„Algjör sprenging“ í einkafluginu Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. júlí 2021 07:00 Þessar þotur voru á langtímastæði á Reykjavíkurflugvelli í byrjun vikunnar. Skjáskot Sprenging hefur orðið í komum einkaflugvéla á Reykjavíkurflugvöll frá mánaðamótum, að sögn rekstrarstjóra á vellinum. Reiknað er með meiri umferð nú í júlímánuði en í júlí 2019, sem var einn besti mánuður fyrirtækisins frá upphafi. Stöðugur straumur einkaflugvéla hefur verið gegnum Reykjavíkurflugvöll upp á síðkastið og ekkert lát er á umferðinni. Þá eru nokkrar stærri þotur í langtímastæði á flugvellinum, líkt og Reykvíkingar sem átt hafa leið hjá hafa eflaust tekið eftir. Stefán Smári Kristinsson rekstrarstjóri ACE FBO, sem þjónustar einkaflugvélar á Reykjavíkurflugvelli, segir greinilega mikinn áhuga á Íslandi sem áfangastað - sérstaklega eftir að hætt var að skima bólusetta ferðamenn fyrsta júlí. „Þegar við berum saman við júnímánuð þá núna tólfta júlí þá erum við búin að ná sama tonnafjölda véla sem hafa komið til okkar og allan júnímánuð þannig að þetta er að aukast, það má segja að það hafi verið algjör sprenging í þessu.“ Staðan sé að verða sú sama og fyrir heimsfaraldur - en nú sé þó reyndar sá munur á að flugvélarnar sem koma eru stærri en áður; meðalþyngdin er meiri en síðustu ár, sögn Stefáns. „Það stefnir allt í það að þetta muni toppa júlímánuð 2019.“ Stefán Smári Kristinsson, rekstrarstjóri ACE FBO.SKJÁSKOT Meirihluti þeirra sem koma með einkaflugvélunum eru ferðamenn - og enn fremur efnaðir ferðamenn. Stefán segir Reykjavíkurflugvöll mikilvægan í þessu samhengi. „Að fá þessa tegund af ferðamönnum til landsins, sem myndu kannski ekki stoppa ef þeir þyrftu að lenda í Keflavík.“ En hvaðan eru ferðamennirnir að koma? „Það eru helst þessi lönd sem er búið að heimila, við fáum mjög mikið frá Bandaríkjunum, það er í takt við almenna ferðamenn sem fara til landsins. Við höfum fundið mikinn áhuga frá Bandaríkjunum en svo er þetta líka frá Evrópu.“ Fréttir af flugi Reykjavík Ferðamennska á Íslandi Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Stöðugur straumur einkaflugvéla hefur verið gegnum Reykjavíkurflugvöll upp á síðkastið og ekkert lát er á umferðinni. Þá eru nokkrar stærri þotur í langtímastæði á flugvellinum, líkt og Reykvíkingar sem átt hafa leið hjá hafa eflaust tekið eftir. Stefán Smári Kristinsson rekstrarstjóri ACE FBO, sem þjónustar einkaflugvélar á Reykjavíkurflugvelli, segir greinilega mikinn áhuga á Íslandi sem áfangastað - sérstaklega eftir að hætt var að skima bólusetta ferðamenn fyrsta júlí. „Þegar við berum saman við júnímánuð þá núna tólfta júlí þá erum við búin að ná sama tonnafjölda véla sem hafa komið til okkar og allan júnímánuð þannig að þetta er að aukast, það má segja að það hafi verið algjör sprenging í þessu.“ Staðan sé að verða sú sama og fyrir heimsfaraldur - en nú sé þó reyndar sá munur á að flugvélarnar sem koma eru stærri en áður; meðalþyngdin er meiri en síðustu ár, sögn Stefáns. „Það stefnir allt í það að þetta muni toppa júlímánuð 2019.“ Stefán Smári Kristinsson, rekstrarstjóri ACE FBO.SKJÁSKOT Meirihluti þeirra sem koma með einkaflugvélunum eru ferðamenn - og enn fremur efnaðir ferðamenn. Stefán segir Reykjavíkurflugvöll mikilvægan í þessu samhengi. „Að fá þessa tegund af ferðamönnum til landsins, sem myndu kannski ekki stoppa ef þeir þyrftu að lenda í Keflavík.“ En hvaðan eru ferðamennirnir að koma? „Það eru helst þessi lönd sem er búið að heimila, við fáum mjög mikið frá Bandaríkjunum, það er í takt við almenna ferðamenn sem fara til landsins. Við höfum fundið mikinn áhuga frá Bandaríkjunum en svo er þetta líka frá Evrópu.“
Fréttir af flugi Reykjavík Ferðamennska á Íslandi Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira