Nýjar reglur stytta sóttkví og einangrun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. október 2021 10:45 Smituðum hefur fjölgað undanfarið hér á landi og eru nú þrír á gjörgæsludeild Landspítalans með alvarlega öndunarerfiðleika. Vísir/Vilhelm Einangrun vegna Covid-19 getur styst varað í sjö daga og almenn krafa um sóttkví styttist úr sjö dögum í fimm með breytingum sem heilbrigðisráðherra hefur gert á reglugerð. Breytingarnar eru sagðar í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis en þær taka gildi á morgun. Að uppfylltum skilyrðum getur tími í einangrun orðið skemmstur sjö dagar, að því er segir í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Almenn krafa um dvöl í sóttkví styttist úr sjö dögum í fimm, að því gefnu að henni ljúki með neikvæðri niðurstöðu úr PCR prófi. Ef einstaklingur undirgengst ekki PCR próf til að ljúka sóttkví þarf hann að sæta henni í fjórtán daga. Reglugerðin tekur gildi frá og með 29. október og taka breyttar reglur einnig til þeirra sem þegar eru í sóttkví eða einangrun. Vísar ráðuneytið til þess að sóttvarnalæknir hafi lokið endurskoðun á reglum um sóttkví og einangrun vegna Covid-19. Niðurstaðan sé að stytta megi einangrun smitaðra og sóttkví þeirra sem hafa verið útsettir fyrir Covid, án þess að auka hættu á útbreiðslu veirunnar. Með breytingunum má læknir nú aflétta einangrun vegna Covid-19 eftir sjö daga hjá einkennalausum, fullbólusettum einstaklingum og einkennalausum börnum sem eru fædd 2009 og síðar. Eftir tíu daga má læknir jafnframt aflétta einangrun fóllbólusettra einstaklinga eða barna sem eru fædd 2009 og síðar ef einkenni eru í rénun og viðkomandi hefur verið hitalaus í 48 klukkustundir fyrir afléttingu. Einnig má aflétta einangrun einkennalauss óbólusetts einstaklings. Allir þeir sem grunur leikur á um að hafi umgengist smitaðan einstakling þurfa að fara í sóttkví í fimm daga frá því að þeir umgengust hann síðast. Neikvætt PCR-próf þarf til að losna úr sóttkvínni. Fyrirkomulag sem hafi gefist vel til þessa Fram að þessu hafa smitaðir þurft að vera í einangrun í fjórtán daga frá greiningu og hafa verið einkennalausir í sjö daga áður en henni er aflétt. Þó hefur verið heimilt að stytta einangrun í tíu daga hjá almennt hraustu fólki sem er einkennalaust í 72 klukkustundir. Þá hefur fólk sem hefur verið útsett fyrir smiti þurft að dvelja fjórtán daga í sóttkví sem stytta hefur mátt í sjö daga með neikvæðu PCR-prófi. Í minnisblaði sóttvarnalæknis til ráðherra frá því á þriðjudag segir að þetta fyrirkomulag um einangrun og sóttkví hafi gefist vel til að hefta útbreiðslu Covid-19. Um 10% allra þeirra sem settir eru í sóttkví greinist með veiruna. Hlutfallið sé þó hærra hjá börnum yngri en tólf ára, á bilinu 15-20%. Sóttkví og einangrun séu þó verulega íþyngjandi bæði fyrir einstaklinga og atvinnulíf. Því hafi sóttvarnalæknir endurskoðað reglurnar í samráði við innlenda aðila. Breytingarnar eigi ekki að auka hættu á útbreiðslu veirunnar. Þær séu í samræmi við leiðbeiningar sem gilda í mörgum nágrannalöndum Íslands. Tengd skjöl Reglugerd_um_einangrun_og_sottkviPDF464KBSækja skjal Minnisblad_sottvarnalaeknisPDF576KBSækja skjal Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Sjá meira
Að uppfylltum skilyrðum getur tími í einangrun orðið skemmstur sjö dagar, að því er segir í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Almenn krafa um dvöl í sóttkví styttist úr sjö dögum í fimm, að því gefnu að henni ljúki með neikvæðri niðurstöðu úr PCR prófi. Ef einstaklingur undirgengst ekki PCR próf til að ljúka sóttkví þarf hann að sæta henni í fjórtán daga. Reglugerðin tekur gildi frá og með 29. október og taka breyttar reglur einnig til þeirra sem þegar eru í sóttkví eða einangrun. Vísar ráðuneytið til þess að sóttvarnalæknir hafi lokið endurskoðun á reglum um sóttkví og einangrun vegna Covid-19. Niðurstaðan sé að stytta megi einangrun smitaðra og sóttkví þeirra sem hafa verið útsettir fyrir Covid, án þess að auka hættu á útbreiðslu veirunnar. Með breytingunum má læknir nú aflétta einangrun vegna Covid-19 eftir sjö daga hjá einkennalausum, fullbólusettum einstaklingum og einkennalausum börnum sem eru fædd 2009 og síðar. Eftir tíu daga má læknir jafnframt aflétta einangrun fóllbólusettra einstaklinga eða barna sem eru fædd 2009 og síðar ef einkenni eru í rénun og viðkomandi hefur verið hitalaus í 48 klukkustundir fyrir afléttingu. Einnig má aflétta einangrun einkennalauss óbólusetts einstaklings. Allir þeir sem grunur leikur á um að hafi umgengist smitaðan einstakling þurfa að fara í sóttkví í fimm daga frá því að þeir umgengust hann síðast. Neikvætt PCR-próf þarf til að losna úr sóttkvínni. Fyrirkomulag sem hafi gefist vel til þessa Fram að þessu hafa smitaðir þurft að vera í einangrun í fjórtán daga frá greiningu og hafa verið einkennalausir í sjö daga áður en henni er aflétt. Þó hefur verið heimilt að stytta einangrun í tíu daga hjá almennt hraustu fólki sem er einkennalaust í 72 klukkustundir. Þá hefur fólk sem hefur verið útsett fyrir smiti þurft að dvelja fjórtán daga í sóttkví sem stytta hefur mátt í sjö daga með neikvæðu PCR-prófi. Í minnisblaði sóttvarnalæknis til ráðherra frá því á þriðjudag segir að þetta fyrirkomulag um einangrun og sóttkví hafi gefist vel til að hefta útbreiðslu Covid-19. Um 10% allra þeirra sem settir eru í sóttkví greinist með veiruna. Hlutfallið sé þó hærra hjá börnum yngri en tólf ára, á bilinu 15-20%. Sóttkví og einangrun séu þó verulega íþyngjandi bæði fyrir einstaklinga og atvinnulíf. Því hafi sóttvarnalæknir endurskoðað reglurnar í samráði við innlenda aðila. Breytingarnar eigi ekki að auka hættu á útbreiðslu veirunnar. Þær séu í samræmi við leiðbeiningar sem gilda í mörgum nágrannalöndum Íslands. Tengd skjöl Reglugerd_um_einangrun_og_sottkviPDF464KBSækja skjal Minnisblad_sottvarnalaeknisPDF576KBSækja skjal
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Sjá meira