Sigríður Björk leiðir starfshóp um forvarnir gegn kynferðisbrotum og kynbundnu ofbeldi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. janúar 2022 13:44 Sigríður Björk ríkislögreglustjóri mun leiða hópinn. Vísir/Vilhelm Innanríkisráðherra hefur falið Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra að fara fyrir starfshópi sem fjalla muni um forvarnir og vitundarvakningu gegn kynferðisbrotum og kynbundnu ofbeldi og áreiti. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins en þar segir að hópnum verði jafnframt falið það verkefni að styðja við uppbyggingu á samstarfi lögreglu og samstarfsaðila gegn ofbeldi og afleiðingum þess, þar á meðal í formlegri þjónustu við þolendur kynferðisbrota. Starfshópurinn muni einnig standa fyrir almennri vitundarvakningu um kynbundið ofbeldi í samfélaginu. Fram kemur í tilkynningunni að kærum til lögreglu vegna kynferðisbrota hafi fjölgað um 24 próent á milli áranna 2020 og 2021. Þá hafi heimilisofbeldismál af hendi maka eða fyrrverandi maka aldrei verið fleiri en síðustu tvö ár samkvæmt málaskrá lögreglu, eða í kring um 750 talsins bæði árin. „Til þess að ná alvöru tökum á kynferðisbrotum verður að virkja samfélagið. Við berum öll ábyrgð á að uppræta það mein sem kynferðisbrot og kynbundið ofbeldi er í íslensku samfélagi. Best væri ef brotin ættu sér aldrei stað og virkar forvarnir og vitundarvakning eru lykilþættir í að stuðla að því,“ er haft eftir Jóni Gunnarssyni, innanríkisráðherra, í tilkynningunni. Áhrifaríkustu aðferðirnar í baráttu gegn kynbundnu ofbeldi séu virkar forvarnir, vitundarvakning og þróun á þverfaglegri samvinnu lögreglu við aðra lykilaðila. Í vinnu starfshópsins verði hugað sérstaklega að viðkvæmum hópum fólks sem reynslan hafi sýnt að séu í meiri hættu á að verða fyrir ofbeldi. Aðrir fulltrúar í starfshópnum eru Guðfinnur Sigurvinsson verkefnastjóri, Hildur Sunna Pálmadóttir frá dómsmálaráðuneytinu og Eygló Harðardóttir hjá embætti ríkislögreglustjóra. Starfshópurinn hefur þegar tekið til starfa og er skipunartími hans til 31. desember 2022. Hópnum er gert að skila reglulegum áfangaskýrslum til ráðherra, ásamt lokaskýrslu um árangur af störfum hópsins í desember næstkomandi. Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Dómsmál Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins en þar segir að hópnum verði jafnframt falið það verkefni að styðja við uppbyggingu á samstarfi lögreglu og samstarfsaðila gegn ofbeldi og afleiðingum þess, þar á meðal í formlegri þjónustu við þolendur kynferðisbrota. Starfshópurinn muni einnig standa fyrir almennri vitundarvakningu um kynbundið ofbeldi í samfélaginu. Fram kemur í tilkynningunni að kærum til lögreglu vegna kynferðisbrota hafi fjölgað um 24 próent á milli áranna 2020 og 2021. Þá hafi heimilisofbeldismál af hendi maka eða fyrrverandi maka aldrei verið fleiri en síðustu tvö ár samkvæmt málaskrá lögreglu, eða í kring um 750 talsins bæði árin. „Til þess að ná alvöru tökum á kynferðisbrotum verður að virkja samfélagið. Við berum öll ábyrgð á að uppræta það mein sem kynferðisbrot og kynbundið ofbeldi er í íslensku samfélagi. Best væri ef brotin ættu sér aldrei stað og virkar forvarnir og vitundarvakning eru lykilþættir í að stuðla að því,“ er haft eftir Jóni Gunnarssyni, innanríkisráðherra, í tilkynningunni. Áhrifaríkustu aðferðirnar í baráttu gegn kynbundnu ofbeldi séu virkar forvarnir, vitundarvakning og þróun á þverfaglegri samvinnu lögreglu við aðra lykilaðila. Í vinnu starfshópsins verði hugað sérstaklega að viðkvæmum hópum fólks sem reynslan hafi sýnt að séu í meiri hættu á að verða fyrir ofbeldi. Aðrir fulltrúar í starfshópnum eru Guðfinnur Sigurvinsson verkefnastjóri, Hildur Sunna Pálmadóttir frá dómsmálaráðuneytinu og Eygló Harðardóttir hjá embætti ríkislögreglustjóra. Starfshópurinn hefur þegar tekið til starfa og er skipunartími hans til 31. desember 2022. Hópnum er gert að skila reglulegum áfangaskýrslum til ráðherra, ásamt lokaskýrslu um árangur af störfum hópsins í desember næstkomandi.
Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Dómsmál Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira