Farið fram á 16 til 20 ára dóm: „Hrein og klár aftaka“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. september 2021 10:35 Kolbrún Benediktsson varahéraðssaksóknari er sannfærð um að Angjelin hafi setið fyrir Armando. Vísir/Vilhelm Síðasti dagur aðalmeðferðar í Rauðagerðismálinu svokallaða fer fram í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ákæruvaldið hefur farið fram á að Angjelin Sterkaj verði dæmdur til 16 til 20 ára fangelsisvistar. Angjelin Sterkaj er ákærður fyrir að hafa skotið Armando Beqirai til bana laugardagskvöldið 13. febrúar síðastliðinn, sem hann hefur játað en ber fyrir sig sjálfsvörn. Shpetim Qerimi, Murat Selivrada og Claudia Sofia Coelho Carvalho eru sömuleiðis ákærð hvert fyrir sinn þátt sem leiddi til þess að Armando var banað. Angjelin fer fram á það að honum verði ekki gerð refsing á grundvelli þess að hann hafi einungis farið út fyrir lögmæta neyðarvörn vegna þess að hann hafi orðið svo skelfdur að hann hafi ekki getað gætt sín fullkomlega. Hann heldur því fram að hann hafi gripið til örþrifaráðs þegar hann skaut Armando margsinnis þann 13. febrúar síðastliðinn í Rauðagerði. Ákæruvaldið hefur farið fram á að Angjelin verði dæmdur í 16 til 20 ára fangelsi, og þá frekar í fleiri ár en færri. Hin verði dæmd fyrir samverknað að manndrápinu, ef ekki þá hlutdeild. Lágmark fyrir slíkan dóm eru fimm ár í fangelsi. Aðalmeðferð í málinu hófst á mánudag í síðustu viku og stóðu vitnaleiðslur yfir í fjóra daga. Málflutningur fer nú fram í Héraðsdómi. „Angjelin situr fyrir Armando, felur sig og mætir vopnaður á staðinn“ Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, byrjaði á málflutningi sínum og fór ítarlega yfir þátt hvers og eins ákærða. Hún dró það fram að að mati ákæruvaldsins væri alveg ljóst að Angjelin hafi skipulagt morðið fyrirfram. Hún leiddi að því líkum að Angjelin hafi ekki viljað að fundur, sem átti að fara fram milli hans, Armando og fleiri aðila á mánudeginum eftir morðið, færi fram. Hann hafi því ákveðið að myrða Armando á laugardagskvöldið. Angjelin hafi verið staddur í Varmahlíð á Norðurlandi dagana fyrir morðið en snúið til Reykjavíkur síðdegis á laugardeginum. Fyrir hafi legið að Angjelin myndi snúa aftur norður, þar sem sumarbústaðurinn sem hann dvaldi í hafði verið leigður á laugardeginum eina nótt í viðbót. Verjendur ákærðu taka til máls að loknum málflutningi saksóknara.Vísir Það stæðist þá ekki, að mati ákæruvaldsins, að Angjelin og Armando hafi rifist áður en Armando hafi verið skotinn. 57 sekúndur hafi liðið frá því að Armando hafi gengið út úr bílskúrnum heima hjá sér, þar til Angjelin og Shpetim keyrðu í burtu. Þá hafi Angjelin jafnframt verið vopnaður, og búinn að skrúfa hljóðdeyfi á skammbyssuna, þegar hann kom að heimil Armandos. Fullyrðingar um rifrildi geti ekki staðist „Angjelin situr fyrir Armando, felur sig og mætir vopnaður á staðinn. Ekki bara með skammbyssu heldur með skammbyssu með hljóðdeyfi. Hann er búinn að skrúfa hann á byssuna áður en hann er kominn,“ sagði Kolbrún. Þá dró hún það jafnframt fram að Angjelin hafi haldið því fram að brotist hafi út hávært rifrildi milli þeirra Armando fyrir framan Rauðagerði 28, Armando hafi verið ógnandi og Angjelin skotið hann í sjálfsvörn. Kolbrún sagði það ekki geta staðist, tvö vitni, sem búsett eru á neðri hæð hússins, hafi ekki heyrt neitt rifrildi fyrir utan og að jafnframt hafi varla gefist tími fyrir nokkuð rifrildi milli Angjelins og Armandos, á þeim 57 sekúndum sem liðu frá því að Armando gekk út úr bílskúrnum heima hjá sér og þar til Angjelin keyrði í burt. „Mat ákæruvaldsins er að þarna hafi átt sér stað hrein og klár aftaka. Það var enginn sáttafundur sem átti að