Hvetur fólk eindregið til að bóka utanlandsferðir Atli Ísleifsson skrifar 2. apríl 2020 10:42 Þórunn Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Úrvals Útsýnar, segir lítið vera um bókanir þessi misserin. „Það er frekar rólegt. Það er náttúrulega ekkert að gerast eins og við sjáum. Flugfélögin eru ekki að fljúga, hótel lokuð og útlitið fyrir apríl er rólegt. Allir heima, að hlýða Víði.“ Þetta segir Þórunn Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Úrvals Útsýnar, en hún mætti í Bítið í morgun þar sem hún ræddi stöðuna hjá íslenskum ferðaskrifstofum og bókanir Íslendinga á utanlandsferðum. Hún segir skrifstofurnar enn vera með opið og að fólki ætti ekki að hætta að hugsa um ferðalög. „Ég held að nú sé tækifæri að vera heima og spá í hvert maður vilji fara og senda okkur tillögur að ferðum. Hvert ættum við að búa til ferðir á næstunni. Ekki hætta að bóka og dreyma um næstu ferð. Nota tækifærið og vera í sambandi við okkur.“ Ekki hætta að dreyma Þórunn segir ljóst að margir séu áhyggjufullir og sé kannski lítið að spá í að bóka ferðir til útlanda og sjái ekki fyrir sér hvernig við komum undan þessari veiru. „En við eigum að vera bjartsýn og gera ráð fyrir að það komist allir út úr þessu. Þetta er bara tímabundið. Það var mjög gaman að fylgjast með Kára [Stefánssyni] í gærkvöldi. Næstu tvær vikur segja svolítið til um hvernig ástandið verður. Hægt er að horfa og hlusta á viðtalið í heild sinni að neðan. Klippa: Bítið - Þórey Reynisdóttir Við eigum ekki að hætta að dreyma. Komið með tillögur til okkar, skoðið vefsíðuna, bókið. Við færum þá bara til ef breytist ástandið. Það er allt of mikil hræðsla – við megum alveg framkvæma hluti, bara innan skynsamlegra marka þar sem hefur verið gert ráð fyrir að við eigum að fylgja.“ Ekki rukkað breytingargjald Þórunn segir að það sé svokallað staðfestingargjald þegar bókað er hjá Úrval Útsýn, 40 þúsund krónur. Hún segir ferðaskrifstofuna munu svo færa bókanir til og ekki rukka breytingargjald. „Ég mæli eindregið með að fólk bóki og tryggi sér góðar gistingar og hætti ekki við að framkvæma. Það er það versta sem við gerum.“ Þórunn segir ennfremur að fólk sem bókaði ferðir áður en til þessa ástands kom, þurfi ekki heldur að bóka breytingagjald. „Endilega hafa samband við okkur og við breytum. Við segjum við okkar viðskiptavini: Tímabilið – eins og við horfum á maí og frameftir – það er ekkert lokað. Það er ekki búið að loka neinu. Ef þið eruð óörugg, færið þið. Það er minnsta mál og við leiðbeinum okkar viðskiptavinum með það.“ Margt gott í þessu Aðspurð um þær vangaveltur sem uppi hafa verið um að verð á flugi muni rjúka upp segir Þórunn að svo kunni að fara. Allir muni þó reyna að halda verðinu niðri eins og hægt sé. „Hótelin eru nú þegar farin á Spáni að gefa ákveðinn afsláttarkjör. Við erum að vinna að því núna að koma með tilboð inn á sumarið þannig að það er margt sem gerist gott í þessu,“ segir Þórunn. Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Verslun Bítið Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ópíóíða, róandi- og svefnlyf: „Það geta allir orðið háðir þessum lyfjum ómeðvitað“ Atvinnulíf Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Fleiri fréttir Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Sjá meira
„Það er frekar rólegt. Það er náttúrulega ekkert að gerast eins og við sjáum. Flugfélögin eru ekki að fljúga, hótel lokuð og útlitið fyrir apríl er rólegt. Allir heima, að hlýða Víði.“ Þetta segir Þórunn Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Úrvals Útsýnar, en hún mætti í Bítið í morgun þar sem hún ræddi stöðuna hjá íslenskum ferðaskrifstofum og bókanir Íslendinga á utanlandsferðum. Hún segir skrifstofurnar enn vera með opið og að fólki ætti ekki að hætta að hugsa um ferðalög. „Ég held að nú sé tækifæri að vera heima og spá í hvert maður vilji fara og senda okkur tillögur að ferðum. Hvert ættum við að búa til ferðir á næstunni. Ekki hætta að bóka og dreyma um næstu ferð. Nota tækifærið og vera í sambandi við okkur.“ Ekki hætta að dreyma Þórunn segir ljóst að margir séu áhyggjufullir og sé kannski lítið að spá í að bóka ferðir til útlanda og sjái ekki fyrir sér hvernig við komum undan þessari veiru. „En við eigum að vera bjartsýn og gera ráð fyrir að það komist allir út úr þessu. Þetta er bara tímabundið. Það var mjög gaman að fylgjast með Kára [Stefánssyni] í gærkvöldi. Næstu tvær vikur segja svolítið til um hvernig ástandið verður. Hægt er að horfa og hlusta á viðtalið í heild sinni að neðan. Klippa: Bítið - Þórey Reynisdóttir Við eigum ekki að hætta að dreyma. Komið með tillögur til okkar, skoðið vefsíðuna, bókið. Við færum þá bara til ef breytist ástandið. Það er allt of mikil hræðsla – við megum alveg framkvæma hluti, bara innan skynsamlegra marka þar sem hefur verið gert ráð fyrir að við eigum að fylgja.“ Ekki rukkað breytingargjald Þórunn segir að það sé svokallað staðfestingargjald þegar bókað er hjá Úrval Útsýn, 40 þúsund krónur. Hún segir ferðaskrifstofuna munu svo færa bókanir til og ekki rukka breytingargjald. „Ég mæli eindregið með að fólk bóki og tryggi sér góðar gistingar og hætti ekki við að framkvæma. Það er það versta sem við gerum.“ Þórunn segir ennfremur að fólk sem bókaði ferðir áður en til þessa ástands kom, þurfi ekki heldur að bóka breytingagjald. „Endilega hafa samband við okkur og við breytum. Við segjum við okkar viðskiptavini: Tímabilið – eins og við horfum á maí og frameftir – það er ekkert lokað. Það er ekki búið að loka neinu. Ef þið eruð óörugg, færið þið. Það er minnsta mál og við leiðbeinum okkar viðskiptavinum með það.“ Margt gott í þessu Aðspurð um þær vangaveltur sem uppi hafa verið um að verð á flugi muni rjúka upp segir Þórunn að svo kunni að fara. Allir muni þó reyna að halda verðinu niðri eins og hægt sé. „Hótelin eru nú þegar farin á Spáni að gefa ákveðinn afsláttarkjör. Við erum að vinna að því núna að koma með tilboð inn á sumarið þannig að það er margt sem gerist gott í þessu,“ segir Þórunn.
Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Verslun Bítið Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ópíóíða, róandi- og svefnlyf: „Það geta allir orðið háðir þessum lyfjum ómeðvitað“ Atvinnulíf Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Fleiri fréttir Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Sjá meira