Boðað til fundar í deilu Eflingar og borgarinnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. febrúar 2020 13:27 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. vísir/vilhelm Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar klukkan 13 á morgun. Þetta segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í samtali við Vísi. Hún segir Eflingu reyndar hafa boðað baráttufund klukkan 13 á morgun og hún hafi því óskað eftir því við sáttasemjara um að samningafundurinn hefjist klukkan 14. Sólveig kveðst reikna með að það verði brugðist við ósk hennar um að færa fundinn. Félagar í Eflingu sem starfa hjá Reykjavíkurborg hafa nú verið í ótímabundnu verkfalli í rúma viku með tilheyrandi áhrifum á skólastarf, velferðarþjónustu og sorphirðu í borginni. Seinasti fundur í deilunni var síðastliðinn miðvikudag. Verið að bregðast við með því að boða til fundar Aðspurð hvort Efling hafi fengið viðbrögð við yfirlýsingu sinni í gær um „nýtt og endurbætt útspil borgarinnar“ segir Sólveig engin eiginleg viðbrögð hafa komið. „En við kjósum að líta svo á að það sé verið að kalla fund sé viðbragð,“ segir Sólveig sem reiknar með því að yfirlýsingin verði rædd á fundinum á morgun. Í yfirlýsingunni kom fram að samninganefnd Eflingar telji yfirlýsingar borgarinnar og Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra, í fjölmiðlum fyrir helgi gefa til kynna að borgin sé tilbúin til að koma betur til móts við kröfur Eflingar en kynnt var á samningafundi hjá ríkissáttasemjara í síðustu viku. Telur nefndin að borgin hafi þannig mögulega skapað meiri grundvöll til áframhaldandi viðræðna en áður var ætlað. Var kallað eftir staðfestingu borgarinnar á því. Í samtali við fréttastofu í gær fagnaði Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar borgarinnar, því að Efling vilji setjast við samningaborðið en vildi ekki tjá sig efnislega um yfirlýsingu Eflingar og þann skilning sem samninganefndin lagði í orð og yfirlýsingar borgarinnar fyrir helgi. Upplifir mikinn stuðning frá almenningi Áhrifa af verkfalli Eflingar gætir víða í borginni þar sem rusl safnast upp, leikskólastarf hefur raskast mikið sem og skólastarf í nokkrum grunnskólum. Þá er velferðarþjónusta borgarinnar verulega skert. Engu að síður kveðst Sólveig upplifa mikinn stuðning hjá almenningi og aðspurð segist hún alls ekki upplifa það að almenningsálitið sé að snúast gegn Eflingu og baráttu þeirra við borgina. „Ég held að það hafi náðst einhvers konar sátt um það að okkar málflutningur sé réttur og sannur og að þessi krafa okkar um mjög svo sanngjörnu og hófstilltu leiðréttingu eigi fullan rétt. Og ég held að bæði foreldrar barna sem ganga í leikskóla og eins fólkið sem dvelur á þeim stofnunum þar sem gamalt fólk býr og svo framvegis hljóti allt að átta sig á því að það gengur ekki að reka þessi mikilvægu umönnunarkerfi á vinnu kvenna sem geta ekki almennilega séð fyrir sjálfri sér,“ segir Sólveig Anna. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling býður til viðræðna: „Nýtt og endurbætt útspil borgarinnar“ Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg nýjan kjarasamning hefur sent frá sér yfirlýsingu. 24. febrúar 2020 11:52 Ruslið fýkur meðan samninganefndir talast ekki við Áhrif á skólahald og sorphirðu í Reykjavík verða enn áþreifanlegri á næstu dögum, nú þegar ótímabundnar verkfallsaðgerðir Eflingar eru að sigla inn í aðra viku. 23. febrúar 2020 18:30 Segir marga foreldra í þröngri stöðu gagnvart vinnuveitendum Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar hefur mestar áhyggjur af einstæðum foreldrum og foreldrum með lítið bakland vegna yfirstandandi verkfalls Eflingarstarfsfólks. Staðan sé einna verst í Breiðholti. 