eiga sér þarna stað. Hann [Angjelin] fór þarna til að svipta Armando Beqirai lífi og tókst það,“ sagði Kolbrún. Þá lagði hún áherslu á það að meðákærðu, Shpetim, Claudia og Murat hafi öll vitað af því sem væri yfirvofandi. Þau hafi öll verið meðvituð um það að Angjelin hygðist bana Armando og hafi tekið þátt í að skipuleggja það og unnu saman að því að banatilræðið gengi upp. Morð í Rauðagerði Reykjavík Dómsmál Tengdar fréttir Angjelin Sterkaj fer fram á refsileysi Angjelin Sterkaj, sem er einn þeirra sem ákærð eru fyrir morðið á Armando Beqiri, fer fram á að honum verði ekki gerð refsing á grundvelli þess að hann hafi einungis farið út fyrir lögmæta neyðarvörn vegna þess að hann hafi orðið svo skelfdur að hann hafi ekki getað gætt sín fullkomlega. Hann heldur því fram að hann hafi gripið til örþrifaráðs þegar hann skaut Armando margsinnis þann 13. febrúar síðastliðinn í Rauðagerði. 17. september 2021 18:56 Faldi sig inni í herbergi af ótta við Angjelin Spænskur vinur Antons Kristins Þórarinssonar segist hafa verið hræddur við Angjelin Sterkaj. Hann hefði falið sig inni í herbergi í íbúð þangað sem Angjelin mætti daginn eftir morðið, af ótta við Angjelin. 16. september 2021 11:21 Lögreglan með viðveru við héraðsdóm vegna Rauðagerðismálsins Rauðagerðismálið þykir afar sérstætt á íslenskan mælikvarða og til marks um það þá hefur lögreglan haft talsverðan viðbúnað Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. 15. september 2021 18:33 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Angjelin Sterkaj er ákærður fyrir að hafa skotið Armando Beqirai til bana laugardagskvöldið 13. febrúar síðastliðinn, sem hann hefur játað en ber fyrir sig sjálfsvörn. Shpetim Qerimi, Murat Selivrada og Claudia Sofia Coelho Carvalho eru sömuleiðis ákærð hvert fyrir sinn þátt sem leiddi til þess að Armando var banað. Angjelin fer fram á það að honum verði ekki gerð refsing á grundvelli þess að hann hafi einungis farið út fyrir lögmæta neyðarvörn vegna þess að hann hafi orðið svo skelfdur að hann hafi ekki getað gætt sín fullkomlega. Hann heldur því fram að hann hafi gripið til örþrifaráðs þegar hann skaut Armando margsinnis þann 13. febrúar síðastliðinn í Rauðagerði. Ákæruvaldið hefur farið fram á að Angjelin verði dæmdur í 16 til 20 ára fangelsi, og þá frekar í fleiri ár en færri. Hin verði dæmd fyrir samverknað að manndrápinu, ef ekki þá hlutdeild. Lágmark fyrir slíkan dóm eru fimm ár í fangelsi. Aðalmeðferð í málinu hófst á mánudag í síðustu viku og stóðu vitnaleiðslur yfir í fjóra daga. Málflutningur fer nú fram í Héraðsdómi. „Angjelin situr fyrir Armando, felur sig og mætir vopnaður á staðinn“ Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, byrjaði á málflutningi sínum og fór ítarlega yfir þátt hvers og eins ákærða. Hún dró það fram að að mati ákæruvaldsins væri alveg ljóst að Angjelin hafi skipulagt morðið fyrirfram. Hún leiddi að því líkum að Angjelin hafi ekki viljað að fundur, sem átti að fara fram milli hans, Armando og fleiri aðila á mánudeginum eftir morðið, færi fram. Hann hafi því ákveðið að myrða Armando á laugardagskvöldið. Angjelin hafi verið staddur í Varmahlíð á Norðurlandi dagana fyrir morðið en snúið til Reykjavíkur síðdegis á laugardeginum. Fyrir hafi legið að Angjelin myndi snúa aftur norður, þar sem sumarbústaðurinn sem hann dvaldi í hafði verið leigður á laugardeginum eina nótt í viðbót. Verjendur ákærðu taka til máls að loknum málflutningi saksóknara.Vísir Það stæðist þá ekki, að mati ákæruvaldsins, að Angjelin og Armando hafi rifist áður en Armando hafi verið skotinn. 57 sekúndur hafi liðið frá því að Armando hafi gengið út úr bílskúrnum heima hjá sér, þar til Angjelin og Shpetim keyrðu í burtu. Þá hafi Angjelin jafnframt verið vopnaður, og búinn að skrúfa hljóðdeyfi á skammbyssuna, þegar hann kom að heimil Armandos. Fullyrðingar um rifrildi geti ekki staðist „Angjelin situr fyrir Armando, felur sig og mætir vopnaður á staðinn. Ekki bara með skammbyssu heldur með skammbyssu með hljóðdeyfi. Hann er búinn að skrúfa hann á byssuna áður en hann er kominn,“ sagði Kolbrún. Þá dró hún það jafnframt fram að Angjelin hafi haldið því fram að brotist hafi út hávært rifrildi milli þeirra Armando fyrir framan Rauðagerði 28, Armando hafi verið ógnandi og Angjelin skotið hann í sjálfsvörn. Kolbrún sagði það ekki geta staðist, tvö vitni, sem búsett eru á neðri hæð hússins, hafi ekki heyrt neitt rifrildi fyrir utan og að jafnframt hafi varla gefist tími fyrir nokkuð rifrildi milli Angjelins og Armandos, á þeim 57 sekúndum sem liðu frá því að Armando gekk út úr bílskúrnum heima hjá sér og þar til Angjelin keyrði í burt. „Mat ákæruvaldsins er að þarna hafi átt sér stað hrein og klár aftaka. Það var enginn sáttafundur sem átti að eiga sér þarna stað. Hann [Angjelin] fór þarna til að svipta Armando Beqirai lífi og tókst það,“ sagði Kolbrún. Þá lagði hún áherslu á það að meðákærðu, Shpetim, Claudia og Murat hafi öll vitað af því sem væri yfirvofandi. Þau hafi öll verið meðvituð um það að Angjelin hygðist bana Armando og hafi tekið þátt í að skipuleggja það og unnu saman að því að banatilræðið gengi upp.
Morð í Rauðagerði Reykjavík Dómsmál Tengdar fréttir Angjelin Sterkaj fer fram á refsileysi Angjelin Sterkaj, sem er einn þeirra sem ákærð eru fyrir morðið á Armando Beqiri, fer fram á að honum verði ekki gerð refsing á grundvelli þess að hann hafi einungis farið út fyrir lögmæta neyðarvörn vegna þess að hann hafi orðið svo skelfdur að hann hafi ekki getað gætt sín fullkomlega. Hann heldur því fram að hann hafi gripið til örþrifaráðs þegar hann skaut Armando margsinnis þann 13. febrúar síðastliðinn í Rauðagerði. 17. september 2021 18:56 Faldi sig inni í herbergi af ótta við Angjelin Spænskur vinur Antons Kristins Þórarinssonar segist hafa verið hræddur við Angjelin Sterkaj. Hann hefði falið sig inni í herbergi í íbúð þangað sem Angjelin mætti daginn eftir morðið, af ótta við Angjelin. 16. september 2021 11:21 Lögreglan með viðveru við héraðsdóm vegna Rauðagerðismálsins Rauðagerðismálið þykir afar sérstætt á íslenskan mælikvarða og til marks um það þá hefur lögreglan haft talsverðan viðbúnað Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. 15. september 2021 18:33 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Angjelin Sterkaj fer fram á refsileysi Angjelin Sterkaj, sem er einn þeirra sem ákærð eru fyrir morðið á Armando Beqiri, fer fram á að honum verði ekki gerð refsing á grundvelli þess að hann hafi einungis farið út fyrir lögmæta neyðarvörn vegna þess að hann hafi orðið svo skelfdur að hann hafi ekki getað gætt sín fullkomlega. Hann heldur því fram að hann hafi gripið til örþrifaráðs þegar hann skaut Armando margsinnis þann 13. febrúar síðastliðinn í Rauðagerði. 17. september 2021 18:56
Faldi sig inni í herbergi af ótta við Angjelin Spænskur vinur Antons Kristins Þórarinssonar segist hafa verið hræddur við Angjelin Sterkaj. Hann hefði falið sig inni í herbergi í íbúð þangað sem Angjelin mætti daginn eftir morðið, af ótta við Angjelin. 16. september 2021 11:21
Lögreglan með viðveru við héraðsdóm vegna Rauðagerðismálsins Rauðagerðismálið þykir afar sérstætt á íslenskan mælikvarða og til marks um það þá hefur lögreglan haft talsverðan viðbúnað Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. 15. september 2021 18:33
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent