Stefán Hrafn hættur hjá Landspítalanum og kominn til HR Atli Ísleifsson skrifar 25. mars 2022 13:19 Stefán Hrafn Hagalín er mættur á þriðja vinnustaðinn á innan við mánuði og gerir grín að því í færslu sinni sem ber titilinn „250 orð um lauslæti á vinnumarkaði“. Stefán Hrafn Hagalín hefur látið af störfum hjá Reykjavíkurborg eftir stutt stopp á velferðarsviði borgarinnar og ráðið sig til starfa sem forstöðumaður samskipta og markaðsmála hjá Háskólanum í Reykjavík. Hann hætti hjá Landspítalanum í febrúar. Stefán Hrafn segir frá þessu í færslu á Facebook-síðu sinni undir yfirskriftinni „250 orð um lauslæti á vinnumarkaði“. Þar segist hann hafa sagt upp á Landspítalanum fyrir tveimur mánuðum þar sem hann gegndi stöðu deildarstjóra samskiptadeildar Landspítalans, ráðið sig til starfa á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, en eftir stutt stopp þar sé hann nú kominn til HR. Í færslunni þakkar hann samstarfsfólki sínu hjá Landspítalanum fyrir samstarfið sem hann segir hafa verið „hnökralaust og ákaflega farsælt, enda varla nema einn misheppnaður tölvupóstur sendur á tímabilinu (#skrattakollar)“. Stefán Hrafn vísar þar í tölvupóst sem hann sendi til á þriðja hundrað stjórnenda spítalans í ágúst síðastliðinn þar sem þeir voru hvattir til að hundsa símtöl frá fjölmiðlum og sagt að beina öllum fyrirspurnum til samskiptadeildar sem sjái síðan um að útdeila þeim. Í póstinum kallaði hann jafnframt fjölmiðlamenn „skrattakolla“ sem hann vísar í í færslunni nú. Stefán Hrafn segir að í febrúar síðastliðnum hafi velferðarsvið Reykjavíkurborgar haft samband og hóf hann störf þar til að sinna miðlun, vefstjórn og fleiri verkefnum. „Í sömu andrá stungu þó vinir mínir hjá Háskólanum í Reykjavík því að mér að skólinn væri hugsanlega að leita að mér þótt hann vissi það ekki. Ég henti því ferilsskrá með miklum semingi í einhvern feitan pott hjá þeim og pældi svo ekki meira í því, satt best að segja. Fyrir nokkrum vikum hrökk hins vegar ferlið hjá HR aftur í gang eftir ófyrirséðar tafir þar innanhúss. Það samtal endaði með því að Ragnhildur [Helgadóttir] rektor hringdi nokkuð óvænt í mig fyrir nokkrum dögum og réði til mig til að gegna hlutverki forstöðumanns samskipta og markaðsmála hjá skólanum næstu árin. Í dag kveð ég því samstarfsfólk mitt hjá velferðarsviði borgarinnar og færi mig yfir til Háskólans í Reykjavík,“ segir Stefán Hrafn. Sjá má færslu Stefáns Hrafns í heild sinni að neðan. Vistaskipti Landspítalinn Reykjavík Háskólar Tengdar fréttir „Ég hefði kannski átt að lesa bréfið yfir“ Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans, baðst afsökunar á bréfi sem hann sendi öllum tæplega 300 stjórnendum Landspítalans í útvarpsþættinum Vikulok á Rás 1 í morgun. 7. ágúst 2021 15:12 Ekki verið að múlbinda stjórnendur spítalans Deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans hafnar því að nýjum tilmælum sé ætlað að takmarka upplýsingaflæði til fjölmiðla. 5. ágúst 2021 21:46 Yfirlæknarnir vilja óþvingað tjáningar- og skoðanafrelsi Stjórn Samtaka yfirlækna á Landspítalanum sendu á föstudag frá sér yfirlýsingu þar sem þeir kölluðu eftir því að framkvæmdastjórn Landspítalaháskólahúss tæki af öll tvímæli um stöðu stjórnenda þegar kæmi að opinberri umræðu um heilbrigðismál og starfsemi spítalans. 16. ágúst 2021 11:29 Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Stefán Hrafn segir frá þessu í færslu á Facebook-síðu sinni undir yfirskriftinni „250 orð um lauslæti á vinnumarkaði“. Þar segist hann hafa sagt upp á Landspítalanum fyrir tveimur mánuðum þar sem hann gegndi stöðu deildarstjóra samskiptadeildar Landspítalans, ráðið sig til starfa á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, en eftir stutt stopp þar sé hann nú kominn til HR. Í færslunni þakkar hann samstarfsfólki sínu hjá Landspítalanum fyrir samstarfið sem hann segir hafa verið „hnökralaust og ákaflega farsælt, enda varla nema einn misheppnaður tölvupóstur sendur á tímabilinu (#skrattakollar)“. Stefán Hrafn vísar þar í tölvupóst sem hann sendi til á þriðja hundrað stjórnenda spítalans í ágúst síðastliðinn þar sem þeir voru hvattir til að hundsa símtöl frá fjölmiðlum og sagt að beina öllum fyrirspurnum til samskiptadeildar sem sjái síðan um að útdeila þeim. Í póstinum kallaði hann jafnframt fjölmiðlamenn „skrattakolla“ sem hann vísar í í færslunni nú. Stefán Hrafn segir að í febrúar síðastliðnum hafi velferðarsvið Reykjavíkurborgar haft samband og hóf hann störf þar til að sinna miðlun, vefstjórn og fleiri verkefnum. „Í sömu andrá stungu þó vinir mínir hjá Háskólanum í Reykjavík því að mér að skólinn væri hugsanlega að leita að mér þótt hann vissi það ekki. Ég henti því ferilsskrá með miklum semingi í einhvern feitan pott hjá þeim og pældi svo ekki meira í því, satt best að segja. Fyrir nokkrum vikum hrökk hins vegar ferlið hjá HR aftur í gang eftir ófyrirséðar tafir þar innanhúss. Það samtal endaði með því að Ragnhildur [Helgadóttir] rektor hringdi nokkuð óvænt í mig fyrir nokkrum dögum og réði til mig til að gegna hlutverki forstöðumanns samskipta og markaðsmála hjá skólanum næstu árin. Í dag kveð ég því samstarfsfólk mitt hjá velferðarsviði borgarinnar og færi mig yfir til Háskólans í Reykjavík,“ segir Stefán Hrafn. Sjá má færslu Stefáns Hrafns í heild sinni að neðan.
Vistaskipti Landspítalinn Reykjavík Háskólar Tengdar fréttir „Ég hefði kannski átt að lesa bréfið yfir“ Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans, baðst afsökunar á bréfi sem hann sendi öllum tæplega 300 stjórnendum Landspítalans í útvarpsþættinum Vikulok á Rás 1 í morgun. 7. ágúst 2021 15:12 Ekki verið að múlbinda stjórnendur spítalans Deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans hafnar því að nýjum tilmælum sé ætlað að takmarka upplýsingaflæði til fjölmiðla. 5. ágúst 2021 21:46 Yfirlæknarnir vilja óþvingað tjáningar- og skoðanafrelsi Stjórn Samtaka yfirlækna á Landspítalanum sendu á föstudag frá sér yfirlýsingu þar sem þeir kölluðu eftir því að framkvæmdastjórn Landspítalaháskólahúss tæki af öll tvímæli um stöðu stjórnenda þegar kæmi að opinberri umræðu um heilbrigðismál og starfsemi spítalans. 16. ágúst 2021 11:29 Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
„Ég hefði kannski átt að lesa bréfið yfir“ Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans, baðst afsökunar á bréfi sem hann sendi öllum tæplega 300 stjórnendum Landspítalans í útvarpsþættinum Vikulok á Rás 1 í morgun. 7. ágúst 2021 15:12
Ekki verið að múlbinda stjórnendur spítalans Deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans hafnar því að nýjum tilmælum sé ætlað að takmarka upplýsingaflæði til fjölmiðla. 5. ágúst 2021 21:46
Yfirlæknarnir vilja óþvingað tjáningar- og skoðanafrelsi Stjórn Samtaka yfirlækna á Landspítalanum sendu á föstudag frá sér yfirlýsingu þar sem þeir kölluðu eftir því að framkvæmdastjórn Landspítalaháskólahúss tæki af öll tvímæli um stöðu stjórnenda þegar kæmi að opinberri umræðu um heilbrigðismál og starfsemi spítalans. 16. ágúst 2021 11:29