24. febrúar 2020 13:30 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar klukkan 13 á morgun. Þetta segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í samtali við Vísi. Hún segir Eflingu reyndar hafa boðað baráttufund klukkan 13 á morgun og hún hafi því óskað eftir því við sáttasemjara um að samningafundurinn hefjist klukkan 14. Sólveig kveðst reikna með að það verði brugðist við ósk hennar um að færa fundinn. Félagar í Eflingu sem starfa hjá Reykjavíkurborg hafa nú verið í ótímabundnu verkfalli í rúma viku með tilheyrandi áhrifum á skólastarf, velferðarþjónustu og sorphirðu í borginni. Seinasti fundur í deilunni var síðastliðinn miðvikudag. Verið að bregðast við með því að boða til fundar Aðspurð hvort Efling hafi fengið viðbrögð við yfirlýsingu sinni í gær um „nýtt og endurbætt útspil borgarinnar“ segir Sólveig engin eiginleg viðbrögð hafa komið. „En við kjósum að líta svo á að það sé verið að kalla fund sé viðbragð,“ segir Sólveig sem reiknar með því að yfirlýsingin verði rædd á fundinum á morgun. Í yfirlýsingunni kom fram að samninganefnd Eflingar telji yfirlýsingar borgarinnar og Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra, í fjölmiðlum fyrir helgi gefa til kynna að borgin sé tilbúin til að koma betur til móts við kröfur Eflingar en kynnt var á samningafundi hjá ríkissáttasemjara í síðustu viku. Telur nefndin að borgin hafi þannig mögulega skapað meiri grundvöll til áframhaldandi viðræðna en áður var ætlað. Var kallað eftir staðfestingu borgarinnar á því. Í samtali við fréttastofu í gær fagnaði Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar borgarinnar, því að Efling vilji setjast við samningaborðið en vildi ekki tjá sig efnislega um yfirlýsingu Eflingar og þann skilning sem samninganefndin lagði í orð og yfirlýsingar borgarinnar fyrir helgi. Upplifir mikinn stuðning frá almenningi Áhrifa af verkfalli Eflingar gætir víða í borginni þar sem rusl safnast upp, leikskólastarf hefur raskast mikið sem og skólastarf í nokkrum grunnskólum. Þá er velferðarþjónusta borgarinnar verulega skert. Engu að síður kveðst Sólveig upplifa mikinn stuðning hjá almenningi og aðspurð segist hún alls ekki upplifa það að almenningsálitið sé að snúast gegn Eflingu og baráttu þeirra við borgina. „Ég held að það hafi náðst einhvers konar sátt um það að okkar málflutningur sé réttur og sannur og að þessi krafa okkar um mjög svo sanngjörnu og hófstilltu leiðréttingu eigi fullan rétt. Og ég held að bæði foreldrar barna sem ganga í leikskóla og eins fólkið sem dvelur á þeim stofnunum þar sem gamalt fólk býr og svo framvegis hljóti allt að átta sig á því að það gengur ekki að reka þessi mikilvægu umönnunarkerfi á vinnu kvenna sem geta ekki almennilega séð fyrir sjálfri sér,“ segir Sólveig Anna.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling býður til viðræðna: „Nýtt og endurbætt útspil borgarinnar“ Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg nýjan kjarasamning hefur sent frá sér yfirlýsingu. 24. febrúar 2020 11:52 Ruslið fýkur meðan samninganefndir talast ekki við Áhrif á skólahald og sorphirðu í Reykjavík verða enn áþreifanlegri á næstu dögum, nú þegar ótímabundnar verkfallsaðgerðir Eflingar eru að sigla inn í aðra viku. 23. febrúar 2020 18:30 Segir marga foreldra í þröngri stöðu gagnvart vinnuveitendum Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar hefur mestar áhyggjur af einstæðum foreldrum og foreldrum með lítið bakland vegna yfirstandandi verkfalls Eflingarstarfsfólks. Staðan sé einna verst í Breiðholti. 24. febrúar 2020 13:30 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Efling býður til viðræðna: „Nýtt og endurbætt útspil borgarinnar“ Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg nýjan kjarasamning hefur sent frá sér yfirlýsingu. 24. febrúar 2020 11:52
Ruslið fýkur meðan samninganefndir talast ekki við Áhrif á skólahald og sorphirðu í Reykjavík verða enn áþreifanlegri á næstu dögum, nú þegar ótímabundnar verkfallsaðgerðir Eflingar eru að sigla inn í aðra viku. 23. febrúar 2020 18:30
Segir marga foreldra í þröngri stöðu gagnvart vinnuveitendum Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar hefur mestar áhyggjur af einstæðum foreldrum og foreldrum með lítið bakland vegna yfirstandandi verkfalls Eflingarstarfsfólks. Staðan sé einna verst í Breiðholti. 24. febrúar 2020 13:30