Fjórir af hverjum fimm hafa áhyggjur af efnahagnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. mars 2020 11:47 IKEA hefur lokað verslun sinni í Kauptúni í Garðabæ og selur nú aðeins vörur á netinu. Vísir/Vilhelm 79 prósent þeirra tæplega 1100 landsmanna eldri en átján ára sem tóku þátt í nýlegri könnun MMR segjast hafa frekar miklar eða mjög miklar áhyggjur af áhrifum af útbreiðslu kórónuveirunnar á íslenskan efnahag. Sex prósent sögðust hafa frekar litlar, mjög litlar eða engar áhyggjur af stöðu mála. Könnunin var framkvæmd dagana 18. til 20. mars 2020 og var heildarfjöldi svarenda 1.081 einstaklingur, 18 ára og eldri. Svarendur reyndust hafa öllu minni áhyggjur af því að smitast sjálfir af kórónaveirunni en 29% kváðust hafa miklar áhyggjur en 35% mjög litlar eða engar áhyggjur. Þá kváðust 34% svarenda hafa miklar áhyggjur af alvarlegu fjárhagslegu tjóni af völdum útbreiðslu veirunnar og 21% kváðust hafa miklar áhyggjur af að verða fyrir alvarlegu heilsufarslegu tjóni af völdum veirunnar. Svarendur á aldrinum 18-29 ára reyndust ólíklegri en svarendur annarra aldurshópa til að segjast hafa miklar áhyggjur af að smitast af kórónaveirunni (26%) eða af áhrifum hennar á íslenskan efnahag eða eigið heilsufar (15%). Svarendur 30-49 ára (31%) reyndust líklegastir til að segjast hafa miklar áhyggjur af því að smitast af kórónaveirunni en þeir 68 ára og eldri (33%) reyndust líklegastir til að segjast hafa miklar áhyggjur af að verða fyrir alvarlegu heilsufarslegu tjóni. Stuðningsfólk Viðreisnar (78%) reyndist líklegra en stuðningsfólk annarra flokka til að segjast hafa miklar áhyggjur af áhrifum útbreiðslu kórónaveirunnar á íslenskan efnahag en stuðningsfólk Vinstri-grænna (37%) og Samfylkingar (31%) reyndist líklegra en aðrir til að segjast hafa miklar áhyggjur af að smitast sjálft af kórónaveirunni. Þá reyndist stuðningsfólk Pírata (45%) og Miðflokks (45%) líklegast allra til að segjast hafa miklar áhyggjur af að verða fyrir fjárhagslegu tjóni af völdum útbreiðslu kórónaveirunnar og stuðningsfólk Miðflokks (27%), Vinstri-grænna (23%) og Samfylkingar (20%) líklegast til að segjast hafa miklar áhyggjur af heilsufarslegu tjóni af völdum veirunnar. Skoðanakannanir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Sjá meira
79 prósent þeirra tæplega 1100 landsmanna eldri en átján ára sem tóku þátt í nýlegri könnun MMR segjast hafa frekar miklar eða mjög miklar áhyggjur af áhrifum af útbreiðslu kórónuveirunnar á íslenskan efnahag. Sex prósent sögðust hafa frekar litlar, mjög litlar eða engar áhyggjur af stöðu mála. Könnunin var framkvæmd dagana 18. til 20. mars 2020 og var heildarfjöldi svarenda 1.081 einstaklingur, 18 ára og eldri. Svarendur reyndust hafa öllu minni áhyggjur af því að smitast sjálfir af kórónaveirunni en 29% kváðust hafa miklar áhyggjur en 35% mjög litlar eða engar áhyggjur. Þá kváðust 34% svarenda hafa miklar áhyggjur af alvarlegu fjárhagslegu tjóni af völdum útbreiðslu veirunnar og 21% kváðust hafa miklar áhyggjur af að verða fyrir alvarlegu heilsufarslegu tjóni af völdum veirunnar. Svarendur á aldrinum 18-29 ára reyndust ólíklegri en svarendur annarra aldurshópa til að segjast hafa miklar áhyggjur af að smitast af kórónaveirunni (26%) eða af áhrifum hennar á íslenskan efnahag eða eigið heilsufar (15%). Svarendur 30-49 ára (31%) reyndust líklegastir til að segjast hafa miklar áhyggjur af því að smitast af kórónaveirunni en þeir 68 ára og eldri (33%) reyndust líklegastir til að segjast hafa miklar áhyggjur af að verða fyrir alvarlegu heilsufarslegu tjóni. Stuðningsfólk Viðreisnar (78%) reyndist líklegra en stuðningsfólk annarra flokka til að segjast hafa miklar áhyggjur af áhrifum útbreiðslu kórónaveirunnar á íslenskan efnahag en stuðningsfólk Vinstri-grænna (37%) og Samfylkingar (31%) reyndist líklegra en aðrir til að segjast hafa miklar áhyggjur af að smitast sjálft af kórónaveirunni. Þá reyndist stuðningsfólk Pírata (45%) og Miðflokks (45%) líklegast allra til að segjast hafa miklar áhyggjur af að verða fyrir fjárhagslegu tjóni af völdum útbreiðslu kórónaveirunnar og stuðningsfólk Miðflokks (27%), Vinstri-grænna (23%) og Samfylkingar (20%) líklegast til að segjast hafa miklar áhyggjur af heilsufarslegu tjóni af völdum veirunnar.
Skoðanakannanir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Sjá meira