Áburðarframleiðsla er ekkert grín Þorsteinn Sæmundsson skrifar 17. janúar 2022 19:00 Í kjölfar veirufaraldursins hefur fólk vaknað upp við nýjan veruleika sem birtist m.a. í minna framboði á nauðsynjum og erfiðleikum við dreifingu þeirra um heiminn. Í ljósi nýlegra atburða í heiminum er sýnt fram á mikilvægi matvælaöryggis vegna áhrifa sem gætir hvarvetna. Þegar þrengir að framboði kemur einnig fram að hver verður sjálfum sér næstur. Þetta ástand kallar á að þjóðir verði sjálfum sér nægar um helstu nauðsynjar og treysti matvælaöryggi svo dæmi sé nefnt. Hugtakið matvælaöryggi var lengi nýtt í umræðu hér á landi sem köpuryrði og þeir sem héldu hugtakinu á lofti kallaðir afturhaldsseggir þjóðrembur og fleira gott Nú hefur matvælaöryggi og mikilvægi þess orðið flestum ljóst og er það vel. Ljóst er að hér á landi þarf að hefja stórsókn í matvælaframleiðslu bæði til innanlandsnota og útflutnings. Til þess að af þeirri stórsókn geti orðið þarf að verðleggja orku til matvælaframleiðslu með allt öðrum hætti en nú er gert. Fram hefur komið að rafmagnskostnaður framleiðenda sem flutt hafa út agúrkur og tómata til næstu nágrannalanda með góðum árangri nemur um þriðjungi af verðmæti framleiðsluvaranna. Enn er raunin sú að kílóvattstund til ylræktar er ódýrari í Hollandi en á Íslandi. Ylrækt á Íslandi á að búa við sömu kjör á rafmagni og önnur stóriðja. Verði það ekki raunin er hér með skorað á garðyrkjubændur að koma sér upp vindmyllum til orkuframleiðslu heima í héraði til að brjótast undan afarkostum orkuveitnanna. Allt er til þess vinnandi að framleiða meira magn og meira úrval en nú er gert. Einn af nauðsynlegum þáttum í stóraukinni matvælaframleiðslu er aukin áburðarnotkun. Ef hér á að efla garðyrkju og búfjárhald þarf annaðhvort að flytja inn aukið magn áburðar sem reyndar liggur ekki á lausu og hefur stórhækkað í verði eða framleiða áburð innanlands. Rétt er að benda á að með innlendri áburðarframleiðslu stórminnkar kolefnisspor íslenskrar landbúnaðarframleiðslu. Það er verðmætur ábati við markaðssetningu íslenskra afurða í framtíðinni. Í upphafi stjórnmálaferils greinarhöfundar lagði hann fram í tvígang þingsályktunartillögu um að ríkið kostaði athugun á hagkvæmni þess að reisa áburðarverksmiðju á Íslandi sem framleiddi áburð fyrir innanlandsmarkað og til útflutnings. Á þeim tíma lagði ríkissjóður margt til nýsköpunar í atvinnulífi með t.a.m. sérstökum skattaívilnunum. Greinarhöfundi þótti rétt að ríkið kostaði hagkvæmnisathugunina þar sem sýnt var að hún væri kostnaðarsöm en einnig vegna þess að málið varðaði matvælaöryggi þjóðarinnar. Tillagan hlaut ekki brautargengi í þinginu en henni var tekið með kostum og kynjum í samfélaginu. Hláturmildir landar kepptust við að gera grín að þessari fávisku. Engu var líkara en að undirritaður hefði lagt fram frumvarp sem skyldaði alla til að ganga um í sauðskinnsskóm. Margt var þetta fólk sem virðist halda að kjöt og grænmeti verði til í búðinni sem það verslar við. Ljósi punkturinn í umræðunni varð sá að undirritaður komst í áramótaskaupið sem er í senn óskars- eða hindberjaverðlaun hvers stjórnmálamanns. Undirrituðum var þó fúlasta alvara með tillöguflutningnum og nú átta árum síðan er eins og blessuð skepnan skilji. Undirbúningshópur með þátttöku Landsvirkjunar hefur nú uppi áform um uppbyggingu áburðarverksmiðju á Reyðarfirði og er það vel og löngu tímabært. Með fyrirhugaðri uppbyggingu stígur Landsvirkjun reyndar lengra skref en undirritaður talaði fyrir á sínum tíma og mun byggja upp Áburðarverksmiðju ríkisins að nýju. Það er sama hvaðan gott kemur og fyrirhugað skref er nauðsynjaskref nú þegar áburðarverð rýkur uppúr öllu valdi og stærsti framleiðandi áburðar í heiminum hyggst hætta útflutningi. Átta ár eru reyndar farin í súginn en því þarf að vinna hratt og örugglega að uppbyggingu áburðarverksmiðju sem framleiði fyrir innan- og utanlandsmarkað. Að lokum er rétt að geta þess að sá hlær best sem síðast hlær. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Miðflokkurinn Landbúnaður Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum martha árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í kjölfar veirufaraldursins hefur fólk vaknað upp við nýjan veruleika sem birtist m.a. í minna framboði á nauðsynjum og erfiðleikum við dreifingu þeirra um heiminn. Í ljósi nýlegra atburða í heiminum er sýnt fram á mikilvægi matvælaöryggis vegna áhrifa sem gætir hvarvetna. Þegar þrengir að framboði kemur einnig fram að hver verður sjálfum sér næstur. Þetta ástand kallar á að þjóðir verði sjálfum sér nægar um helstu nauðsynjar og treysti matvælaöryggi svo dæmi sé nefnt. Hugtakið matvælaöryggi var lengi nýtt í umræðu hér á landi sem köpuryrði og þeir sem héldu hugtakinu á lofti kallaðir afturhaldsseggir þjóðrembur og fleira gott Nú hefur matvælaöryggi og mikilvægi þess orðið flestum ljóst og er það vel. Ljóst er að hér á landi þarf að hefja stórsókn í matvælaframleiðslu bæði til innanlandsnota og útflutnings. Til þess að af þeirri stórsókn geti orðið þarf að verðleggja orku til matvælaframleiðslu með allt öðrum hætti en nú er gert. Fram hefur komið að rafmagnskostnaður framleiðenda sem flutt hafa út agúrkur og tómata til næstu nágrannalanda með góðum árangri nemur um þriðjungi af verðmæti framleiðsluvaranna. Enn er raunin sú að kílóvattstund til ylræktar er ódýrari í Hollandi en á Íslandi. Ylrækt á Íslandi á að búa við sömu kjör á rafmagni og önnur stóriðja. Verði það ekki raunin er hér með skorað á garðyrkjubændur að koma sér upp vindmyllum til orkuframleiðslu heima í héraði til að brjótast undan afarkostum orkuveitnanna. Allt er til þess vinnandi að framleiða meira magn og meira úrval en nú er gert. Einn af nauðsynlegum þáttum í stóraukinni matvælaframleiðslu er aukin áburðarnotkun. Ef hér á að efla garðyrkju og búfjárhald þarf annaðhvort að flytja inn aukið magn áburðar sem reyndar liggur ekki á lausu og hefur stórhækkað í verði eða framleiða áburð innanlands. Rétt er að benda á að með innlendri áburðarframleiðslu stórminnkar kolefnisspor íslenskrar landbúnaðarframleiðslu. Það er verðmætur ábati við markaðssetningu íslenskra afurða í framtíðinni. Í upphafi stjórnmálaferils greinarhöfundar lagði hann fram í tvígang þingsályktunartillögu um að ríkið kostaði athugun á hagkvæmni þess að reisa áburðarverksmiðju á Íslandi sem framleiddi áburð fyrir innanlandsmarkað og til útflutnings. Á þeim tíma lagði ríkissjóður margt til nýsköpunar í atvinnulífi með t.a.m. sérstökum skattaívilnunum. Greinarhöfundi þótti rétt að ríkið kostaði hagkvæmnisathugunina þar sem sýnt var að hún væri kostnaðarsöm en einnig vegna þess að málið varðaði matvælaöryggi þjóðarinnar. Tillagan hlaut ekki brautargengi í þinginu en henni var tekið með kostum og kynjum í samfélaginu. Hláturmildir landar kepptust við að gera grín að þessari fávisku. Engu var líkara en að undirritaður hefði lagt fram frumvarp sem skyldaði alla til að ganga um í sauðskinnsskóm. Margt var þetta fólk sem virðist halda að kjöt og grænmeti verði til í búðinni sem það verslar við. Ljósi punkturinn í umræðunni varð sá að undirritaður komst í áramótaskaupið sem er í senn óskars- eða hindberjaverðlaun hvers stjórnmálamanns. Undirrituðum var þó fúlasta alvara með tillöguflutningnum og nú átta árum síðan er eins og blessuð skepnan skilji. Undirbúningshópur með þátttöku Landsvirkjunar hefur nú uppi áform um uppbyggingu áburðarverksmiðju á Reyðarfirði og er það vel og löngu tímabært. Með fyrirhugaðri uppbyggingu stígur Landsvirkjun reyndar lengra skref en undirritaður talaði fyrir á sínum tíma og mun byggja upp Áburðarverksmiðju ríkisins að nýju. Það er sama hvaðan gott kemur og fyrirhugað skref er nauðsynjaskref nú þegar áburðarverð rýkur uppúr öllu valdi og stærsti framleiðandi áburðar í heiminum hyggst hætta útflutningi. Átta ár eru reyndar farin í súginn en því þarf að vinna hratt og örugglega að uppbyggingu áburðarverksmiðju sem framleiði fyrir innan- og utanlandsmarkað. Að lokum er rétt að geta þess að sá hlær best sem síðast hlær. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar