og spilla næturhimninum. 7. janúar 2020 08:38
Toppurinn sprakk af geimfari SpaceX Um er að ræða frumgerð geimskipsins Starship og var verið að þrýstiprófa geimfarið með því að líkja eftir þeim mikla kulda sem geimferðir fela í sér. 21. nóvember 2019 14:21