Neysla Íslendinga meiri en fyrir Covid-19 faraldurinn Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. júlí 2021 10:28 Neyslan er orðin meiri en fyrir faraldurinn. Getty Samanlögð kortavelta Íslendinga innanlands og erlendis var 8% meiri í júní í ár en í fyrra, miðað við fast verðlag og gengi. Þá var hún 9% meiri en í júní árið 2019. Neysla mælist því meiri en hún var fyrir faraldurinn en fer í auknum mæli fram innanlands vegna færri ferðalaga til útlanda. Seðlabanki Íslands birti nýverið gögn um veltu innlendra greiðslukorta í júní. Samanlagt jókst kortavelta um 8% á milli ára í júní miðað við fast gengi og fast verðlag. Velta tengd verslun og þjónustu innanlands nam alls 84 milljörðum króna og jókst um 3% á milli ára miðað við fast verðlag. Kortavelta Íslendinga nam 12,4 milljörðum króna og jókst um 64% milli ára miðað við fast gengi. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans. Sé miðað við kortaveltu í júní 2019, þegar engin áhrif voru af faraldrinum, mælist aukningin 9% að raunvirði. Innanlands mældist aukningin 20% miðað við fast verðlag, en samdráttur erlendis upp á 33% miðað við fast gengi. „Við sjáum því að þó kortavelta erlendis aukist erum við ekki farin að kaupa vörur og þjónustu erlendis frá í sama mæli og fyrir faraldur, enda mælast ferðalög enn þá langtum gætti en í venjulegu árferði.“ 97% aukning í kaupum á skipulögðum ferðum Eftir því sem faraldrinum linnir og ferðalög verða almennari má gera ráð fyrir því að neyslan færist aftur meira út fyrri landsteinana og er 97% aukning í kaupum á skipulögðum ferðum og þjónustu ferðaskrifstofa vísbending um það. Kaup Íslendinga á pakkaferðum sé þó enn ríflega fjörutíu prósent minni en var í júní 2019. „Og er því enn nokkuð í land með að við sjáum ferðalög komast aftur á þann stað sem var fyrir faraldur.“ Á öðrum ársfjórðungi jókst kortaveltan alls um tæp 15% milli ára. Sé kortavelta miðuð við annan ársfjórðung árið 2019 mælist aukning í kortaveltu upp á 2%. „Í maí spáðum við því að á þessu ári myndi einkaneyslan ná sama stigi og var árið 2019. Ef marka má gögn um kortaveltu á fyrri hluta árs virðist sú spá ætla að rætast.“ Íslenska krónan Íslenskir bankar Fjármál heimilisins Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Sjá meira
Seðlabanki Íslands birti nýverið gögn um veltu innlendra greiðslukorta í júní. Samanlagt jókst kortavelta um 8% á milli ára í júní miðað við fast gengi og fast verðlag. Velta tengd verslun og þjónustu innanlands nam alls 84 milljörðum króna og jókst um 3% á milli ára miðað við fast verðlag. Kortavelta Íslendinga nam 12,4 milljörðum króna og jókst um 64% milli ára miðað við fast gengi. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans. Sé miðað við kortaveltu í júní 2019, þegar engin áhrif voru af faraldrinum, mælist aukningin 9% að raunvirði. Innanlands mældist aukningin 20% miðað við fast verðlag, en samdráttur erlendis upp á 33% miðað við fast gengi. „Við sjáum því að þó kortavelta erlendis aukist erum við ekki farin að kaupa vörur og þjónustu erlendis frá í sama mæli og fyrir faraldur, enda mælast ferðalög enn þá langtum gætti en í venjulegu árferði.“ 97% aukning í kaupum á skipulögðum ferðum Eftir því sem faraldrinum linnir og ferðalög verða almennari má gera ráð fyrir því að neyslan færist aftur meira út fyrri landsteinana og er 97% aukning í kaupum á skipulögðum ferðum og þjónustu ferðaskrifstofa vísbending um það. Kaup Íslendinga á pakkaferðum sé þó enn ríflega fjörutíu prósent minni en var í júní 2019. „Og er því enn nokkuð í land með að við sjáum ferðalög komast aftur á þann stað sem var fyrir faraldur.“ Á öðrum ársfjórðungi jókst kortaveltan alls um tæp 15% milli ára. Sé kortavelta miðuð við annan ársfjórðung árið 2019 mælist aukning í kortaveltu upp á 2%. „Í maí spáðum við því að á þessu ári myndi einkaneyslan ná sama stigi og var árið 2019. Ef marka má gögn um kortaveltu á fyrri hluta árs virðist sú spá ætla að rætast.“
Íslenska krónan Íslenskir bankar Fjármál heimilisins Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Sjá meira