Krafturinn í tívolíbombunni svipaður og í handsprengju Birgir Olgeirsson skrifar 24. ágúst 2020 20:00 Sprengingin átti sér stað við þennan göngustíg í Heiðmörk. Google Karlmaður á sextugsaldri missti framan af handlegg eftir að hafa borið eld að þriggja tommu tívolíbombu í Heiðmörk. Búið var að eiga við samskonar bombu sem fannst á vettvangi. Krafturinn úr slíkum flugeldum er svipaður og í handsprengju. Hér má sjá á korti hvar sprengingin varð. Vísir Lögreglu barst tilkynningu um að karlmaður hefði slasast alvarlega eftir að hafa handleikið sprengju í Heiðmörk í gærkvöldi. „Þegar við förum á vettvang þá hittum við á par, Pólverja á sextugsaldri, á bílastæði í Heiðmörk. Þá kom í ljós að handleggurinn á manninum við olnboga var horfinn,“ segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu. Parið segist hafa fundið tívolíbomburna við göngustíg. „Og maðurinn hafi eitthvað farið að fikta við það og borið eld á, og hún sprakk með þessum afleiðingum,“ segir Skúli. Konan vafði peysu sína utan um sárið, hringdi eftir hjálp og óku þau til móts við sjúkraflutningamenn. „Þegar við komum að var „strap“ á handleggnum og búið að stöðva blæðinguna,“ segir Skúli. Á vettvangi fannst önnur þriggja tommu tívolíbomba sem var fargað. Almenn sala á tívolíbombum af þessari stærð er bönnuð. Jón Már Jónsson, yfirmaður sérsveitar ríkislögreglustjóra, með robotanum sem var notaður til að eyða tívolíbombunni sem fannst í Heiðmörk. „Það fannst þarna tívolíbomba sem var búið að eiga við. Það var búið að koma henni fyrir undir steini. Sprengjusérfræðingar eyddu henni á staðnum. Settu hleðslu við hliðina á henni og sprengdu úr fjarlægð,“ segir Jón Már Jónsson, yfirmaður sérsveitar ríkislögreglustjóra. Búið var að fjarlægja sprengjuhleðslu úr bombunni sem notuð er til að drífa hana á loft. „Það var sjáanlegur lítill þráður sem mögulega hefur verið hægt að kveikja í og koma henni af stað.“ Krafturinn í tívolíbombu er svipaður og í handsprengju. Líklegast hafa bomburnar ekki verið þarna lengur en nokkra daga. „Út af veðrinu, það hefur rigndi fyrir einhverri viku síðan og hún hefur ekki legið í rigningu þarna lengi.“ Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Fleiri fréttir Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Sjá meira
Karlmaður á sextugsaldri missti framan af handlegg eftir að hafa borið eld að þriggja tommu tívolíbombu í Heiðmörk. Búið var að eiga við samskonar bombu sem fannst á vettvangi. Krafturinn úr slíkum flugeldum er svipaður og í handsprengju. Hér má sjá á korti hvar sprengingin varð. Vísir Lögreglu barst tilkynningu um að karlmaður hefði slasast alvarlega eftir að hafa handleikið sprengju í Heiðmörk í gærkvöldi. „Þegar við förum á vettvang þá hittum við á par, Pólverja á sextugsaldri, á bílastæði í Heiðmörk. Þá kom í ljós að handleggurinn á manninum við olnboga var horfinn,“ segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu. Parið segist hafa fundið tívolíbomburna við göngustíg. „Og maðurinn hafi eitthvað farið að fikta við það og borið eld á, og hún sprakk með þessum afleiðingum,“ segir Skúli. Konan vafði peysu sína utan um sárið, hringdi eftir hjálp og óku þau til móts við sjúkraflutningamenn. „Þegar við komum að var „strap“ á handleggnum og búið að stöðva blæðinguna,“ segir Skúli. Á vettvangi fannst önnur þriggja tommu tívolíbomba sem var fargað. Almenn sala á tívolíbombum af þessari stærð er bönnuð. Jón Már Jónsson, yfirmaður sérsveitar ríkislögreglustjóra, með robotanum sem var notaður til að eyða tívolíbombunni sem fannst í Heiðmörk. „Það fannst þarna tívolíbomba sem var búið að eiga við. Það var búið að koma henni fyrir undir steini. Sprengjusérfræðingar eyddu henni á staðnum. Settu hleðslu við hliðina á henni og sprengdu úr fjarlægð,“ segir Jón Már Jónsson, yfirmaður sérsveitar ríkislögreglustjóra. Búið var að fjarlægja sprengjuhleðslu úr bombunni sem notuð er til að drífa hana á loft. „Það var sjáanlegur lítill þráður sem mögulega hefur verið hægt að kveikja í og koma henni af stað.“ Krafturinn í tívolíbombu er svipaður og í handsprengju. Líklegast hafa bomburnar ekki verið þarna lengur en nokkra daga. „Út af veðrinu, það hefur rigndi fyrir einhverri viku síðan og hún hefur ekki legið í rigningu þarna lengi.“
Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Fleiri fréttir Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Sjá meira