Mál og menning við Laugaveg vaknar til lífsins á ný Jakob Bjarnar skrifar 2. október 2020 11:58 Garðar Kjartansson, þaulreyndur veitingamaður, hefur skrifað undir tíu ára leigusamning. Hann ætlar að hafa veitinga- og menningarstarfsemi í hinu fornfræga húsi og nafnið heldur sér: Mál og menning. Garðar Kjartansson veitingamaður hefur skrifað undir leigusamning til tíu ára, við eigendur húsnæðis Máls og menningar og ætlar að vekja það til lífsins aftur. Markaðs- og viðburðastjóri verður Ingibjörg Örlygsdóttir sem betur er þekkt sem Inga á Nasa. „Þetta verður hús tónlistar, bókmennta og lista,“ segir Garðar í samtali við Vísi. Hann stefnir að því að hafa líflegt í húsinu og er stefnt að því að þar verði lifandi tónlist öll kvöld vikunnar. Húsnæðið mun eftir sem áður bera nafnið Mál og menning og verður opið frá hádegi til miðnættis. Eða eins og Covid-19 leyfir. Mikilvægt kennileiti í miðborginni Garðar leggur þó áherslu á að þetta eigi alls ekki að verða einhver djammstaður heldur verður lögð áhersla á menningarstarfsemi. Ekki verður hróflað við innréttingum, þarna getur fólk komið inn, fengið sér kaffi eða aðra drykki, lesið og áfram munu bækur einkenna staðinn. Stefnt er að því að opna 1. desember en þó ber þess að geta að óvissuástand ríkir vegna kórónuveirunnar. Það gæti sett strik í reikninginn. Húsnæðið Máls og menningar við Laugaveg hefur lengi verið mikilvægt kennileiti í borginni. En þar hefur rekstur verið þungur undanfarin árin. Þeim sem annt er um miðborgina hljóta að fagna því að húsið grotni ekki niður né að þarna verði önnur starfsemi en sú sem snýr að menningu og listum. Eins og nú er ráðgert. Garðar segir að húsnæðið mun hýsa slíka starfsemi. „Húsnæðið er snilld. Tónlistarmenn hafa verið í sambandi við okkur, jasstónlistarmenn meðal annars, og þeir segja að þarna sé afar góður hljómburður. Þarna mætti jafnvel hugsa sér að verði leiksýningar.“ Hýsti áður bækistöðvar kommúnista Á árum áður var talið að þarna væru bækistöðvar íslenskra kommúnista og var húsið þá lengstum nefnt Rúblan. Talið er að fé til byggingarinnar hafi komið úr austri, frá Sovéska kommúnistaflokknum. Mál og menning. Húsnæðið sem margir þekkja svo vel. Þar verður ekki hróflað við innréttingum, stefnt er að því að gestir muni þekkja sig í húsinu. Þar verða veitingar, vínveitingaleyfi fylgir húsinu og bækur upp um alla veggi eftir sem áður. aðsend Eigendur hússins nú eru þeir hinir sömu og reka hótel sem er á efri hæðum hússins. Garðar er þaulvanur veitingarekstri. Byrjaði sinn feril á Óðali, hann rak ásamt Ingu Nasa í ein tíu ár, hann rak veitingastarfsemi í Þrastarlundi, Póstbarinn vínbar og Apótekið sem þá var diskótek. „Svo var ég með Borgina. Það gekk ekki vel. Ekki hjá mér né nokkrum öðrum. Allir hafa farið illa út úr því að vera með rekstur þar. Engum hefur tekist að koma því húsi í gang, síðan 1994; Skuggabarinn gekk þar vel.“ Veitingastaðir Menning Reykjavík Bókmenntir Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Garðar Kjartansson veitingamaður hefur skrifað undir leigusamning til tíu ára, við eigendur húsnæðis Máls og menningar og ætlar að vekja það til lífsins aftur. Markaðs- og viðburðastjóri verður Ingibjörg Örlygsdóttir sem betur er þekkt sem Inga á Nasa. „Þetta verður hús tónlistar, bókmennta og lista,“ segir Garðar í samtali við Vísi. Hann stefnir að því að hafa líflegt í húsinu og er stefnt að því að þar verði lifandi tónlist öll kvöld vikunnar. Húsnæðið mun eftir sem áður bera nafnið Mál og menning og verður opið frá hádegi til miðnættis. Eða eins og Covid-19 leyfir. Mikilvægt kennileiti í miðborginni Garðar leggur þó áherslu á að þetta eigi alls ekki að verða einhver djammstaður heldur verður lögð áhersla á menningarstarfsemi. Ekki verður hróflað við innréttingum, þarna getur fólk komið inn, fengið sér kaffi eða aðra drykki, lesið og áfram munu bækur einkenna staðinn. Stefnt er að því að opna 1. desember en þó ber þess að geta að óvissuástand ríkir vegna kórónuveirunnar. Það gæti sett strik í reikninginn. Húsnæðið Máls og menningar við Laugaveg hefur lengi verið mikilvægt kennileiti í borginni. En þar hefur rekstur verið þungur undanfarin árin. Þeim sem annt er um miðborgina hljóta að fagna því að húsið grotni ekki niður né að þarna verði önnur starfsemi en sú sem snýr að menningu og listum. Eins og nú er ráðgert. Garðar segir að húsnæðið mun hýsa slíka starfsemi. „Húsnæðið er snilld. Tónlistarmenn hafa verið í sambandi við okkur, jasstónlistarmenn meðal annars, og þeir segja að þarna sé afar góður hljómburður. Þarna mætti jafnvel hugsa sér að verði leiksýningar.“ Hýsti áður bækistöðvar kommúnista Á árum áður var talið að þarna væru bækistöðvar íslenskra kommúnista og var húsið þá lengstum nefnt Rúblan. Talið er að fé til byggingarinnar hafi komið úr austri, frá Sovéska kommúnistaflokknum. Mál og menning. Húsnæðið sem margir þekkja svo vel. Þar verður ekki hróflað við innréttingum, stefnt er að því að gestir muni þekkja sig í húsinu. Þar verða veitingar, vínveitingaleyfi fylgir húsinu og bækur upp um alla veggi eftir sem áður. aðsend Eigendur hússins nú eru þeir hinir sömu og reka hótel sem er á efri hæðum hússins. Garðar er þaulvanur veitingarekstri. Byrjaði sinn feril á Óðali, hann rak ásamt Ingu Nasa í ein tíu ár, hann rak veitingastarfsemi í Þrastarlundi, Póstbarinn vínbar og Apótekið sem þá var diskótek. „Svo var ég með Borgina. Það gekk ekki vel. Ekki hjá mér né nokkrum öðrum. Allir hafa farið illa út úr því að vera með rekstur þar. Engum hefur tekist að koma því húsi í gang, síðan 1994; Skuggabarinn gekk þar vel.“
Veitingastaðir Menning Reykjavík Bókmenntir Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira