Costco ber að greiða ferðir starfsmanna utan áætlunartíma strætó Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. desember 2021 07:06 Deilur um ferðakostnað starfsmanna hafa staðið yfir í nokkurn tíma. Vísir/Vilhelm Félagsdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Costco sé skylt að greiða starfsmönnum fyrir ferðir til og frá vinnu í verslunina við Kauptún í Garðabæ á þeim tíma sem strætisvagnar ganga ekki, óháð því hvernig starfsmenn haga ferðum til og frá vinnu á öðrum tíma. Þá kemst dómurinn að þeirri niðurstöðu að noti starfsmenn Costco eigin bifreið til að komast til eða frá vinnu á þeim tíma sem strætisvagnar ganga ekki, skuli fyrirtækið greiða þeim aksturskostnað samkvæmt kjarasamningi VR og Samtaka atvinnulífsins. Ágreiningur hefur verið uppi um þátttöku Costco í ferðakostnaði starfsmanna en umrætt mál varðaði meðal annars ógoldnar akstursgreiðslur nokkurra starfsmanna. Meðal þeirra var einn sem var í fullri vinnu í bakaríi Costco og hóf jafnan störf klukkan 4 að morgni, þegar almenningssamgöngur eru ekki valkostur. Það var Alþýðusamband Íslands sem sótti málið fyrir hönd félagsmanna VR en það byggði dómkröfur sínar meðal annars á því að skýr greiðsluskylda hvíldi á vinnuveitendum til greiðslu ferðakostnaðar þegar vinna hæfist eða lyki á tíma þegar strætisvagnar væru ekki valkostur og atvinnurekandi sæi starfsmönnum ekki fyrir ferðum. Sú skylda væri óháð því hvernig starfsmenn kæmu venjulega til vinnu. Costco sagði hins vegar að umræddu ákvæði í kjarasamningnum væri eingöngu ætlað að tryggja að starfsmenn sem almennt notuðu almenningssamgöngur vegna vinnu sinnar kæmust til og frá vinnu án viðbótarkostnaðar utan áætlunartíma strætisvagna. Umrætt ákvæði er svohljóðandi: „Ferðir til og frá vinnustað á höfuðborgarsvæðinu (Reykjavík, Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður, Mosfellsbær og Seltjarnarnes), á þeim tíma sem strætisvagnar ganga ekki, greiðast af vinnuveitanda.“ Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu að samkvæmt orðanna hljóðan fæli ákvæðið í sér ótvíræða skyldu vinnuveitanda til að greiða fyrir ferðir starfsmanna til og frá vinnustað á höfuðborgarsvæðinu þegar strætisvagnar væru ekki valkostur. „Ákvæðið er afdráttarlaust og er ekki gerður greinarmunur á því með hvaða hætti starfsmenn ferðast almennt til og frá vinnu. Því síður er greiðsluskylda skilyrt við að viðkomandi starfsmaður hafi í reynd borið kostnað, svo sem vegna ferðar með leigubifreið. Sú túlkun sem stefndi telur að leggja eigi til grundvallar fær þannig ekki stoð í orðalagi ákvæðisin,“ segir í dóminum. Þá kemst hann einnig að þeirri niðurstöðu að Costco beri að greiða starfsmönnum kílómetragjald fyrir ferðir á eigin bifreiðum utan áætlunartíma strætó. Dóminn má lesa hér. Costco Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Sjá meira
Þá kemst dómurinn að þeirri niðurstöðu að noti starfsmenn Costco eigin bifreið til að komast til eða frá vinnu á þeim tíma sem strætisvagnar ganga ekki, skuli fyrirtækið greiða þeim aksturskostnað samkvæmt kjarasamningi VR og Samtaka atvinnulífsins. Ágreiningur hefur verið uppi um þátttöku Costco í ferðakostnaði starfsmanna en umrætt mál varðaði meðal annars ógoldnar akstursgreiðslur nokkurra starfsmanna. Meðal þeirra var einn sem var í fullri vinnu í bakaríi Costco og hóf jafnan störf klukkan 4 að morgni, þegar almenningssamgöngur eru ekki valkostur. Það var Alþýðusamband Íslands sem sótti málið fyrir hönd félagsmanna VR en það byggði dómkröfur sínar meðal annars á því að skýr greiðsluskylda hvíldi á vinnuveitendum til greiðslu ferðakostnaðar þegar vinna hæfist eða lyki á tíma þegar strætisvagnar væru ekki valkostur og atvinnurekandi sæi starfsmönnum ekki fyrir ferðum. Sú skylda væri óháð því hvernig starfsmenn kæmu venjulega til vinnu. Costco sagði hins vegar að umræddu ákvæði í kjarasamningnum væri eingöngu ætlað að tryggja að starfsmenn sem almennt notuðu almenningssamgöngur vegna vinnu sinnar kæmust til og frá vinnu án viðbótarkostnaðar utan áætlunartíma strætisvagna. Umrætt ákvæði er svohljóðandi: „Ferðir til og frá vinnustað á höfuðborgarsvæðinu (Reykjavík, Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður, Mosfellsbær og Seltjarnarnes), á þeim tíma sem strætisvagnar ganga ekki, greiðast af vinnuveitanda.“ Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu að samkvæmt orðanna hljóðan fæli ákvæðið í sér ótvíræða skyldu vinnuveitanda til að greiða fyrir ferðir starfsmanna til og frá vinnustað á höfuðborgarsvæðinu þegar strætisvagnar væru ekki valkostur. „Ákvæðið er afdráttarlaust og er ekki gerður greinarmunur á því með hvaða hætti starfsmenn ferðast almennt til og frá vinnu. Því síður er greiðsluskylda skilyrt við að viðkomandi starfsmaður hafi í reynd borið kostnað, svo sem vegna ferðar með leigubifreið. Sú túlkun sem stefndi telur að leggja eigi til grundvallar fær þannig ekki stoð í orðalagi ákvæðisin,“ segir í dóminum. Þá kemst hann einnig að þeirri niðurstöðu að Costco beri að greiða starfsmönnum kílómetragjald fyrir ferðir á eigin bifreiðum utan áætlunartíma strætó. Dóminn má lesa hér.
Costco Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Sjá meira