Eftirköst Covid-19 og vinnuveitendur Veiga Dís Hansdóttir skrifar 26. maí 2021 20:44 Þann 6. október greindist ég ásamt móður minni með Covid-19 en ekki var hægt að rekja smitin. Ég var í einangrun í rúmlega tvær vikur og helstu einkenni mín voru höfuðverkur, þreyta, vöðvaverkir, orkuleysi, svimi og mæði. Vel var haldið utan um mig á meðan einangrun stóð og fór ég rólega af stað til vinnu eftir það þar sem að einkenni mín hættu ekki og svefnleysi og fleira bættist við. Eftir að hafa klesst á nokkra ósýnilega veggi var ég sett í fullt veikindaleyfi í janúar frá starfi mínu sem leiðbeinandi í Varmárskóla í Mosfellsbæ þar sem ég kenni hönnun og smíði en ég er lærður húsasmiður. Núna 7 mánuðum seinna er ég enn óstarfhæf og vil taka fram að áður en ég smitaðist af Covid-19 æfði ég kraftlyftingar og aflraunir af kappi, hef unnið til margra verðlauna og stunda heilbrigt líferni, ég drekk ekki né reyki. Í samráði við minn lækni var ákveðið að koma mér aftur á lappir, hægt og rólega og óska eftir því að klára þennan skólavetur í 20% starfi, hefja störf í haust í 50% starfi með það markmiði að vera komin aftur í 100% starf eftir áramótin. Meðfram skertu starfshlutfalli þá er ég að vinna eftir endurhæfingaráætlun frá sérfræðingum, en fyrst og fremst þarf að koma mínum svefni í rétt horf, en svefnleysi er eitt afeinkennum Covid-19 og án svefns verður engin bati. Sveitarfélagið Mosfellsbær, með einkunnarorðin ,,virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja“ neitar mér að koma aftur til vinnu í 20% starf. Ég hef starfað fyrir Mosfellsbæ í tæp 2 ár og á þeim tíma aldrei orðið veik og lagt mig alla fram. Ég er 23 ára gömul og stödd í stormi með það eitt að markmiði að komast úr honum og vinnustaðurinn minn, sem er opinber stofnun, hefur engan áhuga á að koma til móts við mig. Þau vilja frekar greiða mér 100% laun í veikindaleyfi frekar en að nýta sér mína þekkingu og starfskrafta í skertu hlutfalli næstu mánuði og aðstoða mig þannig að komast aftur út á vinnumarkaðinn. Ég er að segja hér mína sögu því ég er ekki viss um að atvinnurekendur, hvort sem það er hjá hinu opinbera eða í einkaeigu, geri sér grein fyrir því hvað mörg okkar sem urðum svo óheppin að smitast af Covid-19 erum að ganga í gegnum. Í dag hafa 6560 staðfest smit átt sér stað og nýleg rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar á langtímaáhrifum Covid-19 hjá þeim sem smituðust í fyrstu bylgjunni segir að yfir 57% þeirra sem smituðust þurftu að minnka við sig reglubundin störf og 16% hafa þurft að minnka mikið við sig. Sama rannsókn sýnir að 18% eru að takast á við skert lífsgæði a.m.k 6 mánuðum eftir smit. Í dag gerir það þá um 1181 einstaklinga. Þessir 1181 einstaklingar verða að fá stuðning og skilning frá sínum vinnuveitanda því enginn skilur þessi einkenni eða vanlíðan nema þeir sem hafa tekist á við langtímaáhrif Covid -19. Sjálf hef ég fengið pláss á Reykjalundi og er þakklát fyrir að heilbrigðisyfirvöld átti sig á þessari stöðu okkar og hafi vilja og áhuga á að koma okkur aftur útí lífið en það þarf meira til að svo geti orðið. Vinnuveitendur þurfa að slást með okkur í lið, annars er hætta á að missa okkur algerlega útaf, með tilheyrandi kostnaði samfélagsins, og það vill enginn. Höfundur er húsasmiður og leiðbeinandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Sjá meira
