Gengið sé fram hjá sjálfstæðismönnum í Suðurkjördæmi Árni Sæberg skrifar 28. nóvember 2021 17:49 Engan fulltrúa sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi er að finna í nýrri ríkisstjórn. Vísir/Vilhelm Formenn félaga ungra sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi segjast verulega ósáttir með að ítrekað sé gengið fram hjá oddvitum flokksins í Suðurkjördæmi við val á ráðherrum. Stjórnir fulltrúaráða flokksins í kjördæminu eru á sama máli. Í nýrri ríkisstjórn sem kynnt var til sögunnar í dag á Sjálfstæðisflokkurinn fimm ráðherra. Af þeim fimm er enginn þingmaður Suðurkjördæmis. Þetta telja ungir sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi sniðgöngu á oddvita þeirra. „Í síðastliðnum kosningum hlaut listi Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi gífurlegan stuðning og eignuðust þar fyrsta þingmann kjördæmisins, þess má geta að oddviti sjálfstæðismanna fékk því meiri fleiri atkvæði og meiri stuðning en oddviti og formaður Framsóknarflokksins,“ segir í ályktun sem formenn ungra sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi sendu frá sér í dag. Þeir benda á að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem gengið sé fram hjá oddvitum kjördæmisins, það hafi verið gert við myndun síðustu þriggja ríkisstjórna. Þá segja þeir ekki unnt að efast um styrk Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu en í síðustu kosningum hlaut flokkurinn aðeins betri kosningu í kjördæmi formannsins, Kraganum. Misskipting valds eftir landshlutum Formennirnir urðu einnig fyrir vonbrigðum með dreifingu ráðherrastóla milli landshluta þar sem tíu ráðherrar auk forseta þingsins buðu sig fram á höfuðborgarsvæðinu. Einungis tveir ráðherrar eru fulltrúar landsbyggðarinnar, þau Sigurður Ingi og Þórdís Kolbrún. Því sé ljóst að íbúar landsbyggðarinnar sitji ekki við sama borð og íbúar höfuðborgarsvæðisins, að sögn formannanna. Þó bæti aðeins úr sök að stefnt sé að því að Guðrún Hafsteinsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna og fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis, taki við af Jóni Gunnarssyni sem dómsmálaráðherra að átján mánuðum liðnum. Enn halli þó verulega á landsbyggðina. „Formenn félaga ungra sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi lýsa yfir mikilli undrun á ákvörðun formanns Sjálfstæðisflokksins um að oddviti Suðurkjördæmissitji ekki heilt kjörtímabil sem ráðherra,“ segir í lok ályktunar formannanna. Fulltrúaráðin taka undir Stjórnir fulltrúaráða sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ, Vestmannaeyjum, Árnessýslu, Austur-Skaftafellssýslu, Gullbringusýslu og Grindavík eru á sama máli og yngri flokkssystkini þeirra og hafa sent frá sér sameiginlega ályktun vegna skipan ráðherra í nýja ríkisstjórn Stjórnirnar lýsa yfir vonbrigðum með að Bjarni Benediktsson hafi hundsað forystumann Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, Guðrúnu Hafsteinsdóttur, í ráðherravali sínu. Þeir krefjast útskýringa af hálfu hans. „Vægi landsbyggðarinnar er vægast sagt fyrir borð borið með úthlutun ráðherrastóla í komandi ríkisstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn gefur sig út fyrir að vera flokkur allra landsmanna og ætti að sýna það í gjörðum sínum,“ segir í ályktun þeirra. Það að veita Guðrúnu Hafsteinsdóttur ráðuneyti einungis hluta kjörtímabilsins sé blaut tuska í andlitið kjósenda Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og öllum þeim hundruðum sjálfboðaliða sem tóku þátt í að tryggja glæst gengi flokksins. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Suðurkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Í nýrri ríkisstjórn sem kynnt var til sögunnar í dag á Sjálfstæðisflokkurinn fimm ráðherra. Af þeim fimm er enginn þingmaður Suðurkjördæmis. Þetta telja ungir sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi sniðgöngu á oddvita þeirra. „Í síðastliðnum kosningum hlaut listi Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi gífurlegan stuðning og eignuðust þar fyrsta þingmann kjördæmisins, þess má geta að oddviti sjálfstæðismanna fékk því meiri fleiri atkvæði og meiri stuðning en oddviti og formaður Framsóknarflokksins,“ segir í ályktun sem formenn ungra sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi sendu frá sér í dag. Þeir benda á að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem gengið sé fram hjá oddvitum kjördæmisins, það hafi verið gert við myndun síðustu þriggja ríkisstjórna. Þá segja þeir ekki unnt að efast um styrk Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu en í síðustu kosningum hlaut flokkurinn aðeins betri kosningu í kjördæmi formannsins, Kraganum. Misskipting valds eftir landshlutum Formennirnir urðu einnig fyrir vonbrigðum með dreifingu ráðherrastóla milli landshluta þar sem tíu ráðherrar auk forseta þingsins buðu sig fram á höfuðborgarsvæðinu. Einungis tveir ráðherrar eru fulltrúar landsbyggðarinnar, þau Sigurður Ingi og Þórdís Kolbrún. Því sé ljóst að íbúar landsbyggðarinnar sitji ekki við sama borð og íbúar höfuðborgarsvæðisins, að sögn formannanna. Þó bæti aðeins úr sök að stefnt sé að því að Guðrún Hafsteinsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna og fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis, taki við af Jóni Gunnarssyni sem dómsmálaráðherra að átján mánuðum liðnum. Enn halli þó verulega á landsbyggðina. „Formenn félaga ungra sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi lýsa yfir mikilli undrun á ákvörðun formanns Sjálfstæðisflokksins um að oddviti Suðurkjördæmissitji ekki heilt kjörtímabil sem ráðherra,“ segir í lok ályktunar formannanna. Fulltrúaráðin taka undir Stjórnir fulltrúaráða sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ, Vestmannaeyjum, Árnessýslu, Austur-Skaftafellssýslu, Gullbringusýslu og Grindavík eru á sama máli og yngri flokkssystkini þeirra og hafa sent frá sér sameiginlega ályktun vegna skipan ráðherra í nýja ríkisstjórn Stjórnirnar lýsa yfir vonbrigðum með að Bjarni Benediktsson hafi hundsað forystumann Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, Guðrúnu Hafsteinsdóttur, í ráðherravali sínu. Þeir krefjast útskýringa af hálfu hans. „Vægi landsbyggðarinnar er vægast sagt fyrir borð borið með úthlutun ráðherrastóla í komandi ríkisstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn gefur sig út fyrir að vera flokkur allra landsmanna og ætti að sýna það í gjörðum sínum,“ segir í ályktun þeirra. Það að veita Guðrúnu Hafsteinsdóttur ráðuneyti einungis hluta kjörtímabilsins sé blaut tuska í andlitið kjósenda Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og öllum þeim hundruðum sjálfboðaliða sem tóku þátt í að tryggja glæst gengi flokksins.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Suðurkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira