Til stendur að veita Þjóðhátíð í Eyjum ríkisstyrk vegna messufalls Jakob Bjarnar skrifar 21. september 2021 12:16 Til stendur að ríkið styrki Þjóðhátíð í Eyjum og þar með ÍBV, en hátíðin hefur verið helsta fjáröflunarleið félagsins í gegnum árin, vegna messufalls í tengslum við sóttvarnaaðgerðir. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að til standi að veita Þjóðhátíðar í Eyjum ríkisstyrk vegna tekjutaps ÍBV en hátíðinni hefur verið frestað nú í tvö ár. Hugmyndir þess efnis voru ræddar á ríkisstjórnarfundi í morgun. „Við vorum að ræða það að við ættum eftir að koma með úrræði fyrir þá sem hugðu á stórhátíðahöld um verslunarmannahelgi. Gátu ekki gert það í fyrra og ekki í ár,“ sagði Bjarni meðal annars í samtali við fréttastofu að afloknum síðasta ríkisstjórnarfundi sem haldinn verður undir merkjum ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Við höfum þurft að leggja mat á það að hvaða marki úrræðin sem við höfum verið með í gildi hafa gagnast þeim aðilum og erum sérstaklega að horfa til þeirra sem hafa verið að efna til hátíðahalds til að styðja við almannaheillastarfsemi eins og íþrótta- og æskulýðsstarf. Slíka starfsemi. Og hafa orðið af verulegum tekjum sem mögulega hafa staðið undir slíkri starfsemi,“ sagði Bjarni í samtali við fréttastofu. Ekki liggur fyrir hversu há upphæðin verður en þarna er einkum um að ræða Þjóðhátíð í Eyjum. Segir Bjarni málið komið í farveg; til standi að koma á fót sjóði sem slíkir aðilar geti sótt í þegar svo ber undir. Hörður Orri Grettisson, formaður þjóðhátíðarnefndar, hefur áður sagt að nefndin hyggðist sækja um styrk, það sé eðlilegt því þjóðhátíðin hafi verið blásin af með viku fyrirvara vegna sóttvarnaraðgerða. Það hafi verið stjórnvaldsaðgerð og yfirvöld hljóti að taka áhrif af henni inn í reikninginn. ÍBV fékk ýmsa styrki í fyrra þegar aflýsa þurfti Þjóðhátíð en enginn þeirra kom beint úr ríkissjóði. Styrktaraðilar voru aðallega fyrirtæki úr Vestmannaeyjum og Vestmannaeyjabær sem styrkti ÍBV um tuttugu milljónir króna. Það mun hafa komið félaginu fyrir vind. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum telur að henni þyki eðlilegt að ÍBV taki þetta samtal við ríkið sem kom ekkert að málum í fyrra, með að styrkja félagið sérstaklega vegna tekjufalls sem blasir við en Þjóðhátíð og tekjur af henni hefur verið helsta fjáröflunarleið ÍBV í gegnum tíðina. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Þjóðhátíð í Eyjum ÍBV Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vestmannaeyjar Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Sjá meira
Hugmyndir þess efnis voru ræddar á ríkisstjórnarfundi í morgun. „Við vorum að ræða það að við ættum eftir að koma með úrræði fyrir þá sem hugðu á stórhátíðahöld um verslunarmannahelgi. Gátu ekki gert það í fyrra og ekki í ár,“ sagði Bjarni meðal annars í samtali við fréttastofu að afloknum síðasta ríkisstjórnarfundi sem haldinn verður undir merkjum ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Við höfum þurft að leggja mat á það að hvaða marki úrræðin sem við höfum verið með í gildi hafa gagnast þeim aðilum og erum sérstaklega að horfa til þeirra sem hafa verið að efna til hátíðahalds til að styðja við almannaheillastarfsemi eins og íþrótta- og æskulýðsstarf. Slíka starfsemi. Og hafa orðið af verulegum tekjum sem mögulega hafa staðið undir slíkri starfsemi,“ sagði Bjarni í samtali við fréttastofu. Ekki liggur fyrir hversu há upphæðin verður en þarna er einkum um að ræða Þjóðhátíð í Eyjum. Segir Bjarni málið komið í farveg; til standi að koma á fót sjóði sem slíkir aðilar geti sótt í þegar svo ber undir. Hörður Orri Grettisson, formaður þjóðhátíðarnefndar, hefur áður sagt að nefndin hyggðist sækja um styrk, það sé eðlilegt því þjóðhátíðin hafi verið blásin af með viku fyrirvara vegna sóttvarnaraðgerða. Það hafi verið stjórnvaldsaðgerð og yfirvöld hljóti að taka áhrif af henni inn í reikninginn. ÍBV fékk ýmsa styrki í fyrra þegar aflýsa þurfti Þjóðhátíð en enginn þeirra kom beint úr ríkissjóði. Styrktaraðilar voru aðallega fyrirtæki úr Vestmannaeyjum og Vestmannaeyjabær sem styrkti ÍBV um tuttugu milljónir króna. Það mun hafa komið félaginu fyrir vind. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum telur að henni þyki eðlilegt að ÍBV taki þetta samtal við ríkið sem kom ekkert að málum í fyrra, með að styrkja félagið sérstaklega vegna tekjufalls sem blasir við en Þjóðhátíð og tekjur af henni hefur verið helsta fjáröflunarleið ÍBV í gegnum tíðina.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Þjóðhátíð í Eyjum ÍBV Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vestmannaeyjar Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Sjá meira