Vildu stöðva „stjórnlausa afbrotahrinu“ í Hrísey Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. október 2020 19:31 Hrísey er í Eyjafirði. Vísir/Egill Lögreglan á Norðurlandi eystra fór meðal annars fram á gæsluvarðhald yfir manni búsettum í Hrísey sem grunaður er um fjölmörg ofbeldisbrot til þess að stöðva afbrotahrinu hans, sem lögreglan segir að virðist hafa verið orðin stjórnlaus. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í úrskurði Landsréttar sem staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra yfir manninum á dögunum. Maðurinn situr í gæsluvarðhaldi til 12. nóvember. Fyrr í mánuðinum greindi lögreglan frá því að verið væri að rannsaka fjölmörg ofbeldisbrot mannsins, sem er á fertugsaldri, meðal annars gegn unnustu sinni, sambýlisfólki og nágrönnum í Hrísey. Í úrskurði Landsréttar er varpað ljósi á það hvaða brot maðurinn er grunaður um að hafa framið. Þar segir að hann sé sakaður að hafa ítrekað ráðist að unnustu sinni, fyrst í nóvember á síðasta ári þannig að hann hafi tekið hana hálstaki þannig að hún missti meðvitund. Konan hafi sakað hann um daglegt ofbeldi frá því að samband þeirra hófst skömmu áður. Í úrskurði Landsréttar segir að það sem hafi orðið ástæða afskipta lögreglu af manninum hafi verið að maðurinn hafi skvett súpu og olíu yfir konuna, slegið hana, hrint henni og troðið pappír ofan í kok hennar, auk frelssisviptingar. Maðurinn er sagðir hafa játað þetta að stórum hluta. Grunuð um endurtekin brot á sóttvarnarlögum Þá er hann grunaður um að hafa ráðist á annan mann, brotið allar rúður í húsi hans og síðar ráðist á hann og keyrt hátalara að hálsi fórnarlambsins sem hafi átt erfitt með andardrátt. Að auki er hann grunaður um að hafa ruðst inn til nokkurra nágranna sinn, sakaður um innbrot og þjófnað í Dalvíkurbyggð svo dæmi séu tekin. Þá eru hann og unnusta hans sökuð um endurtekin brot á sóttvarnarlögum á meðan þau hafi átt að vera í sóttkví eftir að hafa valið að sleppa skimun eftir heimkomu erlendis frá. Í greinargerð lögreglu segir meðal annars að maðurinn hafi ítrekað rofið skilyrð reynslulausnar og „nú sé ástandið þannig að hann virðist vera í stjórnlausri afbrotahrinu.“ Mikilvægt sé að stöðva þessa brotahrinu svo hægt sé að ljúka rannsókn þessara mála og eftir atvikum dómsmeðferðar þeirra. Að auki sé það mat lögreglustjóra að vernda þurfi samfélagið fyrir manninum. Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms og verður maðurinn því í gæsluvarðhaldi til 12. nóvember. Hrísey Dómsmál Lögreglumál Akureyri Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira
Lögreglan á Norðurlandi eystra fór meðal annars fram á gæsluvarðhald yfir manni búsettum í Hrísey sem grunaður er um fjölmörg ofbeldisbrot til þess að stöðva afbrotahrinu hans, sem lögreglan segir að virðist hafa verið orðin stjórnlaus. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í úrskurði Landsréttar sem staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra yfir manninum á dögunum. Maðurinn situr í gæsluvarðhaldi til 12. nóvember. Fyrr í mánuðinum greindi lögreglan frá því að verið væri að rannsaka fjölmörg ofbeldisbrot mannsins, sem er á fertugsaldri, meðal annars gegn unnustu sinni, sambýlisfólki og nágrönnum í Hrísey. Í úrskurði Landsréttar er varpað ljósi á það hvaða brot maðurinn er grunaður um að hafa framið. Þar segir að hann sé sakaður að hafa ítrekað ráðist að unnustu sinni, fyrst í nóvember á síðasta ári þannig að hann hafi tekið hana hálstaki þannig að hún missti meðvitund. Konan hafi sakað hann um daglegt ofbeldi frá því að samband þeirra hófst skömmu áður. Í úrskurði Landsréttar segir að það sem hafi orðið ástæða afskipta lögreglu af manninum hafi verið að maðurinn hafi skvett súpu og olíu yfir konuna, slegið hana, hrint henni og troðið pappír ofan í kok hennar, auk frelssisviptingar. Maðurinn er sagðir hafa játað þetta að stórum hluta. Grunuð um endurtekin brot á sóttvarnarlögum Þá er hann grunaður um að hafa ráðist á annan mann, brotið allar rúður í húsi hans og síðar ráðist á hann og keyrt hátalara að hálsi fórnarlambsins sem hafi átt erfitt með andardrátt. Að auki er hann grunaður um að hafa ruðst inn til nokkurra nágranna sinn, sakaður um innbrot og þjófnað í Dalvíkurbyggð svo dæmi séu tekin. Þá eru hann og unnusta hans sökuð um endurtekin brot á sóttvarnarlögum á meðan þau hafi átt að vera í sóttkví eftir að hafa valið að sleppa skimun eftir heimkomu erlendis frá. Í greinargerð lögreglu segir meðal annars að maðurinn hafi ítrekað rofið skilyrð reynslulausnar og „nú sé ástandið þannig að hann virðist vera í stjórnlausri afbrotahrinu.“ Mikilvægt sé að stöðva þessa brotahrinu svo hægt sé að ljúka rannsókn þessara mála og eftir atvikum dómsmeðferðar þeirra. Að auki sé það mat lögreglustjóra að vernda þurfi samfélagið fyrir manninum. Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms og verður maðurinn því í gæsluvarðhaldi til 12. nóvember.
Hrísey Dómsmál Lögreglumál Akureyri Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira