Þjónar gengu út af Snaps í síðustu viku: „Það er engan bilbug á okkur að finna“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Árni Sæberg skrifa 15. október 2021 20:39 Þórir Helgi Bergsson er nýr rekstrarstjóri Snaps. Vísir Nær allt starfslið veitingahússins Snaps við Óðinstorg sagði starfi sínu lausu á dögunum vegna víðtækrar óánægju með stjórnarhætti nýs rekstrarstjóra. Í samtali við Vísi í vikunni sögðu fyrrverandi starfsmenn óánægjuna snúa að launakjörum, undirmönnum og samskiptavanda eftir stjórnendaskipi. Um síðustu helgi gengu þjónar út á miðri vakt og gengu gestir því í störf til þess að létta undir með starfsfólki. Þegar fréttastofa leit við á Snaps í kvöld virtist allt vera með besta móti, setið var í hverju sæti og gestir virtust hreinlega streyma inn um dyrnar. Þórir Helgi Bergsson, rekstrarstjóri Snaps, segir í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að síðasta laugardagskvöld hafa verið ótrúlegt enda hefði hann ekki, í öllum sínum veitingarekstri, lent í öðru eins. Hann segist hafa þurft að standa vaktina einn með tvöfalda bókun. „En þetta var bara eitthvað sem gerðist, það voru starfsmenn sem voru ekki ánægðir og þau ákváðu að það væri best að ganga út, gerður það klukkan fimm á laugardegi. Það kom mér hrikalega illa en að sama skapi þá bara var það þannig, segir Þórir Helgi. Biður kúnna afsökunar Hann segir það hafa verið mikið mál að bregðast við stöðunni sem upp kom síðastliðið laugardagskvöld en að það hafi verið gert og það starfsfólk sem eftir stóð hafi gert sitt besta. „Ég segi frekar bara afsakið til kúnnanna okkar að þetta hafi gerst en svona gerast hlutirnir stundum. En það er engan bilbug á okkur að finna og við bara höldum ótrauð áfram og erum bara gamla góða Snaps,“ segir Þórir Helgi og bendir á sneisafullan veitingasal sér að baki. Engar breytingar í vændum Þórir Helgi er nýtekinn við stöðu rekstrarstjóra Snaps en hann segir engar breytingar vera í kortunum enda sé staðurinn búinn að stimpla sig inn sem veitingastað miðbæjarins. „Fólkið í hverfinu kemur, það eru fastakúnnar. Það er bara stórkostleg stemning sem myndast alltaf í kringum þennan stað og auðvitað vil ég halda í það eins mikið og ég get,“ segir Þórir Helgi að lokum. Matur Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Um síðustu helgi gengu þjónar út á miðri vakt og gengu gestir því í störf til þess að létta undir með starfsfólki. Þegar fréttastofa leit við á Snaps í kvöld virtist allt vera með besta móti, setið var í hverju sæti og gestir virtust hreinlega streyma inn um dyrnar. Þórir Helgi Bergsson, rekstrarstjóri Snaps, segir í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að síðasta laugardagskvöld hafa verið ótrúlegt enda hefði hann ekki, í öllum sínum veitingarekstri, lent í öðru eins. Hann segist hafa þurft að standa vaktina einn með tvöfalda bókun. „En þetta var bara eitthvað sem gerðist, það voru starfsmenn sem voru ekki ánægðir og þau ákváðu að það væri best að ganga út, gerður það klukkan fimm á laugardegi. Það kom mér hrikalega illa en að sama skapi þá bara var það þannig, segir Þórir Helgi. Biður kúnna afsökunar Hann segir það hafa verið mikið mál að bregðast við stöðunni sem upp kom síðastliðið laugardagskvöld en að það hafi verið gert og það starfsfólk sem eftir stóð hafi gert sitt besta. „Ég segi frekar bara afsakið til kúnnanna okkar að þetta hafi gerst en svona gerast hlutirnir stundum. En það er engan bilbug á okkur að finna og við bara höldum ótrauð áfram og erum bara gamla góða Snaps,“ segir Þórir Helgi og bendir á sneisafullan veitingasal sér að baki. Engar breytingar í vændum Þórir Helgi er nýtekinn við stöðu rekstrarstjóra Snaps en hann segir engar breytingar vera í kortunum enda sé staðurinn búinn að stimpla sig inn sem veitingastað miðbæjarins. „Fólkið í hverfinu kemur, það eru fastakúnnar. Það er bara stórkostleg stemning sem myndast alltaf í kringum þennan stað og auðvitað vil ég halda í það eins mikið og ég get,“ segir Þórir Helgi að lokum.
Matur Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira