Réttarhöldin gegn Trump: Forseti Hæstaréttar neitaði aftur að nafngreina uppljóstrarann Samúel Karl Ólason skrifar 30. janúar 2020 18:48 John Roberts, forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna og dómari réttarhaldanna gegn Donald Trump. Vísir/AP John Roberts, forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna og dómari réttarhaldanna gegn Donald Trump, neitaði að lesa upp spurningu til lögmanna Trump í kvöld. Spurningin kom frá Rand Paul, öldungadeildarþingmanni Repúblikanaflokksins, en hann hefur reynt að opinbera nafn uppljóstrarans svokallaða í réttarhöldunum. Roberts hefur verið alfarið á móti því. Umræddur uppljóstrari lagði fram formlega kvörtun vegna umdeilds símtals Trump og Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, þar sem Trump bað Zelensky um að opna tvær rannsóknir sem Trump myndi hagnast á persónulega. Kvörtunin var lögð fram þann 12. ágúst af starfsmanni leyniþjónustu Bandaríkjanna til innri endurskoðenda leyniþjónusta Bandaríkjanna. Innri endurskoðandinn, Michael Atkinson sem skipaður var í embætti af Trump, tók málið til skoðunar og ákvað að kvörtunin væri trúverðug og að málið væri „aðkallandi áhyggjuefni“. Að endingu leiddi kvörtunin til þess að Trump var ákærður af fulltrúadeildinni fyrir að misnota vald sitt og að standa í vegi þingsins. Rand Paul lagði spurningu fram í gærkvöldi sem Roberts neitaði einnig að lesa en í spurningunni sjálfri nefnir hann uppljóstrarann á nafn. John Roberts declines to answer Rand Paul's question, presumably because he was trying to out the whistleblower or some such. Things off to a great start during Thursday's installment of the #ImpeachmentTrial. pic.twitter.com/sGNCRHwBCw— Aaron Rupar (@atrupar) January 30, 2020 Réttarhöldin gegn Trump standa nú yfir og má fylgjast með þeim hér að neðan. Þingmenn beggja flokka skiptast nú á að spyrja flutningsmenn fulltrúadeildarinnar og verjendur Trump spurninga. Þetta er annað kvöldið af þessu tagi en að því loknu stendur til að greiða atkvæði um það hvort kalla eigi til vitni vegna réttarhaldanna. Demókratar hafa farið fram á það en Repúblikanar, sem eru í meirihluta á öldungadeildinni (53-47), hafa barist harðlega gegn því. Einhverjir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa þó verið á báðum áttum og liggur ekki fyrir hvernig sú atkvæðagreiðsla mun fara. Sjá einnig: Pressa á Repúblikönum Demókratar hafa kallað eftir því að John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, beri vitni. Hann hefur skrifað í óútgefna bók að Trump hafi sagt honum berum orðum að hann hafi fryst tæplega 400 milljóna dala neyðaraðstoð, sem þingið hafði samþykkt, til að þrýsta á Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, til að tilkynna upphaf tveggja rannsókna sem myndu nýtast Trump persónulega. Sjá einnig: Hvíta húsið reynir að stöðva útgáfu bókar Bolton Fjöldi þingmanna Repúblikanaflokksins hafa sagt í dag að ef atkvæðagreiðslan á morgun fer þann veg að vitni verða ekki kölluð til, vilja þeir binda enda á réttarhöldin og sýkna Trump. Jafnvel án frekari umræðu eins og samþykkt var í upphafi réttarhaldanna. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Komið annað hljóð í strokkinn hjá Repúblikönum Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins virðast margir hverjir hafa stokkið á rök lögmannsins Alan Dershowitz, eins verjanda Donald Trump, forseta, um að þó svo að Trump væri sekur um það sem hann var ákærður fyrir, sé ekki tilefni til að víkja honum úr embætti. 28. janúar 2020 22:30 Stólpagrín gert að kortaleikfimi ráðherrans Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa hellt sér yfir Mary Louis Kelly, dagskrárgerðarmann hjá NPR, eftir útvarpsviðtal á dögunum. Spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum gerðu stólpagrín að Pompeo vegna málsins í gær. 30. janúar 2020 10:45 Lögmenn Trump saka Demókrata um mestu afskipti af kosningum í sögunni Lögmenn Bandaríkjaforseta segja að tilraunir Demókrata að reyna að bola forsetanum úr embætti myndu setja "mjög, mjög hættulegt“ fordæmi á kosningaári. 