Áfram í varðhaldi vegna hótana, húsbrots og árása Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. október 2020 18:07 Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni til 9. nóvember næstkomandi. Manninum er meðal annars gefið að sök að hafa hótað tveimur lögmönnum. Mánuði áður hafði hann ruðst inn á lögmannsstofu í Reykjavík og tekið lögmann þar hálstaki. Síðan maðurinn var handtekinn hefur hann verið ákærður fyrir fjölda brota. Í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá 12. október kemur fram að í greinargerð ákæruvaldsins segi að 20. júlí síðastliðinn hafi lögreglu verið tilkynnt um líflátshótanir mannsins í garð tveggja lögmanna sem störfuðu í hans þágu. Hann var í kjölfarið handtekinn, færður á lögreglustöðina við Hverfisgötu, vistaður í fangaklefa og skýrsla tekin af honum. „Við frekari athugun lögreglu hafi komið í ljós að fyrir þetta hafði ákærði sætt rannsókn vegna samskonar brota og ofbeldis í garð annars lögmanns og tveggja fyrrum sambýliskvenna hans. Í ljósi sakaferils ákærða, möguleika á áframhaldandi brotum og alvarleika háttsemi og hótana ákærða hafi lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu gert þá kröfu 21. júlí sl. að ákærða yrði gert að sæta gæsluvarðhaldi,“ segir í úrskurði héraðsdóms. Þá segir að frá þeim tíma hafi mál ákærða verið yfirfarin og bæði lögreglustjórinn á Suðurlandi og héraðssaksóknari gefið út ákærur vegna þeirra. Ákærður fyrir fjölda brota Þann 10. september síðastliðinn gaf héraðssaksóknari út ákæru á hendur manninum vegna fjölda brota. Hefur maðurinn meðal annars verið ákærður fyrir brot í nánu sambandi ,eð því að hafa símleiðis haft í hótunum við barnsmóður sína og fyrrverandi sambýliskonu á tímabilinu 30. nóvember til 15. desember 2019. Hér að neðan má sjá hótanirnar sem um ræðir, en rétt er að vara lesendur sérstaklega við þeim og þeim texta sem hér fylgir. Maðurinn er meðal annars ákærður fyrir að hóta að nauðga sambýliskonu sinni og drepa hana og börn hennar. Skjáskot Skjáskot Þá er maðurinn einnig ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa slegið þáverandi unnustu sína í andlitið með hátalara, fleiri líkamsárásir, eignaspjöll, barnaverndarlagabrot, fleiri en eitt brot gegn nálgunarbanni, húsbrot og þjófnað. Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir Hélt líflátshótunum áfram eftir árás á lögmannsstofu Landsréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni til 18. ágúst næstkomandi. 29. júlí 2020 11:14 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um brottfararstöð komið til Alþingis „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni til 9. nóvember næstkomandi. Manninum er meðal annars gefið að sök að hafa hótað tveimur lögmönnum. Mánuði áður hafði hann ruðst inn á lögmannsstofu í Reykjavík og tekið lögmann þar hálstaki. Síðan maðurinn var handtekinn hefur hann verið ákærður fyrir fjölda brota. Í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá 12. október kemur fram að í greinargerð ákæruvaldsins segi að 20. júlí síðastliðinn hafi lögreglu verið tilkynnt um líflátshótanir mannsins í garð tveggja lögmanna sem störfuðu í hans þágu. Hann var í kjölfarið handtekinn, færður á lögreglustöðina við Hverfisgötu, vistaður í fangaklefa og skýrsla tekin af honum. „Við frekari athugun lögreglu hafi komið í ljós að fyrir þetta hafði ákærði sætt rannsókn vegna samskonar brota og ofbeldis í garð annars lögmanns og tveggja fyrrum sambýliskvenna hans. Í ljósi sakaferils ákærða, möguleika á áframhaldandi brotum og alvarleika háttsemi og hótana ákærða hafi lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu gert þá kröfu 21. júlí sl. að ákærða yrði gert að sæta gæsluvarðhaldi,“ segir í úrskurði héraðsdóms. Þá segir að frá þeim tíma hafi mál ákærða verið yfirfarin og bæði lögreglustjórinn á Suðurlandi og héraðssaksóknari gefið út ákærur vegna þeirra. Ákærður fyrir fjölda brota Þann 10. september síðastliðinn gaf héraðssaksóknari út ákæru á hendur manninum vegna fjölda brota. Hefur maðurinn meðal annars verið ákærður fyrir brot í nánu sambandi ,eð því að hafa símleiðis haft í hótunum við barnsmóður sína og fyrrverandi sambýliskonu á tímabilinu 30. nóvember til 15. desember 2019. Hér að neðan má sjá hótanirnar sem um ræðir, en rétt er að vara lesendur sérstaklega við þeim og þeim texta sem hér fylgir. Maðurinn er meðal annars ákærður fyrir að hóta að nauðga sambýliskonu sinni og drepa hana og börn hennar. Skjáskot Skjáskot Þá er maðurinn einnig ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa slegið þáverandi unnustu sína í andlitið með hátalara, fleiri líkamsárásir, eignaspjöll, barnaverndarlagabrot, fleiri en eitt brot gegn nálgunarbanni, húsbrot og þjófnað.
Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir Hélt líflátshótunum áfram eftir árás á lögmannsstofu Landsréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni til 18. ágúst næstkomandi. 29. júlí 2020 11:14 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um brottfararstöð komið til Alþingis „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira
Hélt líflátshótunum áfram eftir árás á lögmannsstofu Landsréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni til 18. ágúst næstkomandi. 29. júlí 2020 11:14