Ekkert benti til refsiverðrar háttsemi lögreglu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. desember 2021 11:31 Frá vettvangi í Dalsseli í ágúst. Vísir/Egill Héraðssaksóknari hefur hætt rannsókn á viðbrögðum lögreglu við skotárás í Dalseli á Egilsstöðum þann 26. ágúst í fyrra. Saksóknari segir ekkert hafa komið fram sem gefið hafi til kynna refsiverða háttsemi af hálfu lögreglu. Austurfrétt greindi fyrst frá. Friðrik Smári Björgvinsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara, segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að samkvæmt lögreglulögum skuli héraðssaksóknari rannsaka atvik þegar maður lætur lífið, hann verði fyrir stórfelldu líkamstjóni eða lífi manns er hætta búin í tengslum við störf lögreglu, óháð því hvort grunur sé um refsivert brot. Við slíkar rannsóknir hafi lögreglumönnum verið gefin réttarstaða sakborninga. Svo hafi verið gert við tvo lögreglumenn við rannsókn þessa máls. „Ekkert kom fram við rannsóknina sem benti til að um hafi verið að ræða refsiverða háttsemi af hálfu lögreglu og því hefur sá hluti málsins verið látinn niður falla með vísan til 145. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Lögreglumönnunum var tilkynnt um ákvörðunina í síðustu viku,“ segir Friðrik Smári. Ætlaði að eiga samskipti við barnsföður kærustu Það var á tíunda tímanum að kvöldi 26. ágúst sem Lögreglunni á Austurlandi barst tilkynning um vopnaðan mann sem hafði uppi hótanir um að beita vopni. Þar var á ferðinni karlmaður á fimmtugsaldri sem ætlaði að eiga samskipti við barnsföður kærustu sinnar sem býr í götunni. Mætti hann þangað vopnaður Beretta A87 Target skammbyssu. Skothvellir heyrðust úr húsinu og var maðurinn síðar skotinn í kviðinn af lögreglu. Voru viðbrögð lögreglu til rannsóknar hjá héraðssaksóknara sem hefur nú hætt þeirri rannsókn. Kröfur um milljónir í bætur Byssumaðurinn sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps, húsbrot, eignaspjöll, vopnalagabrot og brot í nánu sambandi. Þá hefur réttargæslumaður brotaþola lagt fram einkaréttarkröfur fyrir þeirra hönd. Það er fyrir hönd sambýliskonu mannsins, barnsföður hennar og tveggja sona þeirra. Barnsfaðirinn gerir þá kröfu að maðurinn greiði honum rúmar 2,9 milljónir króna í miskabætur. Gerð er krafa fyrir hönd unglingsdrengjanna tveggja að byssumaðurinn greiði þeim 2,5 milljónir króna hvorum í miskabætur. Þá gerir móðir drengjanna, sambýliskona byssumannsins, kröfu um að hann greiði sér 1,5 milljón króna í miskabætur. Skotinn af lögreglu á Egilsstöðum Dómsmál Lögreglan Lögreglumál Múlaþing Tengdar fréttir Byssumaðurinn meðal annars ákærður fyrir tilraun til manndráps Ákæra á hendur manninum, sem var skotinn af lögreglunni á Egilsstöðum í ágúst eftir að hann skaut af byssu á íbúðarhús í Dalseli, hefur verið birt. Maðurinn er meðal annars ákærður fyrir tilraun til manndráps, húsbrot, eignaspjöll, vopnalagabrot og brot í nánu sambandi. 29. nóvember 2021 11:02 Byssumaðurinn á Egilsstöðum ákærður Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni, sem skaut á hús í Dalseli á Egilsstöðum í ágúst. Maðurinn var skotinn af lögreglu og fluttur á Landspítala þar sem hann lá á gjörgæslu í nokkurn tíma. Hann var síðar úrskurðaður í gæsluvarðhald. 22. nóvember 2021 11:03 Bæjarbúar skelkaðir og þeim boðin áfallahjálp Íbúar á Egilsstöðum eru slegnir eftir að lögregla skaut mann þar í gærkvöldi. Líðan skotmannsins er stöðug en hann gekkst undir aðgerð í nótt eftir að hafa orðið fyrir skoti í kviðinn. 27. ágúst 2021 21:06 Hrósar lögreglu í hástert fyrir viðbrögð í gærkvöldi Íbúi í Dalseli á Egilsstöðum segir lögreglu á Austfjörðum hafa staðið sig afar faglega á vettvangi þegar vopnaður karlmaður á fimmtugsaldri var skotinn í gærkvöldi. Hann segir byssumanninn hafa dritað kúlum og haglaskotum um allt. 27. ágúst 2021 16:24 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Sjá meira
Austurfrétt greindi fyrst frá. Friðrik Smári Björgvinsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara, segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að samkvæmt lögreglulögum skuli héraðssaksóknari rannsaka atvik þegar maður lætur lífið, hann verði fyrir stórfelldu líkamstjóni eða lífi manns er hætta búin í tengslum við störf lögreglu, óháð því hvort grunur sé um refsivert brot. Við slíkar rannsóknir hafi lögreglumönnum verið gefin réttarstaða sakborninga. Svo hafi verið gert við tvo lögreglumenn við rannsókn þessa máls. „Ekkert kom fram við rannsóknina sem benti til að um hafi verið að ræða refsiverða háttsemi af hálfu lögreglu og því hefur sá hluti málsins verið látinn niður falla með vísan til 145. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Lögreglumönnunum var tilkynnt um ákvörðunina í síðustu viku,“ segir Friðrik Smári. Ætlaði að eiga samskipti við barnsföður kærustu Það var á tíunda tímanum að kvöldi 26. ágúst sem Lögreglunni á Austurlandi barst tilkynning um vopnaðan mann sem hafði uppi hótanir um að beita vopni. Þar var á ferðinni karlmaður á fimmtugsaldri sem ætlaði að eiga samskipti við barnsföður kærustu sinnar sem býr í götunni. Mætti hann þangað vopnaður Beretta A87 Target skammbyssu. Skothvellir heyrðust úr húsinu og var maðurinn síðar skotinn í kviðinn af lögreglu. Voru viðbrögð lögreglu til rannsóknar hjá héraðssaksóknara sem hefur nú hætt þeirri rannsókn. Kröfur um milljónir í bætur Byssumaðurinn sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps, húsbrot, eignaspjöll, vopnalagabrot og brot í nánu sambandi. Þá hefur réttargæslumaður brotaþola lagt fram einkaréttarkröfur fyrir þeirra hönd. Það er fyrir hönd sambýliskonu mannsins, barnsföður hennar og tveggja sona þeirra. Barnsfaðirinn gerir þá kröfu að maðurinn greiði honum rúmar 2,9 milljónir króna í miskabætur. Gerð er krafa fyrir hönd unglingsdrengjanna tveggja að byssumaðurinn greiði þeim 2,5 milljónir króna hvorum í miskabætur. Þá gerir móðir drengjanna, sambýliskona byssumannsins, kröfu um að hann greiði sér 1,5 milljón króna í miskabætur.
Skotinn af lögreglu á Egilsstöðum Dómsmál Lögreglan Lögreglumál Múlaþing Tengdar fréttir Byssumaðurinn meðal annars ákærður fyrir tilraun til manndráps Ákæra á hendur manninum, sem var skotinn af lögreglunni á Egilsstöðum í ágúst eftir að hann skaut af byssu á íbúðarhús í Dalseli, hefur verið birt. Maðurinn er meðal annars ákærður fyrir tilraun til manndráps, húsbrot, eignaspjöll, vopnalagabrot og brot í nánu sambandi. 29. nóvember 2021 11:02 Byssumaðurinn á Egilsstöðum ákærður Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni, sem skaut á hús í Dalseli á Egilsstöðum í ágúst. Maðurinn var skotinn af lögreglu og fluttur á Landspítala þar sem hann lá á gjörgæslu í nokkurn tíma. Hann var síðar úrskurðaður í gæsluvarðhald. 22. nóvember 2021 11:03 Bæjarbúar skelkaðir og þeim boðin áfallahjálp Íbúar á Egilsstöðum eru slegnir eftir að lögregla skaut mann þar í gærkvöldi. Líðan skotmannsins er stöðug en hann gekkst undir aðgerð í nótt eftir að hafa orðið fyrir skoti í kviðinn. 27. ágúst 2021 21:06 Hrósar lögreglu í hástert fyrir viðbrögð í gærkvöldi Íbúi í Dalseli á Egilsstöðum segir lögreglu á Austfjörðum hafa staðið sig afar faglega á vettvangi þegar vopnaður karlmaður á fimmtugsaldri var skotinn í gærkvöldi. Hann segir byssumanninn hafa dritað kúlum og haglaskotum um allt. 27. ágúst 2021 16:24 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Sjá meira
Byssumaðurinn meðal annars ákærður fyrir tilraun til manndráps Ákæra á hendur manninum, sem var skotinn af lögreglunni á Egilsstöðum í ágúst eftir að hann skaut af byssu á íbúðarhús í Dalseli, hefur verið birt. Maðurinn er meðal annars ákærður fyrir tilraun til manndráps, húsbrot, eignaspjöll, vopnalagabrot og brot í nánu sambandi. 29. nóvember 2021 11:02
Byssumaðurinn á Egilsstöðum ákærður Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni, sem skaut á hús í Dalseli á Egilsstöðum í ágúst. Maðurinn var skotinn af lögreglu og fluttur á Landspítala þar sem hann lá á gjörgæslu í nokkurn tíma. Hann var síðar úrskurðaður í gæsluvarðhald. 22. nóvember 2021 11:03
Bæjarbúar skelkaðir og þeim boðin áfallahjálp Íbúar á Egilsstöðum eru slegnir eftir að lögregla skaut mann þar í gærkvöldi. Líðan skotmannsins er stöðug en hann gekkst undir aðgerð í nótt eftir að hafa orðið fyrir skoti í kviðinn. 27. ágúst 2021 21:06
Hrósar lögreglu í hástert fyrir viðbrögð í gærkvöldi Íbúi í Dalseli á Egilsstöðum segir lögreglu á Austfjörðum hafa staðið sig afar faglega á vettvangi þegar vopnaður karlmaður á fimmtugsaldri var skotinn í gærkvöldi. Hann segir byssumanninn hafa dritað kúlum og haglaskotum um allt. 27. ágúst 2021 16:24
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?