Þóra áfrýjar málinu gegn Íslensku óperunni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. janúar 2021 15:12 Þóra í Brúðkaupi Fígarós. Íslenska óperan Þóra Einarsdóttir óperusöngkona hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 8. janúar, þar sem Íslenska óperan var sýknuð af kröfu Þóru um vangoldin laun vegna þátttöku hennar í uppsetningu óperunnar á Brúðkaupi Fígarós árið 2019. Þetta kemur fram í tilkynningu frá söngkonunni. „Það er mat mitt, FÍH og lögmanna okkar að dómur héraðsdóms sé rangur í öllum meginatriðum. Í honum felast alvarleg tíðindi fyrir allt listafólk sem semur um kaup sín og kjör fyrir einstök verkefni við listastofnanir sem m.a. njóta opinbers fjárframlags. Í dóminum kemur fram að þrátt fyrir gildandi kjarasamninga milli stéttarfélaga og listastofnana sé heimilt að greiða listamönnum minna en lágmarkskjör samkvæmt gildandi kjarasamningum. Dómurinn gengur þvert á þá lögfestu meginreglu vinnuréttar að samningar um lakari kjör en kveðið er á um í kjarasamningum séu að engu hafandi. Þá telur dómurinn að allan vafa um hvað greiða skuli samkvæmt samningum skuli túlka listamanninum í óhag,“ segir í tilkynningunni. „Dómurinn rekur fleyg í samstöðu listafólks sem það hefur leitast við að skapa með því að nýta lagalegan rétt sinn til að stofna stéttarfélög til að semja um lágmarkskjör félagsmanna. Listastofnanir eru í yfirburðaaðstöðu þegar kemur að því að semja um endurgjald við listamenn. Verði niðurstöðunni ekki breytt munu listamenn ekki lengur njóta þeirra lágmarksréttinda sem fram koma í kjarasamningum FÍH sem Íslenska óperan og aðrar listastofnanir hafa skuldbundið sig til að virða. Það er grundvallarregla á Íslandi að kjarasamningar sem stéttarfélög hafa gert við stofnanir um lágmarkskjör séu virtir. Sú regla hefur verið óumdeild á íslenskum vinnumarkaði í tugi ára. Óhjákvæmilegt er að fá úr því skorið fyrir æðri dómstól hvort þessi réttur sé enn til staðar eða hvort hann hafi verið afnuminn.“ Menning Dómsmál Kjaramál Vinnumarkaður Íslenska óperan Tengdar fréttir „Óperan er alvaldur hér,“ segir formaður FÍH „Það blasir við mér að dómurinn tekur þá afstöðu að þarna hafi verksali og verkkaupi gert með sér samning en við munum skoða það í framhaldinu hvort við áfrýjum þessu,“ segir Gunnar Hrafnsson, formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna, um nýfallinn dóm í máli söngkonunnar Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni. 12. janúar 2021 21:22 Söngvarar lýsa yfir vantrausti og bera óperustjóra þungum sökum Félagsfundur Klassís, fagfélags klassískt menntaðra söngvara á Íslandi, hefur lýst yfir vantrausti á stjórn og óperustjóra Íslensku óperunnar, Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, „vegna stjórnunarhátta stofnunarinnar á undanförnum árum.“ 11. janúar 2021 09:19 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá söngkonunni. „Það er mat mitt, FÍH og lögmanna okkar að dómur héraðsdóms sé rangur í öllum meginatriðum. Í honum felast alvarleg tíðindi fyrir allt listafólk sem semur um kaup sín og kjör fyrir einstök verkefni við listastofnanir sem m.a. njóta opinbers fjárframlags. Í dóminum kemur fram að þrátt fyrir gildandi kjarasamninga milli stéttarfélaga og listastofnana sé heimilt að greiða listamönnum minna en lágmarkskjör samkvæmt gildandi kjarasamningum. Dómurinn gengur þvert á þá lögfestu meginreglu vinnuréttar að samningar um lakari kjör en kveðið er á um í kjarasamningum séu að engu hafandi. Þá telur dómurinn að allan vafa um hvað greiða skuli samkvæmt samningum skuli túlka listamanninum í óhag,“ segir í tilkynningunni. „Dómurinn rekur fleyg í samstöðu listafólks sem það hefur leitast við að skapa með því að nýta lagalegan rétt sinn til að stofna stéttarfélög til að semja um lágmarkskjör félagsmanna. Listastofnanir eru í yfirburðaaðstöðu þegar kemur að því að semja um endurgjald við listamenn. Verði niðurstöðunni ekki breytt munu listamenn ekki lengur njóta þeirra lágmarksréttinda sem fram koma í kjarasamningum FÍH sem Íslenska óperan og aðrar listastofnanir hafa skuldbundið sig til að virða. Það er grundvallarregla á Íslandi að kjarasamningar sem stéttarfélög hafa gert við stofnanir um lágmarkskjör séu virtir. Sú regla hefur verið óumdeild á íslenskum vinnumarkaði í tugi ára. Óhjákvæmilegt er að fá úr því skorið fyrir æðri dómstól hvort þessi réttur sé enn til staðar eða hvort hann hafi verið afnuminn.“
Menning Dómsmál Kjaramál Vinnumarkaður Íslenska óperan Tengdar fréttir „Óperan er alvaldur hér,“ segir formaður FÍH „Það blasir við mér að dómurinn tekur þá afstöðu að þarna hafi verksali og verkkaupi gert með sér samning en við munum skoða það í framhaldinu hvort við áfrýjum þessu,“ segir Gunnar Hrafnsson, formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna, um nýfallinn dóm í máli söngkonunnar Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni. 12. janúar 2021 21:22 Söngvarar lýsa yfir vantrausti og bera óperustjóra þungum sökum Félagsfundur Klassís, fagfélags klassískt menntaðra söngvara á Íslandi, hefur lýst yfir vantrausti á stjórn og óperustjóra Íslensku óperunnar, Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, „vegna stjórnunarhátta stofnunarinnar á undanförnum árum.“ 11. janúar 2021 09:19 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
„Óperan er alvaldur hér,“ segir formaður FÍH „Það blasir við mér að dómurinn tekur þá afstöðu að þarna hafi verksali og verkkaupi gert með sér samning en við munum skoða það í framhaldinu hvort við áfrýjum þessu,“ segir Gunnar Hrafnsson, formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna, um nýfallinn dóm í máli söngkonunnar Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni. 12. janúar 2021 21:22
Söngvarar lýsa yfir vantrausti og bera óperustjóra þungum sökum Félagsfundur Klassís, fagfélags klassískt menntaðra söngvara á Íslandi, hefur lýst yfir vantrausti á stjórn og óperustjóra Íslensku óperunnar, Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, „vegna stjórnunarhátta stofnunarinnar á undanförnum árum.“ 11. janúar 2021 09:19