Fiskifræðingurinn segir mælingu loðnustofnsins afar mikilvæga Kristján Már Unnarsson skrifar 14. janúar 2020 12:15 Fiskifræðingurinn Birkir Bárðarson stýrir loðnuleitinni um borð í hafrannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Leitarskipin, sem hefja loðnuleitina, gætu orðið fjögur og eru þau ýmist komin austur á firði eða á leið þangað. Leiðangursstjórinn Birkir Bárðarson segir afar þýðingarmikið að fá góða mælingu á loðnuna enda sé hún ekki aðeins verðmætur nytjastofn heldur einnig mikilvæg fæða í vistkerfinu við landið. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson lagði úr höfn í Reykjavík í gær en skipið er nú statt austur af Kötlutanga á leið austur á firði. Minnst tvö og hugsanlega þrjú fiskiskip taka einnig þátt í leitinni. Hákon EA siglir í kjölfar Árna og var kominn austur fyrir Vestmannaeyjar nú laust fyrir fréttir. Grænlenska skipið Polar Amaroq bíður hinna í höfn á Norðfirði og fjórða skipið gæti orðið Bjarni Ólafsson AK, sem nú er á Seyðisfirði. Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson sigldi frá Reykjavík um þrjúleytið í gær. Áætlað er leiðangurinn taki nítján daga.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Fiskifræðingurinn Birkir Bárðarson er leiðangursstjóri og við spurðum hvar hann teldi að loðnu væri helst að finna núna: „Núna má ætla að við myndum helst vera að finna hana með landgrunnsbrúnum fyrir austan land og norðaustan og norðan land. Það er svona, aðalfókusinn verður þar.“ Hann vill þó ekki gefa mönnum miklar vonir um loðnuvertíð. „Við höfum ekki mikla bjartsýni í brjósti núna.“ -Hvað hefur eiginlega breyst? „Það sem hefur breyst fyrir loðnuna er aðallega umhverfið, væntanlega. Við höfum séð miklar breytingar í hafinu undanfarin ár og áratugi og þar hefur til að mynda verið hlýnun á hafsvæðunum hér í kring.“ -Þetta er sem sagt dæmi um loftlagshlýnun? „Já, það má segja það. Svoleiðis hefur náttúrlega áhrif á hluti eins og loðnu.“ Hákon EA siglir inn í Norðfjarðarhöfn.Stöð 2/Einar Árnason. -Menn meta lélega loðnuvertíð upp á 15-20 milljarða. Þetta er kannski hálft til eitt prósent í hagvexti. Þið finnið pressuna, þið eruð undir þrýstingi að finna eitthvað? „Já, já. Við gerum okkur fullkomlega grein fyrir alvöru málsins. Og það hefur svo sem alltaf verið mikilvægt fyrir okkur, mælingin á þessum stofni. Þetta er bæði mikilvæg afurð og þetta er líka mikilvæg fæða í vistkerfinu hérna í kring. Þannig að við þurfum að vanda vel til verks alltaf þegar við mælum þennan stofn,“ segir Birkir Bárðarson fiskifræðingur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá upphafi loðnuleitarinnar í gær: Fjarðabyggð Hornafjörður Langanesbyggð Loftslagsmál Seyðisfjörður Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Veiðiskipin Hákon og Bjarni Ólafsson í loðnuleitina með Árna Friðrikssyni Hafrannsóknastofnun stýrir leitinni og mælingum. Kostnaður útgerðanna er um 60 milljónir króna og leggur Hafrannsóknastofnun fram 30 milljónir. 9. janúar 2020 17:25 Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15 Leitin að loðnutorfunum hafin og stefnt á norðausturhornið Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt til loðnuleitar úr Reykjavík í dag en frést hefur af loðnu bæði á Vestfjarðamiðum og norðaustur af Melrakkasléttu. 13. janúar 2020 22:00 Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Leitarskipin, sem hefja loðnuleitina, gætu orðið fjögur og eru þau ýmist komin austur á firði eða á leið þangað. Leiðangursstjórinn Birkir Bárðarson segir afar þýðingarmikið að fá góða mælingu á loðnuna enda sé hún ekki aðeins verðmætur nytjastofn heldur einnig mikilvæg fæða í vistkerfinu við landið. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson lagði úr höfn í Reykjavík í gær en skipið er nú statt austur af Kötlutanga á leið austur á firði. Minnst tvö og hugsanlega þrjú fiskiskip taka einnig þátt í leitinni. Hákon EA siglir í kjölfar Árna og var kominn austur fyrir Vestmannaeyjar nú laust fyrir fréttir. Grænlenska skipið Polar Amaroq bíður hinna í höfn á Norðfirði og fjórða skipið gæti orðið Bjarni Ólafsson AK, sem nú er á Seyðisfirði. Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson sigldi frá Reykjavík um þrjúleytið í gær. Áætlað er leiðangurinn taki nítján daga.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Fiskifræðingurinn Birkir Bárðarson er leiðangursstjóri og við spurðum hvar hann teldi að loðnu væri helst að finna núna: „Núna má ætla að við myndum helst vera að finna hana með landgrunnsbrúnum fyrir austan land og norðaustan og norðan land. Það er svona, aðalfókusinn verður þar.“ Hann vill þó ekki gefa mönnum miklar vonir um loðnuvertíð. „Við höfum ekki mikla bjartsýni í brjósti núna.“ -Hvað hefur eiginlega breyst? „Það sem hefur breyst fyrir loðnuna er aðallega umhverfið, væntanlega. Við höfum séð miklar breytingar í hafinu undanfarin ár og áratugi og þar hefur til að mynda verið hlýnun á hafsvæðunum hér í kring.“ -Þetta er sem sagt dæmi um loftlagshlýnun? „Já, það má segja það. Svoleiðis hefur náttúrlega áhrif á hluti eins og loðnu.“ Hákon EA siglir inn í Norðfjarðarhöfn.Stöð 2/Einar Árnason. -Menn meta lélega loðnuvertíð upp á 15-20 milljarða. Þetta er kannski hálft til eitt prósent í hagvexti. Þið finnið pressuna, þið eruð undir þrýstingi að finna eitthvað? „Já, já. Við gerum okkur fullkomlega grein fyrir alvöru málsins. Og það hefur svo sem alltaf verið mikilvægt fyrir okkur, mælingin á þessum stofni. Þetta er bæði mikilvæg afurð og þetta er líka mikilvæg fæða í vistkerfinu hérna í kring. Þannig að við þurfum að vanda vel til verks alltaf þegar við mælum þennan stofn,“ segir Birkir Bárðarson fiskifræðingur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá upphafi loðnuleitarinnar í gær:
Fjarðabyggð Hornafjörður Langanesbyggð Loftslagsmál Seyðisfjörður Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Veiðiskipin Hákon og Bjarni Ólafsson í loðnuleitina með Árna Friðrikssyni Hafrannsóknastofnun stýrir leitinni og mælingum. Kostnaður útgerðanna er um 60 milljónir króna og leggur Hafrannsóknastofnun fram 30 milljónir. 9. janúar 2020 17:25 Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15 Leitin að loðnutorfunum hafin og stefnt á norðausturhornið Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt til loðnuleitar úr Reykjavík í dag en frést hefur af loðnu bæði á Vestfjarðamiðum og norðaustur af Melrakkasléttu. 13. janúar 2020 22:00 Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Veiðiskipin Hákon og Bjarni Ólafsson í loðnuleitina með Árna Friðrikssyni Hafrannsóknastofnun stýrir leitinni og mælingum. Kostnaður útgerðanna er um 60 milljónir króna og leggur Hafrannsóknastofnun fram 30 milljónir. 9. janúar 2020 17:25
Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15
Leitin að loðnutorfunum hafin og stefnt á norðausturhornið Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt til loðnuleitar úr Reykjavík í dag en frést hefur af loðnu bæði á Vestfjarðamiðum og norðaustur af Melrakkasléttu. 13. janúar 2020 22:00