Slagorð úr vopnabúri hernaðarandstæðinga nýtt gegn bólusetningum barna Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. desember 2021 23:00 Andstæðingar bólusetninga taka óvæntan snúning með nýju heiti á mótmælum sínum. vísir/sigurjón/óttar Hernaðarandstæðingar eru afar ósáttir við að andstæðingar bólusetninga skuli nota þekkt slagorð úr þeirra vopnabúri. Boðað hefur verið til mótmæla þeirra sem gjalda varhug við bólusetningum undir yfirskriftinni Friðarganga. Samtök hernaðarandstæðinga hafa staðið fyrir friðargöngunni frá árinu 1980 en gátu ekki haldið hana í fyrra vegna samkomutakmarkana. Fjöldi fólks sækir hana árlega og það kom eflaust mörgum á óvart að sjá hana auglýsta strax á morgun, 18. desember. „Það kom okkur mjög á óvart að það væri friðarganga á morgun. Hún er sem sagt alltaf á Þorláksmessu hjá okkur og við erum nýbúin að ákveða að við getum ekki haldið hana með hefðbundnu sniði vegna sóttvarnaaðgerða,“ segir Guttormur Þorsteinsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Stöldrum við... fyrir okkur öll Auglýsingin fyrir gönguna er nefnilega alls ekki í anda hernaðarandstæðinga. Hér virðast vera á ferð mótmæli gegn bólusetningum barna. Þessi auglýsing birtist í Dagskránni, fréttablaði Suðurlands.Dagskráin Fámennur hópur hefur staðið fyrir reglulegum mótmælum gegn aðgerðum stjórnvalda í faraldrinum en hann fór nýlega að leggja aðaláherslu á bólusetningar barna. Sjá einnig: Mótmæltu bólusetningum á Austurvelli. Og hernaðarandstæðingar eru allt annað en sáttir með að mótmælin fari fram undir formerkjum áratuga gamallar jólahefðar þeirra. „Mér finnst þetta frekar leiðinlegt og við viljum helst ekki vera tengd þeirra málstað heldur tala almennt fyrir friði. Og því er frekar leiðinlegt að þau séu að nota þetta nafn sem hefur verið svona jólasiður hjá mörgum í marga áratugi. Og að það sé hægt að rugla þessu saman,“ segir Guttormur. Guttormur ítrekar fyrir fólki að viðburðurinn sé ekki á vegum Samtaka hernaðarandstæðinga.vísir/einar Harðneita tengingunni Mótmælin á morgun munu fara fram bæði í Reykjavík og á Akureyri, rétt eins og venjan er með friðargöngu hernaðarandstæðinga. Í skriflegu svari frá forsvarsmönnum mótmælanna harðtaka þeir þó fyrir að friðarganga hernaðarandstæðinga hafi verið í huga þeirra þegar nafn var fundið á gönguna. Spurð hvort þarna væri á ferð stæling á nafni hinnar einu sönnu friðargöngu svaraði Martha Ernstsdóttir, einn forsvarsmannanna því neitandi: „Nei alls ekki, þetta er friðarganga til að leggja áherslu á mannréttindi, frelsi og lýðræði,“ sagði hún. Eru ekki á móti bólusetningum Guttormur vill ítreka fyrir fólki að viðburðurinn sé ekki tengdur hernaðarandstæðingum á neinn hátt. Og hernaðarandstæðingar eru ekki á móti bólusetningum barna eða hvað? „Nei, við höfum allavega ekki tekið þá afstöðu, nei.“ Bólusetningar Hernaður Reykjavík Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Tengdar fréttir Óbólusett börn geta veikst mikið af nýjum veiruafbrigðum Prófessor í barnalækningum og smitsjúkdómum segir það samfélagslega ábyrgð fullorðinna að láta bólusetja börnin sín, sem geti veikst alvarlega af nýju afbrigðum veirunnar. Ljósið í myrkrinu, að börnin mundu öll sleppa vel, er slokknað. Faraldurinn er á hraðri uppleið enn á ný og það eru óbólusett börn sem halda honum uppi, segir sóttvarnalæknir. 16. desember 2021 20:01 Gengst við því að hafa gert of mikið úr veikindum barna Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur gengist við gagnrýni á umfjöllun hans um veikindi barna af völdum Covid-19 og leiðrétt fyrra mat sitt í samræmi við það. 17. desember 2021 15:34 Mælt með að börn sem hafa fengið Covid-19 fái líka bólusetningu Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að öllum fimm til ellefu ára börnum hér á landi verði boðin bólusetning gegn Covid 19. Sjúkdómurinn geti verið alvarlegur hjá börnum á þessum aldri og bólusetning minnki líkur á langtímaáhrifum. Bólusett verður í grunnskólum landsins. 13. desember 2021 20:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Samtök hernaðarandstæðinga hafa staðið fyrir friðargöngunni frá árinu 1980 en gátu ekki haldið hana í fyrra vegna samkomutakmarkana. Fjöldi fólks sækir hana árlega og það kom eflaust mörgum á óvart að sjá hana auglýsta strax á morgun, 18. desember. „Það kom okkur mjög á óvart að það væri friðarganga á morgun. Hún er sem sagt alltaf á Þorláksmessu hjá okkur og við erum nýbúin að ákveða að við getum ekki haldið hana með hefðbundnu sniði vegna sóttvarnaaðgerða,“ segir Guttormur Þorsteinsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Stöldrum við... fyrir okkur öll Auglýsingin fyrir gönguna er nefnilega alls ekki í anda hernaðarandstæðinga. Hér virðast vera á ferð mótmæli gegn bólusetningum barna. Þessi auglýsing birtist í Dagskránni, fréttablaði Suðurlands.Dagskráin Fámennur hópur hefur staðið fyrir reglulegum mótmælum gegn aðgerðum stjórnvalda í faraldrinum en hann fór nýlega að leggja aðaláherslu á bólusetningar barna. Sjá einnig: Mótmæltu bólusetningum á Austurvelli. Og hernaðarandstæðingar eru allt annað en sáttir með að mótmælin fari fram undir formerkjum áratuga gamallar jólahefðar þeirra. „Mér finnst þetta frekar leiðinlegt og við viljum helst ekki vera tengd þeirra málstað heldur tala almennt fyrir friði. Og því er frekar leiðinlegt að þau séu að nota þetta nafn sem hefur verið svona jólasiður hjá mörgum í marga áratugi. Og að það sé hægt að rugla þessu saman,“ segir Guttormur. Guttormur ítrekar fyrir fólki að viðburðurinn sé ekki á vegum Samtaka hernaðarandstæðinga.vísir/einar Harðneita tengingunni Mótmælin á morgun munu fara fram bæði í Reykjavík og á Akureyri, rétt eins og venjan er með friðargöngu hernaðarandstæðinga. Í skriflegu svari frá forsvarsmönnum mótmælanna harðtaka þeir þó fyrir að friðarganga hernaðarandstæðinga hafi verið í huga þeirra þegar nafn var fundið á gönguna. Spurð hvort þarna væri á ferð stæling á nafni hinnar einu sönnu friðargöngu svaraði Martha Ernstsdóttir, einn forsvarsmannanna því neitandi: „Nei alls ekki, þetta er friðarganga til að leggja áherslu á mannréttindi, frelsi og lýðræði,“ sagði hún. Eru ekki á móti bólusetningum Guttormur vill ítreka fyrir fólki að viðburðurinn sé ekki tengdur hernaðarandstæðingum á neinn hátt. Og hernaðarandstæðingar eru ekki á móti bólusetningum barna eða hvað? „Nei, við höfum allavega ekki tekið þá afstöðu, nei.“
Bólusetningar Hernaður Reykjavík Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Tengdar fréttir Óbólusett börn geta veikst mikið af nýjum veiruafbrigðum Prófessor í barnalækningum og smitsjúkdómum segir það samfélagslega ábyrgð fullorðinna að láta bólusetja börnin sín, sem geti veikst alvarlega af nýju afbrigðum veirunnar. Ljósið í myrkrinu, að börnin mundu öll sleppa vel, er slokknað. Faraldurinn er á hraðri uppleið enn á ný og það eru óbólusett börn sem halda honum uppi, segir sóttvarnalæknir. 16. desember 2021 20:01 Gengst við því að hafa gert of mikið úr veikindum barna Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur gengist við gagnrýni á umfjöllun hans um veikindi barna af völdum Covid-19 og leiðrétt fyrra mat sitt í samræmi við það. 17. desember 2021 15:34 Mælt með að börn sem hafa fengið Covid-19 fái líka bólusetningu Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að öllum fimm til ellefu ára börnum hér á landi verði boðin bólusetning gegn Covid 19. Sjúkdómurinn geti verið alvarlegur hjá börnum á þessum aldri og bólusetning minnki líkur á langtímaáhrifum. Bólusett verður í grunnskólum landsins. 13. desember 2021 20:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Óbólusett börn geta veikst mikið af nýjum veiruafbrigðum Prófessor í barnalækningum og smitsjúkdómum segir það samfélagslega ábyrgð fullorðinna að láta bólusetja börnin sín, sem geti veikst alvarlega af nýju afbrigðum veirunnar. Ljósið í myrkrinu, að börnin mundu öll sleppa vel, er slokknað. Faraldurinn er á hraðri uppleið enn á ný og það eru óbólusett börn sem halda honum uppi, segir sóttvarnalæknir. 16. desember 2021 20:01
Gengst við því að hafa gert of mikið úr veikindum barna Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur gengist við gagnrýni á umfjöllun hans um veikindi barna af völdum Covid-19 og leiðrétt fyrra mat sitt í samræmi við það. 17. desember 2021 15:34
Mælt með að börn sem hafa fengið Covid-19 fái líka bólusetningu Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að öllum fimm til ellefu ára börnum hér á landi verði boðin bólusetning gegn Covid 19. Sjúkdómurinn geti verið alvarlegur hjá börnum á þessum aldri og bólusetning minnki líkur á langtímaáhrifum. Bólusett verður í grunnskólum landsins. 13. desember 2021 20:00