25. janúar 2020 17:46 Þingmenn að farast úr leiðindum Miðað við fyrstu viðbrögð öldungadeildarþingmanna Repúblikanaflokksins, sem hafa rætt við fjölmiðla í hléum á réttarhöldunum gegn Donald Trump, forseta, er ekki útlit fyrir að málflutningur flutningsmanna fulltrúadeildarinnar hafi áhrif á þá. 24. janúar 2020 10:36 Kalla eftir hugrekki meðal öldungadeildarþingmanna Demókratar vörðu fyrstu lotunni í opnunarræðum sínum til að fara með nánum hætti yfir meint embættisbrot Donald Trump, forseta, og af hverju öldungadeildarþingmenn ættu að sakfella hann og víkja honum úr embætti. 23. janúar 2020 10:15 Öskraði á fréttakonu og bað hana um að finna Úkraínu á korti Utanríkisráðherra Bandaríkjanna mislíkaði spurningar fréttakonu um starfsmenn ráðuneytis hans sem hafa lent í hringiðu atburða sem leiddu til þess að Trump forseti var kærður fyrir embættisbrot. 24. janúar 2020 23:40 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Sjá meira
John Roberts, forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna og dómari réttarhaldanna gegn Donald Trump, neitaði að lesa upp spurningu til lögmanna Trump í kvöld. Spurningin kom frá Rand Paul, öldungadeildarþingmanni Repúblikanaflokksins, en hann hefur reynt að opinbera nafn uppljóstrarans svokallaða í réttarhöldunum. Roberts hefur verið alfarið á móti því. Umræddur uppljóstrari lagði fram formlega kvörtun vegna umdeilds símtals Trump og Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, þar sem Trump bað Zelensky um að opna tvær rannsóknir sem Trump myndi hagnast á persónulega. Kvörtunin var lögð fram þann 12. ágúst af starfsmanni leyniþjónustu Bandaríkjanna til innri endurskoðenda leyniþjónusta Bandaríkjanna. Innri endurskoðandinn, Michael Atkinson sem skipaður var í embætti af Trump, tók málið til skoðunar og ákvað að kvörtunin væri trúverðug og að málið væri „aðkallandi áhyggjuefni“. Að endingu leiddi kvörtunin til þess að Trump var ákærður af fulltrúadeildinni fyrir að misnota vald sitt og að standa í vegi þingsins. Rand Paul lagði spurningu fram í gærkvöldi sem Roberts neitaði einnig að lesa en í spurningunni sjálfri nefnir hann uppljóstrarann á nafn. John Roberts declines to answer Rand Paul's question, presumably because he was trying to out the whistleblower or some such. Things off to a great start during Thursday's installment of the #ImpeachmentTrial. pic.twitter.com/sGNCRHwBCw— Aaron Rupar (@atrupar) January 30, 2020 Réttarhöldin gegn Trump standa nú yfir og má fylgjast með þeim hér að neðan. Þingmenn beggja flokka skiptast nú á að spyrja flutningsmenn fulltrúadeildarinnar og verjendur Trump spurninga. Þetta er annað kvöldið af þessu tagi en að því loknu stendur til að greiða atkvæði um það hvort kalla eigi til vitni vegna réttarhaldanna. Demókratar hafa farið fram á það en Repúblikanar, sem eru í meirihluta á öldungadeildinni (53-47), hafa barist harðlega gegn því. Einhverjir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa þó verið á báðum áttum og liggur ekki fyrir hvernig sú atkvæðagreiðsla mun fara. Sjá einnig: Pressa á Repúblikönum Demókratar hafa kallað eftir því að John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, beri vitni. Hann hefur skrifað í óútgefna bók að Trump hafi sagt honum berum orðum að hann hafi fryst tæplega 400 milljóna dala neyðaraðstoð, sem þingið hafði samþykkt, til að þrýsta á Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, til að tilkynna upphaf tveggja rannsókna sem myndu nýtast Trump persónulega. Sjá einnig: Hvíta húsið reynir að stöðva útgáfu bókar Bolton Fjöldi þingmanna Repúblikanaflokksins hafa sagt í dag að ef atkvæðagreiðslan á morgun fer þann veg að vitni verða ekki kölluð til, vilja þeir binda enda á réttarhöldin og sýkna Trump. Jafnvel án frekari umræðu eins og samþykkt var í upphafi réttarhaldanna.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Komið annað hljóð í strokkinn hjá Repúblikönum Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins virðast margir hverjir hafa stokkið á rök lögmannsins Alan Dershowitz, eins verjanda Donald Trump, forseta, um að þó svo að Trump væri sekur um það sem hann var ákærður fyrir, sé ekki tilefni til að víkja honum úr embætti. 28. janúar 2020 22:30 Stólpagrín gert að kortaleikfimi ráðherrans Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa hellt sér yfir Mary Louis Kelly, dagskrárgerðarmann hjá NPR, eftir útvarpsviðtal á dögunum. Spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum gerðu stólpagrín að Pompeo vegna málsins í gær. 30. janúar 2020 10:45 Lögmenn Trump saka Demókrata um mestu afskipti af kosningum í sögunni Lögmenn Bandaríkjaforseta segja að tilraunir Demókrata að reyna að bola forsetanum úr embætti myndu setja "mjög, mjög hættulegt“ fordæmi á kosningaári. 25. janúar 2020 17:46 Þingmenn að farast úr leiðindum Miðað við fyrstu viðbrögð öldungadeildarþingmanna Repúblikanaflokksins, sem hafa rætt við fjölmiðla í hléum á réttarhöldunum gegn Donald Trump, forseta, er ekki útlit fyrir að málflutningur flutningsmanna fulltrúadeildarinnar hafi áhrif á þá. 24. janúar 2020 10:36 Kalla eftir hugrekki meðal öldungadeildarþingmanna Demókratar vörðu fyrstu lotunni í opnunarræðum sínum til að fara með nánum hætti yfir meint embættisbrot Donald Trump, forseta, og af hverju öldungadeildarþingmenn ættu að sakfella hann og víkja honum úr embætti. 23. janúar 2020 10:15 Öskraði á fréttakonu og bað hana um að finna Úkraínu á korti Utanríkisráðherra Bandaríkjanna mislíkaði spurningar fréttakonu um starfsmenn ráðuneytis hans sem hafa lent í hringiðu atburða sem leiddu til þess að Trump forseti var kærður fyrir embættisbrot. 24. janúar 2020 23:40 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Sjá meira
Komið annað hljóð í strokkinn hjá Repúblikönum Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins virðast margir hverjir hafa stokkið á rök lögmannsins Alan Dershowitz, eins verjanda Donald Trump, forseta, um að þó svo að Trump væri sekur um það sem hann var ákærður fyrir, sé ekki tilefni til að víkja honum úr embætti. 28. janúar 2020 22:30
Stólpagrín gert að kortaleikfimi ráðherrans Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa hellt sér yfir Mary Louis Kelly, dagskrárgerðarmann hjá NPR, eftir útvarpsviðtal á dögunum. Spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum gerðu stólpagrín að Pompeo vegna málsins í gær. 30. janúar 2020 10:45
Lögmenn Trump saka Demókrata um mestu afskipti af kosningum í sögunni Lögmenn Bandaríkjaforseta segja að tilraunir Demókrata að reyna að bola forsetanum úr embætti myndu setja "mjög, mjög hættulegt“ fordæmi á kosningaári. 25. janúar 2020 17:46
Þingmenn að farast úr leiðindum Miðað við fyrstu viðbrögð öldungadeildarþingmanna Repúblikanaflokksins, sem hafa rætt við fjölmiðla í hléum á réttarhöldunum gegn Donald Trump, forseta, er ekki útlit fyrir að málflutningur flutningsmanna fulltrúadeildarinnar hafi áhrif á þá. 24. janúar 2020 10:36
Kalla eftir hugrekki meðal öldungadeildarþingmanna Demókratar vörðu fyrstu lotunni í opnunarræðum sínum til að fara með nánum hætti yfir meint embættisbrot Donald Trump, forseta, og af hverju öldungadeildarþingmenn ættu að sakfella hann og víkja honum úr embætti. 23. janúar 2020 10:15
Öskraði á fréttakonu og bað hana um að finna Úkraínu á korti Utanríkisráðherra Bandaríkjanna mislíkaði spurningar fréttakonu um starfsmenn ráðuneytis hans sem hafa lent í hringiðu atburða sem leiddu til þess að Trump forseti var kærður fyrir embættisbrot. 24. janúar 2020 23:40