Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Kristján Már Unnarsson skrifar 2. apríl 2020 08:57 Vegarkaflinn sem á að breikka er milli Hádegismóa og Vesturlandsvegar. Þegar vegurinn var upphaflega lagður var gert ráð fyrir breikkun og sprengt fyrir eystri akbrautinni. Vísir/KMU. Vegagerðin hefur boðið út tvöföldun Suðurlandsvegar norðan Rauðavatns í Reykjavík, frá Vesturlandsvegi að Bæjarhálsi og Hádegismóum. Ljúka á gerð eystri akbrautar en við það breikkar þessi 1,4 kílómetra vegarkafli úr tveggja akreina leið í fjögurra, með aðskildum akstursstefnum og vegriði á milli. Þetta er fyrsta stóra verkið sem Vegagerðin býður út á lista þingsályktunar um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak, sem Alþingi samþykkti á mánudag, aðeins fimm dögum eftir að tillagan var lögð fram í þinginu. Auglýsing um útboðið birtist sama dag á vef Vegagerðarinnar. Tilboðsfrestur rennur út þriðjudaginn 21. apríl og verða þau opnuð samdægurs. Samkvæmt útboðslýsingu skal verkinu að fullu lokið eigi síðar en 1. nóvember 2020. Liður í verkinu er að lengja undirgöngin þar sem Krókháls liggur undir Suðurlandsveg.Vísir/KMU. Þetta þýðir að sá verktaki sem fær verkefnið þarf aldeilis að bretta upp ermar. Ef þær forsendur eru gefnar að það taki 3-4 vikur að yfirfara tilboð og ganga frá verksamningi og verktaki þurfi síðan 1-2 vikur til að undirbúa sig má vart búast við að hann geti hafist handa fyrr en í byrjun júnímánaðar. Þetta þýðir að hann þarf að klára verkið á innan við fimm mánuðum. Verkið felst ekki aðeins í að leggja nýjan tveggja akreina veg með tvöföldu malbiki. Tengja þarf akbrautina við núverandi vegakerfi, hækka 20 brunna og tengja niðurföll, setja upp 30 ljósastaura og 3,4 kílómetra af vegriði. Þá þarf að lengja og breikka undirgöng við Krókháls. Af öðrum verkum sem Vegagerðin hefur boðið út í þessari viku má nefna uppbyggingu og malbikun fimm kílómetra vegarkafla við Gaulverjabæ í Flóa, austan Stokkseyrar. Þar á að leggja klæðningu á Hamarsveg milli Félagslundar og Hamarshjáleigu. Þar er væntanlegum verktaka einnig gert að spýta í lófana því verklok eru 1. ágúst 2020, þannig að verktími verður vart meira en rétt um tveir mánuðir. Í síðustu viku var boðin út gerð nýs 2,6 kílómetra vegarkafla í Ísafjarðardjúpi, um Hattardal í Álftafirði, sunnan Súðavíkur. Þar á að færa þjóðveginn út að ströndinni og fjær bæjunum í Hattardal og smíða nýja 17 metra langa brú í stað einbreiðrar brúar sem þarna er á Djúpvegi. Því verki skal lokið 15. júlí 2021. Samgöngur Umferðaröryggi Reykjavík Flóahreppur Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Reykjanesbraut og Biskupsbeygja meðal þess sem flýta á í vegagerð Breikkun Reykjanesbrautar á ólokna kaflanum framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns er meðal þeirra verkefna í vegagerð sem fá flýtifé, samkvæmt tillögu ríkisstjórnarinnar. 26. mars 2020 15:16 Mest lesið Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Vegagerðin hefur boðið út tvöföldun Suðurlandsvegar norðan Rauðavatns í Reykjavík, frá Vesturlandsvegi að Bæjarhálsi og Hádegismóum. Ljúka á gerð eystri akbrautar en við það breikkar þessi 1,4 kílómetra vegarkafli úr tveggja akreina leið í fjögurra, með aðskildum akstursstefnum og vegriði á milli. Þetta er fyrsta stóra verkið sem Vegagerðin býður út á lista þingsályktunar um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak, sem Alþingi samþykkti á mánudag, aðeins fimm dögum eftir að tillagan var lögð fram í þinginu. Auglýsing um útboðið birtist sama dag á vef Vegagerðarinnar. Tilboðsfrestur rennur út þriðjudaginn 21. apríl og verða þau opnuð samdægurs. Samkvæmt útboðslýsingu skal verkinu að fullu lokið eigi síðar en 1. nóvember 2020. Liður í verkinu er að lengja undirgöngin þar sem Krókháls liggur undir Suðurlandsveg.Vísir/KMU. Þetta þýðir að sá verktaki sem fær verkefnið þarf aldeilis að bretta upp ermar. Ef þær forsendur eru gefnar að það taki 3-4 vikur að yfirfara tilboð og ganga frá verksamningi og verktaki þurfi síðan 1-2 vikur til að undirbúa sig má vart búast við að hann geti hafist handa fyrr en í byrjun júnímánaðar. Þetta þýðir að hann þarf að klára verkið á innan við fimm mánuðum. Verkið felst ekki aðeins í að leggja nýjan tveggja akreina veg með tvöföldu malbiki. Tengja þarf akbrautina við núverandi vegakerfi, hækka 20 brunna og tengja niðurföll, setja upp 30 ljósastaura og 3,4 kílómetra af vegriði. Þá þarf að lengja og breikka undirgöng við Krókháls. Af öðrum verkum sem Vegagerðin hefur boðið út í þessari viku má nefna uppbyggingu og malbikun fimm kílómetra vegarkafla við Gaulverjabæ í Flóa, austan Stokkseyrar. Þar á að leggja klæðningu á Hamarsveg milli Félagslundar og Hamarshjáleigu. Þar er væntanlegum verktaka einnig gert að spýta í lófana því verklok eru 1. ágúst 2020, þannig að verktími verður vart meira en rétt um tveir mánuðir. Í síðustu viku var boðin út gerð nýs 2,6 kílómetra vegarkafla í Ísafjarðardjúpi, um Hattardal í Álftafirði, sunnan Súðavíkur. Þar á að færa þjóðveginn út að ströndinni og fjær bæjunum í Hattardal og smíða nýja 17 metra langa brú í stað einbreiðrar brúar sem þarna er á Djúpvegi. Því verki skal lokið 15. júlí 2021.
Samgöngur Umferðaröryggi Reykjavík Flóahreppur Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Reykjanesbraut og Biskupsbeygja meðal þess sem flýta á í vegagerð Breikkun Reykjanesbrautar á ólokna kaflanum framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns er meðal þeirra verkefna í vegagerð sem fá flýtifé, samkvæmt tillögu ríkisstjórnarinnar. 26. mars 2020 15:16 Mest lesið Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Reykjanesbraut og Biskupsbeygja meðal þess sem flýta á í vegagerð Breikkun Reykjanesbrautar á ólokna kaflanum framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns er meðal þeirra verkefna í vegagerð sem fá flýtifé, samkvæmt tillögu ríkisstjórnarinnar. 26. mars 2020 15:16