2,5 milljóna sekt fyrir endurtekin umferðarlagabrot Atli Ísleifsson skrifar 3. mars 2021 14:30 Konan var stöðvuð af lögreglu bæði á Selfossi og Reykjavík líkt og rakið er í ákæru sem var í sjö liðum. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt konu til að greiða 2,5 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs fyrir endurtekin umferðarlagabrot eftir að hafa ítrekað ekið bíl, ýmist undir áhrifum ávana- eða fíkniefna eða slævandi lyfja. Ákæran var í sjö liðum, en brotin voru framin bæði í Reykjavík og á Selfossi á tímabilinu frá júní 2019 til júní 2020. Konan var jafnframt til fimm ára ökuréttissviptingar og greiðslu alls sakarkostnaðar, alls rúmar tvær milljónir króna. Samkvæmt sakarvottorði hafði konan áður gerst sek um brot gegn umferðarlögum. Í dómnum kemur fram að matsgerðir rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði sýni fram á að konan hafi verið óhæf til að stjórna ökutæki örugglega í þeim tilvikum sem rakin voru í ákæru. Það hafi sömuleiðis verið samdóma álit þeirra lögreglumanna sem höfðu afskipti af konunni í þessi sjö skipti að hún hafi ekki verið nokkru ástandi til að aka bíl. Konan var sömuleiðis dæmd fyrir skjalabrot fyrir að hafa ekið bíl með röngu skráningarmerki að framan. Bar hún því við að bílnum hafi verið stolið og þegar hann hafi fundist á ný hafi hún ekki gert sér greint fyrir því að hún væri á röngum skráningarmerkjum. Dómari tók þó ekki slíkt til greina þar sem ákvæði umferðarlaga geri ráð fyrir að eiganda eða umráðamanni bíls beri ábyrgð á skráningu þess í ökutækjaskrá og að skráningarmerki sé sett á það áður en það sé tekið í notkun. Vottorð gefið út löngu síðar Konan fór fram á að verða ekki svipt ökurétti með vísun í umferðarlög þar sem kveðið er á að ökumaður skuli ekki beittur viðurlögum, ef hann hafi meðferðis við stjórn ökutækis læknisvottorð sem sýni fram á að hann sé haldinn tilteknum sjúkdómi eða ástandi sem skýri neyslu efna sem mælist í blóði og þá verið hæfur til að stjórna bílnum að mati læknis. Konan hafi hins vegar ekki uppfyllt neitt skilyrðanna sem þar er kveðið á um og vottorð geðlæknis dugi ekki til að sleppa við ökuréttarsvipitingu, enda hafi umrætt vottorð verið gefið út löngu eftir brot konunnar. Þar sem um ítrekað brot hafi verið að ræða af hálfu konunnar og með hliðsjón af fjölda brotanna var svipting hennar ákveðin fimm ár frá maí 2020 að telja. Konunni er gert að greiða sektina til ríkissjóðs, 2,5 milljónir króna, innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dómsins, en ella sæti hún fangelsi í 68 daga. Dómsmál Reykjavík Árborg Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Konan var jafnframt til fimm ára ökuréttissviptingar og greiðslu alls sakarkostnaðar, alls rúmar tvær milljónir króna. Samkvæmt sakarvottorði hafði konan áður gerst sek um brot gegn umferðarlögum. Í dómnum kemur fram að matsgerðir rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði sýni fram á að konan hafi verið óhæf til að stjórna ökutæki örugglega í þeim tilvikum sem rakin voru í ákæru. Það hafi sömuleiðis verið samdóma álit þeirra lögreglumanna sem höfðu afskipti af konunni í þessi sjö skipti að hún hafi ekki verið nokkru ástandi til að aka bíl. Konan var sömuleiðis dæmd fyrir skjalabrot fyrir að hafa ekið bíl með röngu skráningarmerki að framan. Bar hún því við að bílnum hafi verið stolið og þegar hann hafi fundist á ný hafi hún ekki gert sér greint fyrir því að hún væri á röngum skráningarmerkjum. Dómari tók þó ekki slíkt til greina þar sem ákvæði umferðarlaga geri ráð fyrir að eiganda eða umráðamanni bíls beri ábyrgð á skráningu þess í ökutækjaskrá og að skráningarmerki sé sett á það áður en það sé tekið í notkun. Vottorð gefið út löngu síðar Konan fór fram á að verða ekki svipt ökurétti með vísun í umferðarlög þar sem kveðið er á að ökumaður skuli ekki beittur viðurlögum, ef hann hafi meðferðis við stjórn ökutækis læknisvottorð sem sýni fram á að hann sé haldinn tilteknum sjúkdómi eða ástandi sem skýri neyslu efna sem mælist í blóði og þá verið hæfur til að stjórna bílnum að mati læknis. Konan hafi hins vegar ekki uppfyllt neitt skilyrðanna sem þar er kveðið á um og vottorð geðlæknis dugi ekki til að sleppa við ökuréttarsvipitingu, enda hafi umrætt vottorð verið gefið út löngu eftir brot konunnar. Þar sem um ítrekað brot hafi verið að ræða af hálfu konunnar og með hliðsjón af fjölda brotanna var svipting hennar ákveðin fimm ár frá maí 2020 að telja. Konunni er gert að greiða sektina til ríkissjóðs, 2,5 milljónir króna, innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dómsins, en ella sæti hún fangelsi í 68 daga.
Dómsmál Reykjavík Árborg Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira