Vilja fá öflugustu matarsprota landsins Eiður Þór Árnason skrifar 11. október 2021 17:15 Feed the Viking eru meðal þeirra fyrirtækja sem fóru í gegnum hraðalinn árið 2019. Aðsend Þriðja árið í röð stendur Icelandic Startups fyrir viðskiptahraðlinum Til sjávar og sveita sem er sérstaklega ætlaður fyrirtækjum í matvælaiðnaði. Í ár verður hraðallinn keyrður sem sérstakur markaðshraðall að erlendri fyrirmynd og er hann unnin í samstarfi við GAN – Global Accelerator Network. Nítján fyrirtæki hafa tekið þátt í Til sjávar og sveita á síðustu tveimur árum og hefur nú verið opnað fyrir umsóknir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandic Startups en óskað er eftir fyrirtækjum sem eru langt komin í vöruþróun, tilbúin með vöru á markað eða hafa byrjað markaðssókn. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember og af því loknu verða fimm fyrirtæki tekin inn í hraðalinn. Er leitað að bestu matarsprotum landsins sem munu í gegnum hraðalinn fá öflugan undirbúning og stuðning fyrir markaðssókn innanlands og utan. Hraðallinn hefst þann 15. nóvember og lýkur með uppskerudegi þann 10. desember en Nettó er bakhjarl hraðalsins annað árið í röð. Vilja styðja við útrás íslenskra matvæla Kristín Soffía Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups, segir þetta í fyrsta sinn sem þau keyri hraðal með áherslu á markaðssókn og útrás. „Markmiðið er skýrt, við viljum styðja við útrás íslenskra matvæla og teljum þetta vera rétta leið. Svona markaðshraðlar eru sannprófaðir og við gerum þetta með góðum stuðningi frá GAN.” Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir, markaðsstjóri Samkaupa, Kristín Soffía Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups og Freyr Friðfinnsson, verkefnastjóri Til sjávar og sveita.Aðsend Freyr Friðfinnsson, verkefnastjóri Til sjávar og sveita, segir að fyrirtæki af landsbyggðinni hafi tekið virkan þátt fram að þessu og greinilegt að nýsköpun sé þar að koma sterk inn. „Það er alltaf gaman að tengja frumkvöðla saman sem eru í sama geira en þeir virðast ná sérstaklega vel saman í matvælaiðnaðinum og myndast því alltaf mögnuð stemning í þessum hraðli,“ segir hann í tilkynningu. Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa, segir að keðjan hafi strax séð að hún gæti hjálpað sprotafyrirtækjum að yfirstíga þá áskorun sem það er að koma vörum í verslanir og alla leið til neytenda. Nýsköpun Matvælaframleiðsla Mest lesið Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Sjá meira
Í ár verður hraðallinn keyrður sem sérstakur markaðshraðall að erlendri fyrirmynd og er hann unnin í samstarfi við GAN – Global Accelerator Network. Nítján fyrirtæki hafa tekið þátt í Til sjávar og sveita á síðustu tveimur árum og hefur nú verið opnað fyrir umsóknir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandic Startups en óskað er eftir fyrirtækjum sem eru langt komin í vöruþróun, tilbúin með vöru á markað eða hafa byrjað markaðssókn. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember og af því loknu verða fimm fyrirtæki tekin inn í hraðalinn. Er leitað að bestu matarsprotum landsins sem munu í gegnum hraðalinn fá öflugan undirbúning og stuðning fyrir markaðssókn innanlands og utan. Hraðallinn hefst þann 15. nóvember og lýkur með uppskerudegi þann 10. desember en Nettó er bakhjarl hraðalsins annað árið í röð. Vilja styðja við útrás íslenskra matvæla Kristín Soffía Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups, segir þetta í fyrsta sinn sem þau keyri hraðal með áherslu á markaðssókn og útrás. „Markmiðið er skýrt, við viljum styðja við útrás íslenskra matvæla og teljum þetta vera rétta leið. Svona markaðshraðlar eru sannprófaðir og við gerum þetta með góðum stuðningi frá GAN.” Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir, markaðsstjóri Samkaupa, Kristín Soffía Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups og Freyr Friðfinnsson, verkefnastjóri Til sjávar og sveita.Aðsend Freyr Friðfinnsson, verkefnastjóri Til sjávar og sveita, segir að fyrirtæki af landsbyggðinni hafi tekið virkan þátt fram að þessu og greinilegt að nýsköpun sé þar að koma sterk inn. „Það er alltaf gaman að tengja frumkvöðla saman sem eru í sama geira en þeir virðast ná sérstaklega vel saman í matvælaiðnaðinum og myndast því alltaf mögnuð stemning í þessum hraðli,“ segir hann í tilkynningu. Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa, segir að keðjan hafi strax séð að hún gæti hjálpað sprotafyrirtækjum að yfirstíga þá áskorun sem það er að koma vörum í verslanir og alla leið til neytenda.
Nýsköpun Matvælaframleiðsla Mest lesið Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Sjá meira