Undirbúa páskaumferð að Geldingadölum: „Það mæðir mikið á björgunarsveitarfólkinu okkar“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. mars 2021 19:18 Mikil gæsla hefur verið á gossvæðinu en tekið er að mæða á fólki sem henni sinnir, sérstaklega björgunarsveitarfólki. Vísir/Vilhelm „Við sjáum það alveg fyrir að við getum ekki haldið slíkri gæslu úti eins og búin er að vera,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður hjá Lögreglunni á Suðurnesjum. Mikið hefur mætt á lögreglu- og björgunarsveitarfólki sem sinnt hefur gæslu við gossvæðið í Geldingadölum frá því gos hófst þar 19. mars. Í samtali við fréttastofu segir Hjálmar að verið sé að skoða framhaldið, meðal annars páskatímann. Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að gosstöðvunum frá því gosið hófst og því viðbúið að margt verði um manninn við gossvæðið um páskana. Hann telji að hægt sé að undirbúa betur undir þá umferð sem fyrirséð er á næstunni. „Bæði með viðgerð á veginum og eins bílastæði við bæinn Hraun. Ef það kemur yfirfylli á svæðið þá getum við lokað, fólk getur þó lagt við Hraun. Það er stysta gangan, fyrir utan frá bílastæðunum sem eru á svæðinu.“ Tekin var ákvörðun um að loka fyrir umferð um Suðurstrandarveg klukkan níu í gærkvöldi. Var það gert af öryggisástæðum, þar sem þörf var á að hvíla björgunarlið sem staðið hefur vaktina við svæðið í rúma viku. Geldingadalir voru svo rýmdir á miðnætti en aftur var opnað fyrir umferð þangað í morgun. „Ég vorkenni svo sem ekkert okkur löggunum, við erum að fá aðstoð bæði úr Reykjavík og frá sérsveit við okkar pósta. En það mæðir mikið á björgunarsveitarfólkinu okkar,“ segir Hjálmar. Einstefnu aflétt í dag Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum kemur fram að einstefnuakstri um Suðurstrandarveg til austurs frá Grindavík hefur verið aflétt, í ljósi þess að bráðabirgðaviðgerðum Vegagerðarinnar á vegi upp með Festarfjalli sé lokið. „Vegagerðin sett upp umferðarskilti um lækkaðan hámarkshraða, auk þess sem bann hefur verið lagt við lagningum bifreiða við Suðurstrandarveg. Öllum bifreiðum verður beint á bifreiðastæði sem útbúin hafa verið í grennd við upphafsstað gönguleiðar. Áætlað er að bifreiðastæði sem útbúin hafa verið, geti tekið við um 1000 bifreiðum,“ segir í tilkynningunni. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Lögreglumál Páskar Tengdar fréttir Hvetja til gjaldtöku við gosstöðvarnar Fjölbreyttur hópur fólks er sammála um að skynsamlegt væri að koma á gjaldtöku fyrir bílastæði við Suðurstrandarveg. Björn Teitsson, kynningarstjóri hjá Krabbameinsfélaginu og fyrrverandi formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, vakti máls á þessu í Morgunblaðinu í dag. 29. mars 2021 16:38 Eldri kynslóðin vill fljúga „Það er rosalega mikið að gera. Eiginlega bara gríðarlega mikið að gera,“ segir Birgir Ómar Haraldsson, framkvæmdastjóri Norðurflugs. Segja má að eldgosið í Geldingadölum hafi verið kærkomið fyrir ferðaþjónustufyrirtæki landsins því þar stoppar síminn varla og hjá Norðurflugi er biðlisti fram að páskum líkt og staðan er nú. Birgir segir eitt og annað hafa komið á óvart undanfarna daga. 29. mars 2021 16:11 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira
