Tæplega 60 prósent vilja Katrínu áfram sem forsætisráðherra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. október 2021 13:33 Tæp sextíu prósent vilja að Katrín Jakobsdóttir verði áfram forsætisráðherra Íslands. Vísir/Vilhelm Tæp 58% kjósenda vilja að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, verði áfram forsætisráðherra Íslands. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar Maskínu. Enginn annar formaður flokks komst með tærnar þar sem Katrín hefur hælana samkvæmt könnuninni, sem fór fram dagana 27. september til 7. október og 946 tóku þátt í. Lang flestir vilja Katrínu Jakobsdóttur áfram sem forsætisráðherra.Maskína Svarendum bauðst að velja milli átta formanna: Katrínar Jakobsdóttur, Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsókarflokksins, Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, í Pírötum, Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, Þorgerðar Katrínar Gunnlaugsdóttur, formanns Viðreisnar, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, og Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins. Eins og áður segir vilja tæplega 60 prósent að Katrín verði áfram forsætisráðherra, eða 57,6 prósent. Næst á eftir henni kemur Sigurður Ingi, en 9,8 prósent svarenda vildu fá hann sem næsta forsætisráðherra. 7,6 prósent vilja Bjarna Benediktsson, 6,3 prósent vilja Þórhildi Sunnu og 5,4 prósent vilja Loga Einarsson. Næst á eftir kemur Þorgerður Katrín, sem 5,0 prósent svarenda völdu. Þar á eftir er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, með 3,0 prósent svarenda á bak við sig, og Inga Sæland rekur lestina með 2,9 prósent. Hér má sjá breytingar á því hvern fólk vill helst sem næsta forsætisráðherra milli tímabila. Fyrstu niðurstöður eru frá því í desember á síðasta ári, næstu frá í maí 2021, svo síðan í september og svo nýjustu niðurstöður.Maskína Þetta er talsverð breyting frá fyrri skoðanakönnunum Maskínu en Katrín hefur bætt verulega við sig stuðningi. Í síðustu könnun, sem var gerð í byrjun september, sögðust 26 prósent svarenda vilja að hún héldi áfram sem forsætisráðherra. Örlitlar breytingar hafa orðið hjá öðrum leiðtogum flokkanna, mest kannski hjá Bjarna Benediktssyni en 13,3 prósent vildu að hann yrði næsti forsætisráðherra í byrjun september, en aðeins 7,6 prósent nú. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðanakannanir Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Sjá meira
Enginn annar formaður flokks komst með tærnar þar sem Katrín hefur hælana samkvæmt könnuninni, sem fór fram dagana 27. september til 7. október og 946 tóku þátt í. Lang flestir vilja Katrínu Jakobsdóttur áfram sem forsætisráðherra.Maskína Svarendum bauðst að velja milli átta formanna: Katrínar Jakobsdóttur, Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsókarflokksins, Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, í Pírötum, Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, Þorgerðar Katrínar Gunnlaugsdóttur, formanns Viðreisnar, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, og Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins. Eins og áður segir vilja tæplega 60 prósent að Katrín verði áfram forsætisráðherra, eða 57,6 prósent. Næst á eftir henni kemur Sigurður Ingi, en 9,8 prósent svarenda vildu fá hann sem næsta forsætisráðherra. 7,6 prósent vilja Bjarna Benediktsson, 6,3 prósent vilja Þórhildi Sunnu og 5,4 prósent vilja Loga Einarsson. Næst á eftir kemur Þorgerður Katrín, sem 5,0 prósent svarenda völdu. Þar á eftir er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, með 3,0 prósent svarenda á bak við sig, og Inga Sæland rekur lestina með 2,9 prósent. Hér má sjá breytingar á því hvern fólk vill helst sem næsta forsætisráðherra milli tímabila. Fyrstu niðurstöður eru frá því í desember á síðasta ári, næstu frá í maí 2021, svo síðan í september og svo nýjustu niðurstöður.Maskína Þetta er talsverð breyting frá fyrri skoðanakönnunum Maskínu en Katrín hefur bætt verulega við sig stuðningi. Í síðustu könnun, sem var gerð í byrjun september, sögðust 26 prósent svarenda vilja að hún héldi áfram sem forsætisráðherra. Örlitlar breytingar hafa orðið hjá öðrum leiðtogum flokkanna, mest kannski hjá Bjarna Benediktssyni en 13,3 prósent vildu að hann yrði næsti forsætisráðherra í byrjun september, en aðeins 7,6 prósent nú.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðanakannanir Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Sjá meira