Hátt í þriðjungur hótelbókanna hverfur vegna ákvörðunar Trump Birgir Olgeirsson skrifar 12. mars 2020 10:45 Kristófer Oliversson Vísir „Fyrir hótelgeirann þýðir þetta væntanlega að hátt í þriðjungur allra bókana hverfur á meðan þetta bann varir,“ segir Kristófer Oliversson, formaður Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu, um ferðabannið sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur boðað vegna kórónuveirunnar. Hefur forsetinn lokað á ferðalög frá Evrópu til Bandaríkjanna. „Síðan er keðjuverkun sem er ófyrirséð. Þetta eru svo stórar ákvarðanir sem hafa verið teknar. Ítalir loka búðum, Danir loka skólum, ferðabann í Bandaríkjunum. Við getum búist við stórum ákvörðunum þegar líður á daginn. En allt stefnir þetta á verri veginn. Með falli WOW Air fækkaði farþegum frá Bandaríkjunum hingað mikið. Þeir eru væntanlega 25 til 30 prósent að í bókunum hjá flestum um þessar mundir,“ segir Kristófer. „Þegar gesturinn kemst ekki á staðinn þá fer þetta að þyngjast allt saman,“ segir Kristófer. Hann bendir þó á að ef að leggja átti á ferðabann í Bandaríkjunum þá sé þetta skársti tíminn. Mars og apríl eru rólegustu mánuðirnir í ferðaþjónustu. „En þeir sem hafa þraukað veturinn í von um betri tíð í sumar, þeir sjá ekki fram á betri tíð.“ Hann segir mikilvægt að stjórnvöld bregðist hratt við. „Og það þarf að skoða að fólk geti farið að hluta til á atvinnuleysiskrá svo það þurfi ekki að fara í fjöldauppsagnir. Þetta er það sem þarf að svara fljótt því eigið fé þurrkast hratt upp í svona stöðu,“ segir Kristófer en það úrræði var í boði í efnahagshruninu árið 2008. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
„Fyrir hótelgeirann þýðir þetta væntanlega að hátt í þriðjungur allra bókana hverfur á meðan þetta bann varir,“ segir Kristófer Oliversson, formaður Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu, um ferðabannið sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur boðað vegna kórónuveirunnar. Hefur forsetinn lokað á ferðalög frá Evrópu til Bandaríkjanna. „Síðan er keðjuverkun sem er ófyrirséð. Þetta eru svo stórar ákvarðanir sem hafa verið teknar. Ítalir loka búðum, Danir loka skólum, ferðabann í Bandaríkjunum. Við getum búist við stórum ákvörðunum þegar líður á daginn. En allt stefnir þetta á verri veginn. Með falli WOW Air fækkaði farþegum frá Bandaríkjunum hingað mikið. Þeir eru væntanlega 25 til 30 prósent að í bókunum hjá flestum um þessar mundir,“ segir Kristófer. „Þegar gesturinn kemst ekki á staðinn þá fer þetta að þyngjast allt saman,“ segir Kristófer. Hann bendir þó á að ef að leggja átti á ferðabann í Bandaríkjunum þá sé þetta skársti tíminn. Mars og apríl eru rólegustu mánuðirnir í ferðaþjónustu. „En þeir sem hafa þraukað veturinn í von um betri tíð í sumar, þeir sjá ekki fram á betri tíð.“ Hann segir mikilvægt að stjórnvöld bregðist hratt við. „Og það þarf að skoða að fólk geti farið að hluta til á atvinnuleysiskrá svo það þurfi ekki að fara í fjöldauppsagnir. Þetta er það sem þarf að svara fljótt því eigið fé þurrkast hratt upp í svona stöðu,“ segir Kristófer en það úrræði var í boði í efnahagshruninu árið 2008.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira