Funda stíft um stjórnarsáttmálann í dag Fanndís Birna Logadóttir skrifar 27. nóvember 2021 13:30 Ný ríkisstjórn mun væntanlega líta dagsins ljós á morgun. Vísir/Vilhelm Stofnanir stjórnarflokkanna funda í dag þar sem stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar verður kynntur. Eftir þingflokksfund stjórnarflokkanna á morgun verður stjórnarsáttmálinn síðan kynntur opinberlega en formenn stjórnarflokkanna hafa lítið viljað gefa upp um innihald hans. Áætlað er að nýr stjórnarsáttmáli líti dagsins ljós á morgun en stofnanir stjórnarflokkanna funda saman núna síðdegis til að fara yfir málin. Vinstri græn munu funda klukkan 14:00 en fundir Sjálfstæðisflokksins verða tvískiptir. Annars vegar hefst þingflokksfundur núna klukkan 13:30 og klukkan 15 hefst flokksráðsfundur en um er að ræða bæði fjar- og staðfundi. Framsóknarflokkurinn fundar einnig í dag en um er að ræða fjarfundi að mestu sem hefjast klukkan 15. Þingmenn funda þó í persónu. Eftir þingflokksfund stjórnarflokkanna á morgun mun til að mynda koma í ljós hvort ráðherrum verður fjölgað um einn og nýtt innviðaráðuneyti stofnað en líklegt er að svo verði. Síðasta ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, var skipuð fimm ráðherrum Sjálfstæðisflokks, þremur frá Framsóknarflokki og þremur frá Vinstri grænum. Framsókn bætti þó við sig fimm þingmönnum eftir kosningarnar í september á meðan Vinstri græn misstu þrjá þingmenn. Mun það skýrast á morgun hvernig ráðuneytin skiptast í hinni nýju ríkisstjórn. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, vildi lítið gefa upp um innihald stjórnarsáttmálans í gær. Sagði hann að um var að ræða spennandi verkefni en að þrír væru í þessu sambandi sem öll þyrftu að taka tillit til hvers annars. Katrín Jakobsdóttir vildi sömuleiðis lítið gefa upp um innihald stjórnarsáttmálans en hún sagði hann bera þess merki að flokkarnir væru búnir að vinna saman í fjögur ár. Að sögn Katrínar er áætlað að stefnuræða forsætisráðherra verði flutt á miðvikudag. Þá verður fjárlagafrumvarpinu líklega dreift á þriðjudag og það tekið til umræðu þann 1. desember. Aðspurð um hvort það hefði tekið skemmri tíma að mynda ríkisstjórn ef ekki væri fyrir ferlið sem fór af stað í kringum kosningarnar í Norðvesturkjördæmi segir Katrín svo vera. „Við hefðum geta verið fyrr á ferð, alveg tvímælalaust, en við vorum öll sammála að það væri mikilvægt að þingið kæmist að niðurstöðu og það væri hreinlega ekki rétt að stofna til ríkisstjórnar,“ segir Katrín. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Ætla að kynna nýja ríkisstjórn á sunnudaginn Formenn Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks ætla að funda með lykilfólki í flokkunum sínum á morgun og kynna fyrir þeim stjórnarsáttmála. Leggi þeir blessun sína yfir stjórnarsáttmálann verður hann kynntur fyrir þjóðinni á sunnudag. 26. nóvember 2021 13:57 Staðfestu kjörbréf allra þingmanna Alþingi staðfesti í kvöld kjörbréf allra þeirra 63 þingmanna sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Alþingi samþykkti tillögu meirihluta kjörbréfanefndar þess efnis og verður því ekki boðað til uppkosningar. 25. nóvember 2021 21:35 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Áætlað er að nýr stjórnarsáttmáli líti dagsins ljós á morgun en stofnanir stjórnarflokkanna funda saman núna síðdegis til að fara yfir málin. Vinstri græn munu funda klukkan 14:00 en fundir Sjálfstæðisflokksins verða tvískiptir. Annars vegar hefst þingflokksfundur núna klukkan 13:30 og klukkan 15 hefst flokksráðsfundur en um er að ræða bæði fjar- og staðfundi. Framsóknarflokkurinn fundar einnig í dag en um er að ræða fjarfundi að mestu sem hefjast klukkan 15. Þingmenn funda þó í persónu. Eftir þingflokksfund stjórnarflokkanna á morgun mun til að mynda koma í ljós hvort ráðherrum verður fjölgað um einn og nýtt innviðaráðuneyti stofnað en líklegt er að svo verði. Síðasta ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, var skipuð fimm ráðherrum Sjálfstæðisflokks, þremur frá Framsóknarflokki og þremur frá Vinstri grænum. Framsókn bætti þó við sig fimm þingmönnum eftir kosningarnar í september á meðan Vinstri græn misstu þrjá þingmenn. Mun það skýrast á morgun hvernig ráðuneytin skiptast í hinni nýju ríkisstjórn. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, vildi lítið gefa upp um innihald stjórnarsáttmálans í gær. Sagði hann að um var að ræða spennandi verkefni en að þrír væru í þessu sambandi sem öll þyrftu að taka tillit til hvers annars. Katrín Jakobsdóttir vildi sömuleiðis lítið gefa upp um innihald stjórnarsáttmálans en hún sagði hann bera þess merki að flokkarnir væru búnir að vinna saman í fjögur ár. Að sögn Katrínar er áætlað að stefnuræða forsætisráðherra verði flutt á miðvikudag. Þá verður fjárlagafrumvarpinu líklega dreift á þriðjudag og það tekið til umræðu þann 1. desember. Aðspurð um hvort það hefði tekið skemmri tíma að mynda ríkisstjórn ef ekki væri fyrir ferlið sem fór af stað í kringum kosningarnar í Norðvesturkjördæmi segir Katrín svo vera. „Við hefðum geta verið fyrr á ferð, alveg tvímælalaust, en við vorum öll sammála að það væri mikilvægt að þingið kæmist að niðurstöðu og það væri hreinlega ekki rétt að stofna til ríkisstjórnar,“ segir Katrín.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Ætla að kynna nýja ríkisstjórn á sunnudaginn Formenn Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks ætla að funda með lykilfólki í flokkunum sínum á morgun og kynna fyrir þeim stjórnarsáttmála. Leggi þeir blessun sína yfir stjórnarsáttmálann verður hann kynntur fyrir þjóðinni á sunnudag. 26. nóvember 2021 13:57 Staðfestu kjörbréf allra þingmanna Alþingi staðfesti í kvöld kjörbréf allra þeirra 63 þingmanna sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Alþingi samþykkti tillögu meirihluta kjörbréfanefndar þess efnis og verður því ekki boðað til uppkosningar. 25. nóvember 2021 21:35 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Ætla að kynna nýja ríkisstjórn á sunnudaginn Formenn Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks ætla að funda með lykilfólki í flokkunum sínum á morgun og kynna fyrir þeim stjórnarsáttmála. Leggi þeir blessun sína yfir stjórnarsáttmálann verður hann kynntur fyrir þjóðinni á sunnudag. 26. nóvember 2021 13:57
Staðfestu kjörbréf allra þingmanna Alþingi staðfesti í kvöld kjörbréf allra þeirra 63 þingmanna sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Alþingi samþykkti tillögu meirihluta kjörbréfanefndar þess efnis og verður því ekki boðað til uppkosningar. 25. nóvember 2021 21:35