Sterki læknaneminn er kominn inn á HM í desember Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. september 2021 10:00 Eygló Fanndal Sturludóttir bregður á leik í mótslok. Lyftingasamband Íslands Ungar íslenskar lyftingakonur halda áfram að standa sig vel á Evrópumeistaramóti unglinga í lyftingum í Rovaniemi í Finnlandi. Tvær þeirra hafa tryggt sér þátttökurétt á HM í Úsbekistan í desember. Hin tvítuga Eygló Fanndal Sturludóttir náði sjötta sæti í 71 kílóa flokki tuttugu ára og yngri en hún setti um leið fjölda Íslandsmeta. Eygló Fanndal byrjaði ekki vel. Hún var að keppa í fyrsta sinn síðan í mars og tvær fyrstu lyfturnar hennar í snörun mistókust. Hún sýndi hins vegar mikinn karakter með því að drífa upp 89 kíló í þriðju tilraun og setti þar með Íslandsmet í þremur flokkum. Þetta var það mesta hjá íslenskri konu í 71 kílóa flokki hjá meistaraflokki, 23 ára yngri og tuttugu ára og yngri. View this post on Instagram A post shared by Lyftingasamband íslands (@icelandic_weightlifting) Eygló var þar með komin í gang og lyfti hún síðan 108 kílóum í jafnhendingu sem var einnig Íslandsmet í öllum þremur flokkum. Um leið hafði hún sett Íslandsmet í samanlögðu í flokkunum þremur þar sem alls fóru 197 kíló á loft hjá henni. Þessi árangur skilaði Eygló sjötta sætinu á mótinu og alls 247,39 Sinclair stigum. Með þeim stigafjölda hefur Eygló náð B-lágmörkum á Heimsmeistaramótið í Úsbekistan í desember. Eygló hefur keppt í lyftingum frá því hún var sautján ára eða frá árinu 2018 og hefur sífellt farið fram. Hún tók sér árs pásu frá keppnum eftir jólamótið 2019 en kom sterk inn á Norðurlandamóti Youth og Junior 2020 og gerði sér lítið fyrir og vann þá sinn þyngdarflokk. Eygló Fanndal stundar nám í læknisfræði við Háskóla Íslands og það er örugglega erfitt að finna sterkari læknanema á Íslandi í dag en einmitt hana. Á heimasíðu Lyftingarsambands Íslands kemur fram að Eygló sé að stefna á hæsta samanlagðan árangur sem íslensk kona hefur lyft á móti en hæsti samanlagði árangur er nú 201 kíló. Eygló nálgaðist það met á þessu móti og fær vonandi annað tækifæri til þess á heimsmeistaramótinu. Bæði Eygló og ætla sér stóra hluti eins og kom fram á Instagram síðu Lyftingarsambands Íslands. „Við erum hvergi nærri hættar og stefnum á að keppa á fleiri mótum á árinu og á næstu árum,“ er haft eftir þeim þar. View this post on Instagram A post shared by Eyglo Fanndal Sturludo ttir (@eyglo_fanndal) Lyftingar Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira
Hin tvítuga Eygló Fanndal Sturludóttir náði sjötta sæti í 71 kílóa flokki tuttugu ára og yngri en hún setti um leið fjölda Íslandsmeta. Eygló Fanndal byrjaði ekki vel. Hún var að keppa í fyrsta sinn síðan í mars og tvær fyrstu lyfturnar hennar í snörun mistókust. Hún sýndi hins vegar mikinn karakter með því að drífa upp 89 kíló í þriðju tilraun og setti þar með Íslandsmet í þremur flokkum. Þetta var það mesta hjá íslenskri konu í 71 kílóa flokki hjá meistaraflokki, 23 ára yngri og tuttugu ára og yngri. View this post on Instagram A post shared by Lyftingasamband íslands (@icelandic_weightlifting) Eygló var þar með komin í gang og lyfti hún síðan 108 kílóum í jafnhendingu sem var einnig Íslandsmet í öllum þremur flokkum. Um leið hafði hún sett Íslandsmet í samanlögðu í flokkunum þremur þar sem alls fóru 197 kíló á loft hjá henni. Þessi árangur skilaði Eygló sjötta sætinu á mótinu og alls 247,39 Sinclair stigum. Með þeim stigafjölda hefur Eygló náð B-lágmörkum á Heimsmeistaramótið í Úsbekistan í desember. Eygló hefur keppt í lyftingum frá því hún var sautján ára eða frá árinu 2018 og hefur sífellt farið fram. Hún tók sér árs pásu frá keppnum eftir jólamótið 2019 en kom sterk inn á Norðurlandamóti Youth og Junior 2020 og gerði sér lítið fyrir og vann þá sinn þyngdarflokk. Eygló Fanndal stundar nám í læknisfræði við Háskóla Íslands og það er örugglega erfitt að finna sterkari læknanema á Íslandi í dag en einmitt hana. Á heimasíðu Lyftingarsambands Íslands kemur fram að Eygló sé að stefna á hæsta samanlagðan árangur sem íslensk kona hefur lyft á móti en hæsti samanlagði árangur er nú 201 kíló. Eygló nálgaðist það met á þessu móti og fær vonandi annað tækifæri til þess á heimsmeistaramótinu. Bæði Eygló og ætla sér stóra hluti eins og kom fram á Instagram síðu Lyftingarsambands Íslands. „Við erum hvergi nærri hættar og stefnum á að keppa á fleiri mótum á árinu og á næstu árum,“ er haft eftir þeim þar. View this post on Instagram A post shared by Eyglo Fanndal Sturludo ttir (@eyglo_fanndal)
Lyftingar Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira