Phelps styður Biles: Í lagi að vera ekki í lagi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júlí 2021 11:30 Simone Biles og stöllur hennar í bandaríska liðinu urðu að sætta sig við silfur í liðakeppninni í gær. getty/Mustafa Yalcin Sigursælasti keppandi í sögu Ólympíuleikanna, Michael Phelps, styður ákvörðun fimleikastjörnunnar Simone Biles um að draga sig úr keppni í úrslitum fjölþrautarinnar á leikunum í Tókýó. Biles dró sig úr leik eftir eina grein í liðakeppninni í gær vegna andlegs álags. Hún hefur nú ákveðið að draga sig úr keppni í fjölþrautinni sem fer fram á morgun. Ekki er útilokað að hún keppi í úrslitum á einstökum áhöldum í næstu viku. Phelps, sem vann 23 Ólympíugull í sundi á sínum tíma, segist skilja ákvörðun Biles. „Ólympíuleikarnir eru yfirþyrmandi. Það eru miklar tilfinningar í spilunum og þetta kramdi hjartað í mér. En ef þú horfir á þetta, margir hafa rætt um andlega heilsu undanfarna átján mánuði,“ sagði Phelps. Fyrir nokkrum árum greindi Phelps frá glímu sinni við þunglyndi og að hann hafi íhugað sjálfsmorð eftir Ólympíuleikana 2012. „Við erum mennsk, ekki satt? Enginn er fullkominn og það er í lagi að vera ekki í lagi. Það er í lagi að fara upp og niður og vera í andlegum rússíbana. Það mikilvægasta er samt að við þurfum öll að biðja um hjálp þegar við göngum í gegnum svona erfiðleika. Það var mjög krefjandi fyrir mig. Mér reyndist erfitt að biðja um hjálp. Eins og Simone sagði fannst mér ég vera með heiminn á herðunum. Þetta er erfið staða,“ sagði Phelps. Michael Phelps vann 28 verðlaun á Ólympíuleikum, þar af 23 gull.getty/Adam Pretty „Við þurfum einhvern sem við getum treyst. Einhvern sem getur leyft okkur að vera við sjálf og hlustað. Leyft okkur að vera varnarlaus. Einhver sem ætlar ekki að reyna að laga okkur. Við berum þungar byrðar sem er krefjandi, sérstaklega þegar kastljósið beinist að okkur og væntingarnar eru miklar.“ Phelps vonast til að skrefið sem Biles hjálpi öðru íþróttafólki og opni umræðuna um andlega heilsu enn frekar. „Vonandi er þetta tækifæri fyrir okkur að stökkva um borð og opna þetta enn meira. Þetta er svo miklu stærra en okkur grunar. Þegar ég hóf þessa vegferð fyrir fimm árum vissi ég að þetta væri stórt og krefjandi. Fimm árum síðar er þetta enn stærra en mig óraði fyrir. Svo þetta tekur langan tíma, útheimtir mikla vinnu og fólk er tilbúið að hjálpa. Ef við hugum ekki að bæði andlegri og líkamlegri heilsu hvernig eigum við að vera hundrað prósent?“ sagði Phelps. Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Bandaríkin Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Sjá meira
Biles dró sig úr leik eftir eina grein í liðakeppninni í gær vegna andlegs álags. Hún hefur nú ákveðið að draga sig úr keppni í fjölþrautinni sem fer fram á morgun. Ekki er útilokað að hún keppi í úrslitum á einstökum áhöldum í næstu viku. Phelps, sem vann 23 Ólympíugull í sundi á sínum tíma, segist skilja ákvörðun Biles. „Ólympíuleikarnir eru yfirþyrmandi. Það eru miklar tilfinningar í spilunum og þetta kramdi hjartað í mér. En ef þú horfir á þetta, margir hafa rætt um andlega heilsu undanfarna átján mánuði,“ sagði Phelps. Fyrir nokkrum árum greindi Phelps frá glímu sinni við þunglyndi og að hann hafi íhugað sjálfsmorð eftir Ólympíuleikana 2012. „Við erum mennsk, ekki satt? Enginn er fullkominn og það er í lagi að vera ekki í lagi. Það er í lagi að fara upp og niður og vera í andlegum rússíbana. Það mikilvægasta er samt að við þurfum öll að biðja um hjálp þegar við göngum í gegnum svona erfiðleika. Það var mjög krefjandi fyrir mig. Mér reyndist erfitt að biðja um hjálp. Eins og Simone sagði fannst mér ég vera með heiminn á herðunum. Þetta er erfið staða,“ sagði Phelps. Michael Phelps vann 28 verðlaun á Ólympíuleikum, þar af 23 gull.getty/Adam Pretty „Við þurfum einhvern sem við getum treyst. Einhvern sem getur leyft okkur að vera við sjálf og hlustað. Leyft okkur að vera varnarlaus. Einhver sem ætlar ekki að reyna að laga okkur. Við berum þungar byrðar sem er krefjandi, sérstaklega þegar kastljósið beinist að okkur og væntingarnar eru miklar.“ Phelps vonast til að skrefið sem Biles hjálpi öðru íþróttafólki og opni umræðuna um andlega heilsu enn frekar. „Vonandi er þetta tækifæri fyrir okkur að stökkva um borð og opna þetta enn meira. Þetta er svo miklu stærra en okkur grunar. Þegar ég hóf þessa vegferð fyrir fimm árum vissi ég að þetta væri stórt og krefjandi. Fimm árum síðar er þetta enn stærra en mig óraði fyrir. Svo þetta tekur langan tíma, útheimtir mikla vinnu og fólk er tilbúið að hjálpa. Ef við hugum ekki að bæði andlegri og líkamlegri heilsu hvernig eigum við að vera hundrað prósent?“ sagði Phelps.
Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Bandaríkin Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Sjá meira