Þann 6. október greindist ég ásamt móður minni með Covid-19 en ekki var hægt að rekja smitin. Ég var í einangrun í rúmlega tvær vikur og helstu einkenni mín voru höfuðverkur, þreyta, vöðvaverkir, orkuleysi, svimi og mæði. Vel var haldið utan um mig á meðan einangrun stóð og fór ég rólega af stað til vinnu eftir það þar sem að einkenni mín hættu ekki og svefnleysi og fleira bættist við. Eftir að hafa klesst á nokkra ósýnilega veggi var ég sett í fullt veikindaleyfi í janúar frá starfi mínu sem leiðbeinandi í Varmárskóla í Mosfellsbæ þar sem ég kenni hönnun og smíði en ég er lærður húsasmiður. Núna 7 mánuðum seinna er ég enn óstarfhæf og vil taka fram að áður en ég smitaðist af Covid-19 æfði ég kraftlyftingar og aflraunir af kappi, hef unnið til margra verðlauna og stunda heilbrigt líferni, ég drekk ekki né reyki. Í samráði við minn lækni var ákveðið að koma mér aftur á lappir, hægt og rólega og óska eftir því að klára þennan skólavetur í 20% starfi, hefja störf í haust í 50% starfi með það markmiði að vera komin aftur í 100% starf eftir áramótin. Meðfram skertu starfshlutfalli þá er ég að vinna eftir endurhæfingaráætlun frá sérfræðingum, en fyrst og fremst þarf að koma mínum svefni í rétt horf, en svefnleysi er eitt afeinkennum Covid-19 og án svefns verður engin bati. Sveitarfélagið Mosfellsbær, með einkunnarorðin ,,virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja“ neitar mér að koma aftur til vinnu í 20% starf. Ég hef starfað fyrir Mosfellsbæ í tæp 2 ár og á þeim tíma aldrei orðið veik og lagt mig alla fram. Ég er 23 ára gömul og stödd í stormi með það eitt að markmiði að komast úr honum og vinnustaðurinn minn, sem er opinber stofnun, hefur engan áhuga á að koma til móts við mig. Þau vilja frekar greiða mér 100% laun í veikindaleyfi frekar en að nýta sér mína þekkingu og starfskrafta í skertu hlutfalli næstu mánuði og aðstoða mig þannig að komast aftur út á vinnumarkaðinn. Ég er að segja hér mína sögu því ég er ekki viss um að atvinnurekendur, hvort sem það er hjá hinu opinbera eða í einkaeigu, geri sér grein fyrir því hvað mörg okkar sem urðum svo óheppin að smitast af Covid-19 erum að ganga í gegnum. Í dag hafa 6560 staðfest smit átt sér stað og nýleg rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar á langtímaáhrifum Covid-19 hjá þeim sem smituðust í fyrstu bylgjunni segir að yfir 57% þeirra sem smituðust þurftu að minnka við sig reglubundin störf og 16% hafa þurft að minnka mikið við sig. Sama rannsókn sýnir að 18% eru að takast á við skert lífsgæði a.m.k 6 mánuðum eftir smit. Í dag gerir það þá um 1181 einstaklinga. Þessir 1181 einstaklingar verða að fá stuðning og skilning frá sínum vinnuveitanda því enginn skilur þessi einkenni eða vanlíðan nema þeir sem hafa tekist á við langtímaáhrif Covid -19. Sjálf hef ég fengið pláss á Reykjalundi og er þakklát fyrir að heilbrigðisyfirvöld átti sig á þessari stöðu okkar og hafi vilja og áhuga á að koma okkur aftur útí lífið en það þarf meira til að svo geti orðið. Vinnuveitendur þurfa að slást með okkur í lið, annars er hætta á að missa okkur algerlega útaf, með tilheyrandi kostnaði samfélagsins, og það vill enginn. Höfundur er húsasmiður og leiðbeinandi.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun