Veiking krónunnar styður við útflutning sjávarafurða Heimir Már Pétursson skrifar 11. desember 2020 19:21 Gengisfall krónunnar á þessu ári jók tekjur af útflutningi í krónum talið en þær drógust saman um níu prósent í evrum. Kostnaður sjávarútvegsins er þó mestur í krónum. Vísir/ Vilhelm Verðmæti útflutnings íslenskra sjávarafurða hefur náð að halda í horfinu frá fyrra ári þrátt fyrir heimsfaraldur, miklar sveiflur á gengi krónunnar og loðnubrest. Framkvæmdastjór Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir þetta varnarsigur. Gengi íslensku krónunnar hefur veikst mikið frá upphafi kórónuveirufaraldursins og var veikast um miðjan nóvember. En undanfarnar vikur og daga hefur krónan styrkst mjög mikið aftur. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir þessar sveiflur á genginu og faraldurinn sjálfur hafa haft mikil áhrif á stöðu sjávarútvegsins. Hann er með tekjurnar í erlendri mynt en stærsta hluta kostnaðarins í íslenskum krónum. „Þegar við höfum séð tölur ellefu mánaða af tólf finnst mér niðurstaðan vera að við getum sagt að við höfum unnið varnarsigur. Að það sé eitt prósent aukning verðmæta í krónum talið í útflutningi sjávarafurða er vel. Þetta er níu prósenta samdráttur í erlendri mynt sem er töluvert. Meiri samdráttur en var til dæmis þegar hér var sjómannaverkfall árið 2017,“ segir Heiðrún Lind. Heiðrún Lind Marteinsdóttir segir í raun aðdáunarvert að tekist hafi að auka útflutningsverðmæti sjávarafurða lítillega í krónum talið í heimsfaraldri og loðnubresti.Stöð 2/Sigurjón En á fyrstu ellefu mánuðum þessa árs er heildar útflutningsverðmætið 247 milljarðar, var 243 milljarðar fyrir sömu mánuði í fyrra en á bláu línunni sést hvernig gengi krónunnar hefur þróast á sama tíma. Veiking krónunnar hefur vegið upp á móti minna magni í útflutingi aðallega vegna loðnubrests og lægra verði í erlendri mynt. „Á hverjum einasta degi hafa fyrirtæki þurft að grípa til einhverra aðgerða. Breyta sinni starfsemi. Það á við um alla virðiskeðjuna. Það eru veiðar, vinnsla, það er flutningur og sala. Allt hefur orðið fyrir áhrif af þessari kórónuveiru,“ segir Heiðrún Lind. Vegna algers hruns í útflutningi þjónustu, það er ferðaþjónustunni, hefur hlutfall sjávarútvegsins í útflutningi hækkað úr 19 prósentum í fyrra í 27 prósent á fyrstu ellefu mánuðum þessa árs. Hefur hlutfallið ekki verið eins hátt síðan árið 2008. „Þannig að það að okkur hafi tekist að halda sjó í gegnum þetta er svo að segja aðdáunarvert,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir. Sjávarútvegur Efnahagsmál Íslenska krónan Verðlag Tengdar fréttir Evran 12 krónum ódýrari en fyrir sex vikum Gengi íslensku krónunnar hefur styrkst mikið undanfarna daga eftir mikla veikingu hennar gagnvart helstu gjaldmiðlum síðustu mánuði vegna kórónuveirufaraldursins. Þannig kostar evran nú tólf krónum minna en í lok október. 8. desember 2020 19:31 Krónan að braggast og þrýstingur á verðlag minnkar Mikil styrking á gengi krónunnar á undanförnum vikum ætti að leiða til umtalsverðrar lækkunar á verði innfluttrar vöru í vetur að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Jákvæðar væntingar vegna frétta af bóluefnum gegn kórónuveirunni hafa sitt að segja um styrkingu krónunnar. 8. desember 2020 15:01 Enn óvissa um mikilvægan fiskmarkað í Bretlandi Enn ríkir óvissa um stöðu útflutnings á íslenskum fiski til til Bretlands til langframa eftir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu um áramót. Bráðabirgðasamkomulag gildir fram á mitt næsta ár. 17. nóvember 2020 19:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira
Gengi íslensku krónunnar hefur veikst mikið frá upphafi kórónuveirufaraldursins og var veikast um miðjan nóvember. En undanfarnar vikur og daga hefur krónan styrkst mjög mikið aftur. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir þessar sveiflur á genginu og faraldurinn sjálfur hafa haft mikil áhrif á stöðu sjávarútvegsins. Hann er með tekjurnar í erlendri mynt en stærsta hluta kostnaðarins í íslenskum krónum. „Þegar við höfum séð tölur ellefu mánaða af tólf finnst mér niðurstaðan vera að við getum sagt að við höfum unnið varnarsigur. Að það sé eitt prósent aukning verðmæta í krónum talið í útflutningi sjávarafurða er vel. Þetta er níu prósenta samdráttur í erlendri mynt sem er töluvert. Meiri samdráttur en var til dæmis þegar hér var sjómannaverkfall árið 2017,“ segir Heiðrún Lind. Heiðrún Lind Marteinsdóttir segir í raun aðdáunarvert að tekist hafi að auka útflutningsverðmæti sjávarafurða lítillega í krónum talið í heimsfaraldri og loðnubresti.Stöð 2/Sigurjón En á fyrstu ellefu mánuðum þessa árs er heildar útflutningsverðmætið 247 milljarðar, var 243 milljarðar fyrir sömu mánuði í fyrra en á bláu línunni sést hvernig gengi krónunnar hefur þróast á sama tíma. Veiking krónunnar hefur vegið upp á móti minna magni í útflutingi aðallega vegna loðnubrests og lægra verði í erlendri mynt. „Á hverjum einasta degi hafa fyrirtæki þurft að grípa til einhverra aðgerða. Breyta sinni starfsemi. Það á við um alla virðiskeðjuna. Það eru veiðar, vinnsla, það er flutningur og sala. Allt hefur orðið fyrir áhrif af þessari kórónuveiru,“ segir Heiðrún Lind. Vegna algers hruns í útflutningi þjónustu, það er ferðaþjónustunni, hefur hlutfall sjávarútvegsins í útflutningi hækkað úr 19 prósentum í fyrra í 27 prósent á fyrstu ellefu mánuðum þessa árs. Hefur hlutfallið ekki verið eins hátt síðan árið 2008. „Þannig að það að okkur hafi tekist að halda sjó í gegnum þetta er svo að segja aðdáunarvert,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir.
Sjávarútvegur Efnahagsmál Íslenska krónan Verðlag Tengdar fréttir Evran 12 krónum ódýrari en fyrir sex vikum Gengi íslensku krónunnar hefur styrkst mikið undanfarna daga eftir mikla veikingu hennar gagnvart helstu gjaldmiðlum síðustu mánuði vegna kórónuveirufaraldursins. Þannig kostar evran nú tólf krónum minna en í lok október. 8. desember 2020 19:31 Krónan að braggast og þrýstingur á verðlag minnkar Mikil styrking á gengi krónunnar á undanförnum vikum ætti að leiða til umtalsverðrar lækkunar á verði innfluttrar vöru í vetur að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Jákvæðar væntingar vegna frétta af bóluefnum gegn kórónuveirunni hafa sitt að segja um styrkingu krónunnar. 8. desember 2020 15:01 Enn óvissa um mikilvægan fiskmarkað í Bretlandi Enn ríkir óvissa um stöðu útflutnings á íslenskum fiski til til Bretlands til langframa eftir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu um áramót. Bráðabirgðasamkomulag gildir fram á mitt næsta ár. 17. nóvember 2020 19:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira
Evran 12 krónum ódýrari en fyrir sex vikum Gengi íslensku krónunnar hefur styrkst mikið undanfarna daga eftir mikla veikingu hennar gagnvart helstu gjaldmiðlum síðustu mánuði vegna kórónuveirufaraldursins. Þannig kostar evran nú tólf krónum minna en í lok október. 8. desember 2020 19:31
Krónan að braggast og þrýstingur á verðlag minnkar Mikil styrking á gengi krónunnar á undanförnum vikum ætti að leiða til umtalsverðrar lækkunar á verði innfluttrar vöru í vetur að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Jákvæðar væntingar vegna frétta af bóluefnum gegn kórónuveirunni hafa sitt að segja um styrkingu krónunnar. 8. desember 2020 15:01
Enn óvissa um mikilvægan fiskmarkað í Bretlandi Enn ríkir óvissa um stöðu útflutnings á íslenskum fiski til til Bretlands til langframa eftir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu um áramót. Bráðabirgðasamkomulag gildir fram á mitt næsta ár. 17. nóvember 2020 19:00