Atvinnulífið á handbremsunni í vaxandi atvinnuleysi og verðbólgu Heimir Már Pétursson skrifar 27. febrúar 2020 13:00 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ástæðu til að hafa áhyggjur af vaxandi atvinnuleysi og fylgjast vel með þróun verðbólgunnar sem hefur aukist frá síðasta mánuði og mælist nú 2,4 prósent. Þá telji samtökin að Seðlabankinn eigi að lækka vexti enn frekar. Samkvæmt þessum tölu Hagstofunnar er verðbólga að nálgast verðbólgumarkmið Seðlabankans á ný en þau eru 2,5 prósent. En allt fram í desember í fyrra hafði verðbólga verið yfir markmiðum bankans í níu mánuði. Eftir að hún fór undir markmiðin í desember batt Seðlabankinn vonir við að hún myndi haldast undir markmiðum næstu misseri. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir allt of snemmt að draga víðtækar ályktanir af þessari hækkun þar sem útsöluáhrif séu minni nú en áður og liðir sem komu til lækkunar áður komi til hækkunar nú. „Stóra myndin er hins vegar þessi að tólf mánaða verðbólga er ennþá undir verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands. Ef við skoðum einfaldlega mánaðamælingarnar í hverjum mánuði unanfarna tólf mánuði erum við ennþá talsvert undir meðaltalsverðbólgu,“ segir Halldór Benjamín. Þessi þróun gefi engu að síður fullt tilefni til að fylgjast með þróuninni. Því á sama tíma sé atvinnuleysi, sem nú mælist 3,4 prósent, að aukast. En nú séu um tíu þúsund manns skráðir atvinnulausir og atvinnulífið á handbremsunni. Samtök atvinnulífsins telji því að Seðlabankinn eigi að lækka vexti enn frekar. „Þarna eru tveir þættir. Annars vegar sá að atvinnuleysi hefur verið að aukast mjög mikið og við höfum vissulega áhyggjur af því eins og þorri landsmanna. Á sama tíma höfum við bent á að raunvaxtastig á Íslandi er enn tiltölulega hátt og við höfum bent á að það sé rými til frekari vaxtalækkana.“ Samtök atvinnulífsins telji því einboðið að Seðlabankinn muni halda áfram á braut vaxtalækkana segir Halldór Benjamín Þorbergsson. Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ástæðu til að hafa áhyggjur af vaxandi atvinnuleysi og fylgjast vel með þróun verðbólgunnar sem hefur aukist frá síðasta mánuði og mælist nú 2,4 prósent. Þá telji samtökin að Seðlabankinn eigi að lækka vexti enn frekar. Samkvæmt þessum tölu Hagstofunnar er verðbólga að nálgast verðbólgumarkmið Seðlabankans á ný en þau eru 2,5 prósent. En allt fram í desember í fyrra hafði verðbólga verið yfir markmiðum bankans í níu mánuði. Eftir að hún fór undir markmiðin í desember batt Seðlabankinn vonir við að hún myndi haldast undir markmiðum næstu misseri. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir allt of snemmt að draga víðtækar ályktanir af þessari hækkun þar sem útsöluáhrif séu minni nú en áður og liðir sem komu til lækkunar áður komi til hækkunar nú. „Stóra myndin er hins vegar þessi að tólf mánaða verðbólga er ennþá undir verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands. Ef við skoðum einfaldlega mánaðamælingarnar í hverjum mánuði unanfarna tólf mánuði erum við ennþá talsvert undir meðaltalsverðbólgu,“ segir Halldór Benjamín. Þessi þróun gefi engu að síður fullt tilefni til að fylgjast með þróuninni. Því á sama tíma sé atvinnuleysi, sem nú mælist 3,4 prósent, að aukast. En nú séu um tíu þúsund manns skráðir atvinnulausir og atvinnulífið á handbremsunni. Samtök atvinnulífsins telji því að Seðlabankinn eigi að lækka vexti enn frekar. „Þarna eru tveir þættir. Annars vegar sá að atvinnuleysi hefur verið að aukast mjög mikið og við höfum vissulega áhyggjur af því eins og þorri landsmanna. Á sama tíma höfum við bent á að raunvaxtastig á Íslandi er enn tiltölulega hátt og við höfum bent á að það sé rými til frekari vaxtalækkana.“ Samtök atvinnulífsins telji því einboðið að Seðlabankinn muni halda áfram á braut vaxtalækkana segir Halldór Benjamín Þorbergsson.
Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Sjá meira