Ríkið sýknað af 1,3 milljarða bótakröfu Guðjóns Skarphéðinssonar Eiður Þór Árnason skrifar 26. mars 2020 15:03 Guðjón Skarphéðinsson var sýknaður árið 2018. Vísir Ríkið var í dag sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af öllum kröfum Guðjóns Skarphéðinssonar. Guðjón krafðist þess að íslenska ríkið yrði dæmt til að greiða sér rétt rúman 1,3 milljarða króna í bætur, meðal annars fyrir ólöglega frelsissviptingu í tæp fimm ár og þar af 412 daga í einangrun. Sjá einnig: Ríkið segir Guðjón sjálfan hafa átt sök á því að vera ranglega dæmdur Guðjón var árið 1980 dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að hafa átt hlut í dauða Geirfinns Einarssonar sex árum áður. Hann var síðan sýknaður í Hæstarétti árið 2018 ásamt fjórum öðrum sakborningum. Réttur Guðjóns til bóta fyrndur Sú háttsemi sem Guðjón taldi bótaskylda á borð við ólöglega handtöku, ólöglegt gæsluvarðhalds og ranga dóma átti sér stað á tímabilinu 1976 til 1985. Meðal deiluefna var hvort fyrningarfresturinn hafi byrjað að líða þegar hin ætluðu brot áttu sér stað eða við sýknun Hæstaréttar árið 2018. Dómurinn fellst á rök ríkislögmanns og sagði bótaréttinn vera fyrndann. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar.Vísir/vilhelm Framlögð gögn ekki tekin gild Í málatilbúnaði sínum vísaði Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns, í úrskurð endurupptökunefndar og skýrslu starfshóps innanríkisráðuneytisins um Guðmundar- og Geirfinnsmál. Var þetta gert til þess að reyna að færa sönnur fyrir því að Guðjón ætti rétt á bótum vegna brotlegrar háttsemi. Niðurstaða dómsins var að ekki væri hægt að líta á það sem gild sönnunargögn sem hann gæti byggt niðurstöðu sína á. Eigin sök svipti hann rétti til skaðabóta Í málsvörn Andra Árnasonar, setts ríkislögmanns, er meðal annars byggt á ákvæði laga um eigin sök og afleiðingu eigin sakar á bótarétt. Dómurinn fellst á þau rök. Í dómsniðurstöðunni segir að í sakfellingardómi Hæstaréttar árið 1980 „er játning stefnanda [Guðjóns] lögð til grundvallar mati á sekt hans. Stefnandi hafði ekki fallið frá framburði sínum heldur „haldið fast við“ hann eins og segir í dómi Hæstaréttar. Með játningunni viðurkennir stefnandi að eiga sök á dauða Geirfinns. Eigin sök stefnanda sviptir hann því að geta átt rétt til skaðabóta[...]“ Þar segir enn fremur: „Með vísan til framburða þeirra sem stefnandi gaf fyrir dómi hefur hann sjálfur valdið þeim aðgerðum sem hann reisir kröfur sínar á. Því hefur stefnandi fyrirgert rétti sínum til bóta vegna handtöku, gæsluvarðhalds, ætlaðs rangs dóms, afplánunar dómsins og skilorðsins/reynslulausnarinnar.“ Öðrum kröfum hafnað Þá var kröfum Guðjóns um bætur fyrir „ætlaðar ólöglegar rannsóknaraðgerðir, svo sem ætlaða ólöglega handtöku, ætlaða ólöglega leit, ætlaða ólöglega haldlagningu á munum, ætlaða ólöglega símahlustun og ætlaða ólöglega læknisskoðun, einnig hafnað.“ Kemst dómurinn að þeirri niðurstöðu að „Það verður ekki ráðið að stefnandi hafi verið beittur ólögmætri þvingun eða einhvers konar harðræði svo sem stefnandi byggir nú á.“ Fram kom í stefnu Guðjóns að bótakrafan væri líka byggð á því „að háttsemi hinna opinberu starfsmanna sem að rannsókn málsins komu á öllum stigum hafi verið refsiverð. Sakfelling stefnanda hafi þar með verið fengin fyrir óráðvandlegt athæfi [...]“ Andri Árnason, settur ríkislögmaður.Vísir/vilhelm Segir ekki tilefni til að ætla refsiverða háttsemi Dómurinn hafnar þessu með öllu og vísar til úrskurðar endurupptökunefndar þar sem nefndin komst að þeirri niðurstöðu „að gögn málsins gefi ekki tilefni til að ætla að lögregla, ákærandi, dómari eða aðrir hafi haft í frammi refsiverða háttsemi í því skyni að fá fram þau málalok sem málið fékk.“ Dómurinn fer jafnframt hörðum orðum um þessar ásakanir: „Þessi málsástæða stefnanda er með öllu haldlaus og telur dómurinn þennan málflutning lögmanns stefnanda aðfinnsluverðan, þar sem vegið er að æru opinberra starfsmanna, lifandi sem látinna, og þeir sakaðir um refsiverða háttsemi í störfum sínum.“ Eins og fyrr segir var niðurstaða málsins að ríkið yrði sýknað af öllum kröfum Guðjóns. Fréttin hefur verið uppfærð. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Reykjavík Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Sjá meira
Ríkið var í dag sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af öllum kröfum Guðjóns Skarphéðinssonar. Guðjón krafðist þess að íslenska ríkið yrði dæmt til að greiða sér rétt rúman 1,3 milljarða króna í bætur, meðal annars fyrir ólöglega frelsissviptingu í tæp fimm ár og þar af 412 daga í einangrun. Sjá einnig: Ríkið segir Guðjón sjálfan hafa átt sök á því að vera ranglega dæmdur Guðjón var árið 1980 dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að hafa átt hlut í dauða Geirfinns Einarssonar sex árum áður. Hann var síðan sýknaður í Hæstarétti árið 2018 ásamt fjórum öðrum sakborningum. Réttur Guðjóns til bóta fyrndur Sú háttsemi sem Guðjón taldi bótaskylda á borð við ólöglega handtöku, ólöglegt gæsluvarðhalds og ranga dóma átti sér stað á tímabilinu 1976 til 1985. Meðal deiluefna var hvort fyrningarfresturinn hafi byrjað að líða þegar hin ætluðu brot áttu sér stað eða við sýknun Hæstaréttar árið 2018. Dómurinn fellst á rök ríkislögmanns og sagði bótaréttinn vera fyrndann. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar.Vísir/vilhelm Framlögð gögn ekki tekin gild Í málatilbúnaði sínum vísaði Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns, í úrskurð endurupptökunefndar og skýrslu starfshóps innanríkisráðuneytisins um Guðmundar- og Geirfinnsmál. Var þetta gert til þess að reyna að færa sönnur fyrir því að Guðjón ætti rétt á bótum vegna brotlegrar háttsemi. Niðurstaða dómsins var að ekki væri hægt að líta á það sem gild sönnunargögn sem hann gæti byggt niðurstöðu sína á. Eigin sök svipti hann rétti til skaðabóta Í málsvörn Andra Árnasonar, setts ríkislögmanns, er meðal annars byggt á ákvæði laga um eigin sök og afleiðingu eigin sakar á bótarétt. Dómurinn fellst á þau rök. Í dómsniðurstöðunni segir að í sakfellingardómi Hæstaréttar árið 1980 „er játning stefnanda [Guðjóns] lögð til grundvallar mati á sekt hans. Stefnandi hafði ekki fallið frá framburði sínum heldur „haldið fast við“ hann eins og segir í dómi Hæstaréttar. Með játningunni viðurkennir stefnandi að eiga sök á dauða Geirfinns. Eigin sök stefnanda sviptir hann því að geta átt rétt til skaðabóta[...]“ Þar segir enn fremur: „Með vísan til framburða þeirra sem stefnandi gaf fyrir dómi hefur hann sjálfur valdið þeim aðgerðum sem hann reisir kröfur sínar á. Því hefur stefnandi fyrirgert rétti sínum til bóta vegna handtöku, gæsluvarðhalds, ætlaðs rangs dóms, afplánunar dómsins og skilorðsins/reynslulausnarinnar.“ Öðrum kröfum hafnað Þá var kröfum Guðjóns um bætur fyrir „ætlaðar ólöglegar rannsóknaraðgerðir, svo sem ætlaða ólöglega handtöku, ætlaða ólöglega leit, ætlaða ólöglega haldlagningu á munum, ætlaða ólöglega símahlustun og ætlaða ólöglega læknisskoðun, einnig hafnað.“ Kemst dómurinn að þeirri niðurstöðu að „Það verður ekki ráðið að stefnandi hafi verið beittur ólögmætri þvingun eða einhvers konar harðræði svo sem stefnandi byggir nú á.“ Fram kom í stefnu Guðjóns að bótakrafan væri líka byggð á því „að háttsemi hinna opinberu starfsmanna sem að rannsókn málsins komu á öllum stigum hafi verið refsiverð. Sakfelling stefnanda hafi þar með verið fengin fyrir óráðvandlegt athæfi [...]“ Andri Árnason, settur ríkislögmaður.Vísir/vilhelm Segir ekki tilefni til að ætla refsiverða háttsemi Dómurinn hafnar þessu með öllu og vísar til úrskurðar endurupptökunefndar þar sem nefndin komst að þeirri niðurstöðu „að gögn málsins gefi ekki tilefni til að ætla að lögregla, ákærandi, dómari eða aðrir hafi haft í frammi refsiverða háttsemi í því skyni að fá fram þau málalok sem málið fékk.“ Dómurinn fer jafnframt hörðum orðum um þessar ásakanir: „Þessi málsástæða stefnanda er með öllu haldlaus og telur dómurinn þennan málflutning lögmanns stefnanda aðfinnsluverðan, þar sem vegið er að æru opinberra starfsmanna, lifandi sem látinna, og þeir sakaðir um refsiverða háttsemi í störfum sínum.“ Eins og fyrr segir var niðurstaða málsins að ríkið yrði sýknað af öllum kröfum Guðjóns. Fréttin hefur verið uppfærð.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Reykjavík Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Sjá meira