Biles: Stolt af mér að hafa keppt eftir það sem ég hef gengið í gegnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. ágúst 2021 12:30 Simone Biles með bronsverðlaunin sem hún fékk fyrir æfingar sínar á jafnvægisslá. getty/Laurence Griffiths Simone Biles segir að bronsverðlaunin sem hún fékk á jafnvægisslá á Ólympíuleikunum í Tókýó séu mun sætari en bronsið sem hún vann í sömu grein á leikunum í Ríó 2016. Biles sneri aftur á svið í dag eftir að hafa dregið sig úr keppni í liðakeppninni, í fjölþrautinni sem og í úrslitum í stökki, á tvíslá og í æfingum á gólfi vegna andlegrar vanlíðunar. Biles gerði ekki jafn erfiðar æfingar á jafnvægisslánni og venjulega en kláraði þær með stæl og var vel fagnað í fimleikahöllinni. Hún fékk 14.000 í einkunn fyrir æfingar sínar sem dugði til bronsverðlauna. Guan Chenchen frá Kína stóð uppi sem sigurvegari með 14.633 í einkunn og landa hennar, Tang Xijing, varð önnur með einkunn upp á 14.233. Biles fékk einnig brons á jafnvægisslá á Ólympíuleikunum í Ríó en segir að þessi verðlaun séu mun sætari en þau sem hún vann til fyrir fimm árum. „Ég bjóst ekki við medalíu í dag. Ég vildi bara gera þetta fyrir sjálfa mig. Ég er bara stolt af mér að hafa keppt eftir það sem ég hef gengið í gegnum,“ sagði Biles eftir keppnina í morgun. „Þetta er sætara en bronsið frá Ríó. Ég dró mig úr keppni í hinum greinunum því ég gat ekki framkvæmt æfingarnar. Ég hélt að ég gæti það heldur ekki á slánni en það skiptir öllu að ég hafi getað keppt einu sinni áður en leikarnir eru á enda.“ Ekki öruggt að framkvæma æfingarnar Biles treysti sér ekki til að gera æfingarnar í hinum greinunum. „Í þeim gat ég ekki snúið í loftinu. Ég hélt áfram að detta og það var ekki öruggt að framkvæma æfingarnar. Hugurinn var ekki á réttum stað en ég gat gert æfingarnar á slánni öruggt,“ sagði Biles sem óskaði eftir því að breyta æfingunum sínum. Hún segir ekki víst hvað framtíðin ber í skauti sér. „Mér finnst ég enn vera föst á slánni svo það er klárlega of snemmt að hugsa um nokkurt. En næsta skref er gull á Ameríkutúrnum sem verður haldinn í Bandaríkjunum,“ sagði Biles. Þessi magnaða fimleikakona á nú sjö Ólympíuverðlaun í safni sínu. Þá hefur hún unnið til 25 verðlauna á HM. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Fimleikar Bandaríkin Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Sjá meira
Biles sneri aftur á svið í dag eftir að hafa dregið sig úr keppni í liðakeppninni, í fjölþrautinni sem og í úrslitum í stökki, á tvíslá og í æfingum á gólfi vegna andlegrar vanlíðunar. Biles gerði ekki jafn erfiðar æfingar á jafnvægisslánni og venjulega en kláraði þær með stæl og var vel fagnað í fimleikahöllinni. Hún fékk 14.000 í einkunn fyrir æfingar sínar sem dugði til bronsverðlauna. Guan Chenchen frá Kína stóð uppi sem sigurvegari með 14.633 í einkunn og landa hennar, Tang Xijing, varð önnur með einkunn upp á 14.233. Biles fékk einnig brons á jafnvægisslá á Ólympíuleikunum í Ríó en segir að þessi verðlaun séu mun sætari en þau sem hún vann til fyrir fimm árum. „Ég bjóst ekki við medalíu í dag. Ég vildi bara gera þetta fyrir sjálfa mig. Ég er bara stolt af mér að hafa keppt eftir það sem ég hef gengið í gegnum,“ sagði Biles eftir keppnina í morgun. „Þetta er sætara en bronsið frá Ríó. Ég dró mig úr keppni í hinum greinunum því ég gat ekki framkvæmt æfingarnar. Ég hélt að ég gæti það heldur ekki á slánni en það skiptir öllu að ég hafi getað keppt einu sinni áður en leikarnir eru á enda.“ Ekki öruggt að framkvæma æfingarnar Biles treysti sér ekki til að gera æfingarnar í hinum greinunum. „Í þeim gat ég ekki snúið í loftinu. Ég hélt áfram að detta og það var ekki öruggt að framkvæma æfingarnar. Hugurinn var ekki á réttum stað en ég gat gert æfingarnar á slánni öruggt,“ sagði Biles sem óskaði eftir því að breyta æfingunum sínum. Hún segir ekki víst hvað framtíðin ber í skauti sér. „Mér finnst ég enn vera föst á slánni svo það er klárlega of snemmt að hugsa um nokkurt. En næsta skref er gull á Ameríkutúrnum sem verður haldinn í Bandaríkjunum,“ sagði Biles. Þessi magnaða fimleikakona á nú sjö Ólympíuverðlaun í safni sínu. Þá hefur hún unnið til 25 verðlauna á HM.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Fimleikar Bandaríkin Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum