Gaf Ólympíugullið sitt en óttast nú um líf sitt vegna þess Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2022 09:30 Svíinn Nils van der Poel sést hér með gullið um hálsinn á verðlaunapallinum á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Getty/Richard Heathcote Sænski skautahlauparinn Nils van der Poel vann tvö gull á Vetrarólympíuleikunum í Peking á dögunum en hann tók þá ákvörðun að gefa annað gullið sitt eftir að hann kom heim frá Kína. Það var hins vegar viðtakandi gullverðlaunapeningsins sem er búinn að koma Nils í vandræði og er ástæðan fyrir því að hann óttast nú um líf sitt. Van der Poel gaf önnur gullverðlaun sín til rithöfundarins Gui Minhai sem Kínverjar fangelsuðu fyrir að gagnrýna stjórnvöld í Kína. The Swedish Olympian Nils van der Poel has given away one of the gold medals he won in Beijing to spotlight the case of a publisher imprisoned by China. It is the boldest protest yet by an athlete who took part in the Beijing Games. https://t.co/uFAl6wfZeM— Andrew Das (@AndrewDasNYT) February 25, 2022 Van der Poel er 25 ára gamall og vann gull í bæði fimm og tíu þúsund metra skautahlaupi. Hann setti Ólympíumet í báðum greinum og heimsmet í þeirri síðari. „Þetta mun hafa afleiðingar fyrir öryggi mitt og frelsi. Nú kemst ég ekki hvert sem er í heiminum,“ sagði Nils van der Poel við Aftonbladet. Nils mun líklega aldrei getað snúið aftur til Kína þar sem hann vann afrek sín á Ólympíuleikunum. „Ég er ekki öruggari í suðaustur Asíu en Gui Minhai. Það segir mikið um öryggi þeirra sem gagnrýna Kína á þeim slóðum. Nú er ég einn af þeim,“ sagði Nils. Two years ago, a Chinese court announced the sentencing of my father to 10 years in prison after a secret trial. To help make sure political prisoners like my father aren t forgotten, Nils Van der Poel is dedicating his medal to #GuiMinhai + countless other victims of abuses. pic.twitter.com/uQBsKORdE2— Angela Gui (@angelagui_) February 25, 2022 Angela, dóttir Gui Minhai, tók við gullverðlaununum fyrir hönd föður síns. Hún segist mjög þakklát fyrir að hann sýni föður sínum slíka samstöðu en um leið sendi hún sænskum stjórnvöldum pílu. „Hann hefur gert meira fyrir föður minn en sænsk stjórnvöld,“ sagði Angela. Gui Minhai var handtekinn í Tælandi árið 2015 og farið með hann til Kína. Hann var látinn laus árið 2017 en handtekinn síðan aftur ári síðar. Árið 2020 var hann dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir njósnir. Hann hefur lengi gagnrýnt stjórnvöld í Kína og hefur bæði skrifað og gefið út bækur um skoðanir sínar. View this post on Instagram A post shared by Nils van der Poel (@nils.vanderpoel) Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skautaíþróttir Svíþjóð Kína Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjá meira
Það var hins vegar viðtakandi gullverðlaunapeningsins sem er búinn að koma Nils í vandræði og er ástæðan fyrir því að hann óttast nú um líf sitt. Van der Poel gaf önnur gullverðlaun sín til rithöfundarins Gui Minhai sem Kínverjar fangelsuðu fyrir að gagnrýna stjórnvöld í Kína. The Swedish Olympian Nils van der Poel has given away one of the gold medals he won in Beijing to spotlight the case of a publisher imprisoned by China. It is the boldest protest yet by an athlete who took part in the Beijing Games. https://t.co/uFAl6wfZeM— Andrew Das (@AndrewDasNYT) February 25, 2022 Van der Poel er 25 ára gamall og vann gull í bæði fimm og tíu þúsund metra skautahlaupi. Hann setti Ólympíumet í báðum greinum og heimsmet í þeirri síðari. „Þetta mun hafa afleiðingar fyrir öryggi mitt og frelsi. Nú kemst ég ekki hvert sem er í heiminum,“ sagði Nils van der Poel við Aftonbladet. Nils mun líklega aldrei getað snúið aftur til Kína þar sem hann vann afrek sín á Ólympíuleikunum. „Ég er ekki öruggari í suðaustur Asíu en Gui Minhai. Það segir mikið um öryggi þeirra sem gagnrýna Kína á þeim slóðum. Nú er ég einn af þeim,“ sagði Nils. Two years ago, a Chinese court announced the sentencing of my father to 10 years in prison after a secret trial. To help make sure political prisoners like my father aren t forgotten, Nils Van der Poel is dedicating his medal to #GuiMinhai + countless other victims of abuses. pic.twitter.com/uQBsKORdE2— Angela Gui (@angelagui_) February 25, 2022 Angela, dóttir Gui Minhai, tók við gullverðlaununum fyrir hönd föður síns. Hún segist mjög þakklát fyrir að hann sýni föður sínum slíka samstöðu en um leið sendi hún sænskum stjórnvöldum pílu. „Hann hefur gert meira fyrir föður minn en sænsk stjórnvöld,“ sagði Angela. Gui Minhai var handtekinn í Tælandi árið 2015 og farið með hann til Kína. Hann var látinn laus árið 2017 en handtekinn síðan aftur ári síðar. Árið 2020 var hann dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir njósnir. Hann hefur lengi gagnrýnt stjórnvöld í Kína og hefur bæði skrifað og gefið út bækur um skoðanir sínar. View this post on Instagram A post shared by Nils van der Poel (@nils.vanderpoel)
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skautaíþróttir Svíþjóð Kína Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjá meira