Í samtali við fréttastofu segir Hjálmar að verið sé að skoða framhaldið, meðal annars páskatímann. Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að gosstöðvunum frá því gosið hófst og því viðbúið að margt verði um manninn við gossvæðið um páskana. Hann telji að hægt sé að undirbúa betur undir þá umferð sem fyrirséð er á næstunni. „Bæði með viðgerð á veginum og eins bílastæði við bæinn Hraun. Ef það kemur yfirfylli á svæðið þá getum við lokað, fólk getur þó lagt við Hraun. Það er stysta gangan, fyrir utan frá bílastæðunum sem eru á svæðinu.“ Tekin var ákvörðun um að loka fyrir umferð um Suðurstrandarveg klukkan níu í gærkvöldi. Var það gert af öryggisástæðum, þar sem þörf var á að hvíla björgunarlið sem staðið hefur vaktina við svæðið í rúma viku. Geldingadalir voru svo rýmdir á miðnætti en aftur var opnað fyrir umferð þangað í morgun. „Ég vorkenni svo sem ekkert okkur löggunum, við erum að fá aðstoð bæði úr Reykjavík og frá sérsveit við okkar pósta. En það mæðir mikið á björgunarsveitarfólkinu okkar,“ segir Hjálmar. Einstefnu aflétt í dag Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum kemur fram að einstefnuakstri um Suðurstrandarveg til austurs frá Grindavík hefur verið aflétt, í ljósi þess að bráðabirgðaviðgerðum Vegagerðarinnar á vegi upp með Festarfjalli sé lokið. „Vegagerðin sett upp umferðarskilti um lækkaðan hámarkshraða, auk þess sem bann hefur verið lagt við lagningum bifreiða við Suðurstrandarveg. Öllum bifreiðum verður beint á bifreiðastæði sem útbúin hafa verið í grennd við upphafsstað gönguleiðar. Áætlað er að bifreiðastæði sem útbúin hafa verið, geti tekið við um 1000 bifreiðum,“ segir í tilkynningunni.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Lögreglumál Páskar Tengdar fréttir Hvetja til gjaldtöku við gosstöðvarnar Fjölbreyttur hópur fólks er sammála um að skynsamlegt væri að koma á gjaldtöku fyrir bílastæði við Suðurstrandarveg. Björn Teitsson, kynningarstjóri hjá Krabbameinsfélaginu og fyrrverandi formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, vakti máls á þessu í Morgunblaðinu í dag. 29. mars 2021 16:38 Eldri kynslóðin vill fljúga „Það er rosalega mikið að gera. Eiginlega bara gríðarlega mikið að gera,“ segir Birgir Ómar Haraldsson, framkvæmdastjóri Norðurflugs. Segja má að eldgosið í Geldingadölum hafi verið kærkomið fyrir ferðaþjónustufyrirtæki landsins því þar stoppar síminn varla og hjá Norðurflugi er biðlisti fram að páskum líkt og staðan er nú. Birgir segir eitt og annað hafa komið á óvart undanfarna daga. 29. mars 2021 16:11 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira
Hvetja til gjaldtöku við gosstöðvarnar Fjölbreyttur hópur fólks er sammála um að skynsamlegt væri að koma á gjaldtöku fyrir bílastæði við Suðurstrandarveg. Björn Teitsson, kynningarstjóri hjá Krabbameinsfélaginu og fyrrverandi formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, vakti máls á þessu í Morgunblaðinu í dag. 29. mars 2021 16:38
Eldri kynslóðin vill fljúga „Það er rosalega mikið að gera. Eiginlega bara gríðarlega mikið að gera,“ segir Birgir Ómar Haraldsson, framkvæmdastjóri Norðurflugs. Segja má að eldgosið í Geldingadölum hafi verið kærkomið fyrir ferðaþjónustufyrirtæki landsins því þar stoppar síminn varla og hjá Norðurflugi er biðlisti fram að páskum líkt og staðan er nú. Birgir segir eitt og annað hafa komið á óvart undanfarna daga. 29. mars 2021 16:11