Heildarlaunagreiðslur dregist saman um 40 prósent á tólf árum Eiður Þór Árnason skrifar 5. október 2021 10:26 Starfandi fólki í listgreinum hefur farið fækkandi á seinustu árum. Getty/Jacobs Stock Photography Ltd Heildarlaunagreiðslur í atvinnugreinum menningar hafa dregist saman um 40% á árunum 2008 til 2020 og 25% samdráttur mælst í fjölda starfandi. Verulega tók að draga í sundur með menningargreinum og öðrum atvinnugreinum eftir árið 2013 og eru starfslaun listamanna með lægstu launum á markaði. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Bandalags háskólamanna (BHM) sem byggir á tölum úr menningarvísum Hagstofu Íslands og gögnum um kjör listamanna á Íslandi. Höfðu hrunið og heimsfaraldur kórónaveiru margfalt meiri áhrif á menningargreinar en aðrar atvinnugreinar. Yfir 40 prósent samdráttur í fjölmiðlum og kvikmyndagreinum Á árinu 2008 unnu tæplega 7.000 manns í atvinnugreinum menningar á Íslandi og heildarlaunagreiðslur í greinunum námu 55 milljörðum króna á launaverðlagi ársins 2020. Tólf árum síðar nema launagreiðslurnar 33 milljörðum króna og rúmlega 5.000 manns vinna í menningargreinum. Bendir þróunin til þess að umfang menningargreina hafi dregist verulega saman í íslenska hagkerfinu og að launastigið sé lægra en í öðrum atvinnugreinum. Fram kemur í samantekt BHM að einstaka menningargreinar hafi dregist verulega saman í umsvifum frá árinu 2017. Til að mynda hafa heildarlaunagreiðslur í fjölmiðlum dregist saman um 45%, 41% í kvikmyndagreinum og 26% í tónlist. Var samdráttur hafinn í mörgum greinum nokkuð fyrir heimsfaraldur en efnahagsáfall í kjölfar hans bætti gráu ofan á svart. Starfslaun ekki haldið í við launaþróun Í skýrslunni er jafnframt bent á að starfslaun listamanna hafi verið talsvert undir launum fullvinnandi verkafólks árið 2020 og dregist úr almennri launaþróun á undanförnum árum. Starfslaun listamanna er verktakagreiðsla sem ætlað er að standa undir 67% af heildarvinnu listamanns. „Á síðustu tíu árum hefur launavísitalan hækkað um 96% á meðan starfslaun listamanna hafa hækkað um 49%. Lág laun gætu skýrt hluta af samdrætti í einstaka greinum, meðal annars í útgáfu og framleiðslu íslenskra bóka. Árið 2019 voru gefnar út 3,4 íslenskar bækur á hverja þúsund íbúa samanborið við 5,2 bækur árið 2011,“ segir í tilkynningu frá BHM. Menning Vinnumarkaður Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Verulega tók að draga í sundur með menningargreinum og öðrum atvinnugreinum eftir árið 2013 og eru starfslaun listamanna með lægstu launum á markaði. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Bandalags háskólamanna (BHM) sem byggir á tölum úr menningarvísum Hagstofu Íslands og gögnum um kjör listamanna á Íslandi. Höfðu hrunið og heimsfaraldur kórónaveiru margfalt meiri áhrif á menningargreinar en aðrar atvinnugreinar. Yfir 40 prósent samdráttur í fjölmiðlum og kvikmyndagreinum Á árinu 2008 unnu tæplega 7.000 manns í atvinnugreinum menningar á Íslandi og heildarlaunagreiðslur í greinunum námu 55 milljörðum króna á launaverðlagi ársins 2020. Tólf árum síðar nema launagreiðslurnar 33 milljörðum króna og rúmlega 5.000 manns vinna í menningargreinum. Bendir þróunin til þess að umfang menningargreina hafi dregist verulega saman í íslenska hagkerfinu og að launastigið sé lægra en í öðrum atvinnugreinum. Fram kemur í samantekt BHM að einstaka menningargreinar hafi dregist verulega saman í umsvifum frá árinu 2017. Til að mynda hafa heildarlaunagreiðslur í fjölmiðlum dregist saman um 45%, 41% í kvikmyndagreinum og 26% í tónlist. Var samdráttur hafinn í mörgum greinum nokkuð fyrir heimsfaraldur en efnahagsáfall í kjölfar hans bætti gráu ofan á svart. Starfslaun ekki haldið í við launaþróun Í skýrslunni er jafnframt bent á að starfslaun listamanna hafi verið talsvert undir launum fullvinnandi verkafólks árið 2020 og dregist úr almennri launaþróun á undanförnum árum. Starfslaun listamanna er verktakagreiðsla sem ætlað er að standa undir 67% af heildarvinnu listamanns. „Á síðustu tíu árum hefur launavísitalan hækkað um 96% á meðan starfslaun listamanna hafa hækkað um 49%. Lág laun gætu skýrt hluta af samdrætti í einstaka greinum, meðal annars í útgáfu og framleiðslu íslenskra bóka. Árið 2019 voru gefnar út 3,4 íslenskar bækur á hverja þúsund íbúa samanborið við 5,2 bækur árið 2011,“ segir í tilkynningu frá BHM.
Menning Vinnumarkaður Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira