Skrýtið ef ekki eigi að verja störf í flugi Birgir Olgeirsson skrifar 25. apríl 2020 18:48 Formaður félags atvinnuflugmanna segir það skrýtið ef ríkisstjórnin ætlar ekki að verja störf í flugi. Stærsti niðurskurður Icelandair blasir við. Ferðamálaráðherra segir fyrirtækið með ærið verkefni í höndunum. Starfsmenn Icelandair bíða fregna vegna þeirra aðgerða sem félagið ætlar að grípa til fyrir mánaðamótin. Forstjórinn hefur sagt þær afar umfangsmiklar. Heimildir fréttastofu herma að orðrómur sé um að segja þurfi upp 850 af 880 flugfreyjum hjá Icelandair. Um 300 flugvirkjar starfa hjá Icelandair og talið að segja þurfi upp helmingi þeirra. Engin staðfesting hefur fengist á því og forstjórinn ítrekað sagt að endanlegar tölur liggi ekki fyrir. Icelandair sagði upp 112 flugmönnum í fyrra. Í dag starfa þar 450 flugmenn. „Við eigum von á því að þetta verði meira en verið hefur. Við búum okkur undir það versta og vonumst það besta,“ segir Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Spurður út í hvort íslenska ríkið þurfi að koma Icelandair til aðstoðar bendir Jón Þór á að flugiðnaðurinn standi undir 38 prósent af landsframleiðslu, 72 þúsund störf séu þar á bakvið. „Og ef að menn ætli ekki að verja þessa innviði og þessa grein, þá þætti mér það skrýtið. Við getum kannski sett þetta í samhengi við loforð stjórnmálamanna. Það myndi þykja brattur stjórnmálamaður sem myndi lofa 72 þúsund nýjum störfum. En þá getum við sett það í hina áttina. Hvað með þann sem ætlar ekki að verja þau,“ segir Jón Þór. Ferðamálaráðherra segir ekki komið að þeim tímapunkti að tjá sig um mál Icelandair. „Þetta er félag á markaði með stjórn og stjórnendur. Ábyrgð þeirra er mikil. Þau eru með ærið verkefni í fanginu. Þau eru að reyna að leita leiða til að finna út úr því. Á meðan svo er þá er ekkert sem ég get sagt um þá stöðu,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- og ferðamálaráðherra. Hún segir ríkið tryggja lágmarks flugsamgöngur til og frá landinu. „Það er grundvallarverkefni að tryggja það að það sé flug til landsins. Það verkefni fer ekkert frá okkur.“ Kallað hefur verið eftir að framhaldi á hlutabótaleiðinni og að fyrirtæki geti nýtt sér hana við starfslok starfsmanna. „Ég vona að við munum hafa einhver svör í tæka tíð, en hvernig lendingin verður þar get ég ekkert sagt til um akkúrat núna.“ Icelandair Fréttir af flugi Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
Formaður félags atvinnuflugmanna segir það skrýtið ef ríkisstjórnin ætlar ekki að verja störf í flugi. Stærsti niðurskurður Icelandair blasir við. Ferðamálaráðherra segir fyrirtækið með ærið verkefni í höndunum. Starfsmenn Icelandair bíða fregna vegna þeirra aðgerða sem félagið ætlar að grípa til fyrir mánaðamótin. Forstjórinn hefur sagt þær afar umfangsmiklar. Heimildir fréttastofu herma að orðrómur sé um að segja þurfi upp 850 af 880 flugfreyjum hjá Icelandair. Um 300 flugvirkjar starfa hjá Icelandair og talið að segja þurfi upp helmingi þeirra. Engin staðfesting hefur fengist á því og forstjórinn ítrekað sagt að endanlegar tölur liggi ekki fyrir. Icelandair sagði upp 112 flugmönnum í fyrra. Í dag starfa þar 450 flugmenn. „Við eigum von á því að þetta verði meira en verið hefur. Við búum okkur undir það versta og vonumst það besta,“ segir Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Spurður út í hvort íslenska ríkið þurfi að koma Icelandair til aðstoðar bendir Jón Þór á að flugiðnaðurinn standi undir 38 prósent af landsframleiðslu, 72 þúsund störf séu þar á bakvið. „Og ef að menn ætli ekki að verja þessa innviði og þessa grein, þá þætti mér það skrýtið. Við getum kannski sett þetta í samhengi við loforð stjórnmálamanna. Það myndi þykja brattur stjórnmálamaður sem myndi lofa 72 þúsund nýjum störfum. En þá getum við sett það í hina áttina. Hvað með þann sem ætlar ekki að verja þau,“ segir Jón Þór. Ferðamálaráðherra segir ekki komið að þeim tímapunkti að tjá sig um mál Icelandair. „Þetta er félag á markaði með stjórn og stjórnendur. Ábyrgð þeirra er mikil. Þau eru með ærið verkefni í fanginu. Þau eru að reyna að leita leiða til að finna út úr því. Á meðan svo er þá er ekkert sem ég get sagt um þá stöðu,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- og ferðamálaráðherra. Hún segir ríkið tryggja lágmarks flugsamgöngur til og frá landinu. „Það er grundvallarverkefni að tryggja það að það sé flug til landsins. Það verkefni fer ekkert frá okkur.“ Kallað hefur verið eftir að framhaldi á hlutabótaleiðinni og að fyrirtæki geti nýtt sér hana við starfslok starfsmanna. „Ég vona að við munum hafa einhver svör í tæka tíð, en hvernig lendingin verður þar get ég ekkert sagt til um akkúrat núna.“
Icelandair Fréttir af flugi Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira