Óvissa með 65% af tekjum KA: Skilar sér í skerðingu á þjónustu eða uppsögnum Anton Ingi Leifsson skrifar 25. mars 2020 20:00 Handboltalið KA gæti þurft að skera niður kostnaðinn á næstu leiktíð eins og önnur lið innan félagsins og handboltans. vísir/bára Sævar Pétursson, framkvæmdarstjóri KA, segir að KA viti ekki hvort 47 milljónir af þeim 75 milljónum sem reiknað hafði verið með í mars og apríl munu skila sér í hús vegna kórónuveirunnar. Mörg íþróttafélög berjast nú í bökkum vegna veirunnar og mörg verða fyrir miklu tekjutapi. Sævar var til viðtals í Sportinu í dag þar sem hann ræddi við Henry Birgi Gunnarsson. „Það er mikil óvissa í gangi og menn eru að leita leiða til þess að láta reksturinn ganga upp. Það er mikið stress í mönnum,“ sagði Sævar sem talaði frá félagsheimili KA í dag þar sem fátt var um manninn enda húsið lokað fyrir iðkendur. „Knattspyrnudeildin er alltaf eitthvað sem við höfum mestar áhyggjur af. Þar er stærsta hlutfallið af veltunni en þetta er svosem að ná inn á allar íþróttir. Blakið er sú grein sem lifir á úrslitakeppninni og nú er hún í óvissu svo stór hluti af tekjunum þar er í óvissu.“ „Það voru framundan þrjú stór krakkamót í bæði handbolta og fótbolta og þetta virðist vera að detta út. Þetta hefur mikil áhrif á rekstur íþróttafélagsins.“ Sævar segir að þrátt fyrir að það verði enginn ferðakostnaður í mars og apríl sé reksturinn í mikilli hættu og gæti leitt til niðurskurðar. „Ég var að taka saman áætlaðar tekjur KA í heild sinni núna í mars og apríl. Þær eru áætlaðar um 75 milljónir og þar eru 47 milljónir í óvissu í dag. Þetta er hátt í 65% af tekjunum sem við vitum ekki hvort að munu skila sér eða ekki.“ „Þetta mun hafa gríðarlega afleiðingar um allan reksturinn hjá okkur sem skilar sér bara í skerðingu á einhverskonar þjónustu eða uppsögn á einhverjum starfsmönnum. Íþróttafélag hefur litlar aðra möguleika en að skera niður og lækka launakostnað.“ Innslagið í heild sinni við Sævar má heyra hér að neðan. Klippa: Sportið í dag: Sævar um stöðu KA Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski handboltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Blak Akureyri Sportið í dag Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Sjá meira
Sævar Pétursson, framkvæmdarstjóri KA, segir að KA viti ekki hvort 47 milljónir af þeim 75 milljónum sem reiknað hafði verið með í mars og apríl munu skila sér í hús vegna kórónuveirunnar. Mörg íþróttafélög berjast nú í bökkum vegna veirunnar og mörg verða fyrir miklu tekjutapi. Sævar var til viðtals í Sportinu í dag þar sem hann ræddi við Henry Birgi Gunnarsson. „Það er mikil óvissa í gangi og menn eru að leita leiða til þess að láta reksturinn ganga upp. Það er mikið stress í mönnum,“ sagði Sævar sem talaði frá félagsheimili KA í dag þar sem fátt var um manninn enda húsið lokað fyrir iðkendur. „Knattspyrnudeildin er alltaf eitthvað sem við höfum mestar áhyggjur af. Þar er stærsta hlutfallið af veltunni en þetta er svosem að ná inn á allar íþróttir. Blakið er sú grein sem lifir á úrslitakeppninni og nú er hún í óvissu svo stór hluti af tekjunum þar er í óvissu.“ „Það voru framundan þrjú stór krakkamót í bæði handbolta og fótbolta og þetta virðist vera að detta út. Þetta hefur mikil áhrif á rekstur íþróttafélagsins.“ Sævar segir að þrátt fyrir að það verði enginn ferðakostnaður í mars og apríl sé reksturinn í mikilli hættu og gæti leitt til niðurskurðar. „Ég var að taka saman áætlaðar tekjur KA í heild sinni núna í mars og apríl. Þær eru áætlaðar um 75 milljónir og þar eru 47 milljónir í óvissu í dag. Þetta er hátt í 65% af tekjunum sem við vitum ekki hvort að munu skila sér eða ekki.“ „Þetta mun hafa gríðarlega afleiðingar um allan reksturinn hjá okkur sem skilar sér bara í skerðingu á einhverskonar þjónustu eða uppsögn á einhverjum starfsmönnum. Íþróttafélag hefur litlar aðra möguleika en að skera niður og lækka launakostnað.“ Innslagið í heild sinni við Sævar má heyra hér að neðan. Klippa: Sportið í dag: Sævar um stöðu KA Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski handboltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Blak Akureyri Sportið í dag Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Sjá meira