Segir Páleyju gengna til liðs við „skæruliðadeild Samherja“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. febrúar 2022 22:00 Páley hefur ekki viljað tjá sig um málið. vísir/vilhelm/sigurjón Nokkuð fjölmenn mótmæli fóru fram bæði í Reykjavík og á Akureyri í dag vegna rannsóknar lögreglu á fjórum blaðamönnum og umfjöllun þeirra. Ræðumenn vildu meina að lögregla væri að vega að tjáningarfrelsinu og sumir gengu svo langt að kalla tilburði hennar fasíska. „Í hvaða heimi lifum við þar sem þetta getur gerst fyrir framan nefið á okkur?“ spurði Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, á mótmælafundi í dag. Fréttastofa var á svæðinu og ræddi meðal annars við Kristinn og einn blaðamannanna sem hefur réttarstöðu sakbornings í rannsókninni. Fjallað var um mótmælin í kvöldfréttum Stöðvar 2 og má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan hvernig andrúmsloftið var á Austurvelli í dag. Neðst í fréttinni er síðan að finna ræðu Kristins á mótmælafundinum í heild sinni. Á fjórða hundrað manns var mætt á mótmælin á Austurvelli. „Það er mjög merkilegt að sjá með svona afgerandi hætti hvað fólk er tilbúið að koma út í frost og nístingskulda til að standa með prinsippinu sem blaðamennska og frjáls fjölmiðlun og tjáningarfrelsið er,“ sagði Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður Stundarinnar, sem er einn þeirra fjögurra sem lögregla hefur boðað í skýrslutöku. Eitt af fyrstu merkjum fasismans Kristinn flutti þrumuræðu á mótmælafundinum í dag. Hann telur ljóst að lögreglan sé að reyna að þagga niður í blaðamönnum með rannsókn sinni. „Og hvaða merki er það? Það er eitt af fyrstu merkjum þegar fasisminn fer að bæla á sér í samfélaginu. Þegar menn fara að kæfa niður lýðræðið þá fara þeir alltaf fyrst í blaðamennskuna og blaðamennina svo að enginn sé til að segja frá,“ sagði Kristinn í ræðu sinni. Kristinn efast ekki um að Samherjamenn hafi sterk tengsl við lögregluna á Norðurlandi eystra og skýtur föstum skotum að Páleyju Borgþórsdóttur lögreglustjóra: „Ég get ekki sagt annað en það að lögreglustýran nyrðra er gengin í björg með samherjamönnum. Hún er beisikklí gengin í lið með skæruliðadeild Samherja í þessu máli,“ sagði Kristinn í samtali við fréttastofu eftir mótmælafundinn. Hér má sjá ræðu Kristins frá því í dag í heild sinni: Fjölmiðlar Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira
„Í hvaða heimi lifum við þar sem þetta getur gerst fyrir framan nefið á okkur?“ spurði Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, á mótmælafundi í dag. Fréttastofa var á svæðinu og ræddi meðal annars við Kristinn og einn blaðamannanna sem hefur réttarstöðu sakbornings í rannsókninni. Fjallað var um mótmælin í kvöldfréttum Stöðvar 2 og má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan hvernig andrúmsloftið var á Austurvelli í dag. Neðst í fréttinni er síðan að finna ræðu Kristins á mótmælafundinum í heild sinni. Á fjórða hundrað manns var mætt á mótmælin á Austurvelli. „Það er mjög merkilegt að sjá með svona afgerandi hætti hvað fólk er tilbúið að koma út í frost og nístingskulda til að standa með prinsippinu sem blaðamennska og frjáls fjölmiðlun og tjáningarfrelsið er,“ sagði Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður Stundarinnar, sem er einn þeirra fjögurra sem lögregla hefur boðað í skýrslutöku. Eitt af fyrstu merkjum fasismans Kristinn flutti þrumuræðu á mótmælafundinum í dag. Hann telur ljóst að lögreglan sé að reyna að þagga niður í blaðamönnum með rannsókn sinni. „Og hvaða merki er það? Það er eitt af fyrstu merkjum þegar fasisminn fer að bæla á sér í samfélaginu. Þegar menn fara að kæfa niður lýðræðið þá fara þeir alltaf fyrst í blaðamennskuna og blaðamennina svo að enginn sé til að segja frá,“ sagði Kristinn í ræðu sinni. Kristinn efast ekki um að Samherjamenn hafi sterk tengsl við lögregluna á Norðurlandi eystra og skýtur föstum skotum að Páleyju Borgþórsdóttur lögreglustjóra: „Ég get ekki sagt annað en það að lögreglustýran nyrðra er gengin í björg með samherjamönnum. Hún er beisikklí gengin í lið með skæruliðadeild Samherja í þessu máli,“ sagði Kristinn í samtali við fréttastofu eftir mótmælafundinn. Hér má sjá ræðu Kristins frá því í dag í heild sinni:
Fjölmiðlar Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira