Forréttindi að spila svona marga allt eða ekkert leiki Andri Már Eggertsson skrifar 2. október 2021 18:30 Snorri Steinn var afar ánægður með karakterinn í sínu liði Vísir/Hulda Margrét Íslandsmeistarar Vals unnu Fram í úrslitum um Coca-Cola bikarinn. Staðan var jöfn í hálfleik 12-12. Líkt og í undanúrslitum spiluðu Valsarar frábærlega í seinni hálfleik og unnu leikinn 25-29.Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var afar sáttur með að vera orðin Íslands og bikarmeistari. „Ég er hrikalega stoltur af liðinu. Þetta var gríðarlega erfitt í dag. Fram spilaði mjög vel og setti okkur undir mikla pressu. Það þurfti mikinn karakter til að snúa slakri byrjun við,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari Vals. Fram byrjaði leikinn frábærlega og gerði sex fyrstu mörk leiksins. „Mér fannst við flatir og máttlausir í byrjun leiks. Lárus Helgi var að verja vel á þessum kafla. Fram refsaði okkur líka fyrir léleg skot. Svona vill maður ekki byrja bikarúrslitaleik og var ég mjög sáttur með að leikurinn var jafn í hálfleik.“ Valur hefur verið í svakalegu leikjaálagi frá því tímabilið hófst. Frá 31. ágúst hefur Valur spilað tíu leiki í fjórum mismunandi keppnum. „Þetta hefur fyrst og fremst verið mjög skemmtilegt. Þetta var níundi allt eða ekkert leikurinn okkar. Í upphafi tímabils litum við á þetta sem forréttindi að spila fullt af úrslitaleikjum, það eru eflaust einhver lið sem spila ekki svona marga úrslitaleiki á heilu tímabili.“ Eftir að hafa leikið marga úrslitaleiki á stuttum tíma verður verk fyrir Snorra Stein að koma sínum mönnum upp á tærnar þegar Olís deildin tekur við. „Við sjáum bara til hvort það verði erfitt að koma mönnum upp á tærnar fyrir deildina. Ég ætla fá að njóta þess að vera bikarmeistari núna um helgina, ég vona að liðið geri það líka, þeir eiga það skilið,“ sagði Snorri Steinn að lokum. Valur Íslenski handboltinn Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sjá meira
„Ég er hrikalega stoltur af liðinu. Þetta var gríðarlega erfitt í dag. Fram spilaði mjög vel og setti okkur undir mikla pressu. Það þurfti mikinn karakter til að snúa slakri byrjun við,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari Vals. Fram byrjaði leikinn frábærlega og gerði sex fyrstu mörk leiksins. „Mér fannst við flatir og máttlausir í byrjun leiks. Lárus Helgi var að verja vel á þessum kafla. Fram refsaði okkur líka fyrir léleg skot. Svona vill maður ekki byrja bikarúrslitaleik og var ég mjög sáttur með að leikurinn var jafn í hálfleik.“ Valur hefur verið í svakalegu leikjaálagi frá því tímabilið hófst. Frá 31. ágúst hefur Valur spilað tíu leiki í fjórum mismunandi keppnum. „Þetta hefur fyrst og fremst verið mjög skemmtilegt. Þetta var níundi allt eða ekkert leikurinn okkar. Í upphafi tímabils litum við á þetta sem forréttindi að spila fullt af úrslitaleikjum, það eru eflaust einhver lið sem spila ekki svona marga úrslitaleiki á heilu tímabili.“ Eftir að hafa leikið marga úrslitaleiki á stuttum tíma verður verk fyrir Snorra Stein að koma sínum mönnum upp á tærnar þegar Olís deildin tekur við. „Við sjáum bara til hvort það verði erfitt að koma mönnum upp á tærnar fyrir deildina. Ég ætla fá að njóta þess að vera bikarmeistari núna um helgina, ég vona að liðið geri það líka, þeir eiga það skilið,“ sagði Snorri Steinn að lokum.
Valur Íslenski handboltinn Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sjá meira