Hækkað úr 80 milljónum í 129 Eiður Þór Árnason skrifar 17. maí 2022 09:00 Neðri hæð íbúðarinnar skiptist í forstofu, gestasnyrtingu, þvottaherbergi, eldhús og stofu sem er með útgengi út á pall og í garð. Nýtt heimili Ásett verð raðhúsaíbúðar í Árbæ í Reykjavík hefur hækkað um ríflega sextíu prósent frá því í febrúar 2019 og farið úr 79,9 milljónum í 129,3. Þar af hefur eignin hækkað um rúmar 9 milljónir króna frá því í mars síðastliðnum. Fasteignasali segir alla sammála um að fasteignamarkaðurinn sé kominn úr böndunum. Um er að ræða fimm herbergja íbúð sem er 200,7 fermetrar að stærð í raðhúsi við Reykás sem byggt var árið 1983. Í fasteignaauglýsingu er tveggja hæða íbúðin sögð vera vel staðsett nálægt skólum og allri almennri þjónustu í Árbæjarhverfi. Fermetraverð eignarinnar er 644.245 krónur. Verðhækkunin á seinustu þremur árum er langt frá því að vera einsdæmi en veitir ákveðna innsýn inn í stöðu fasteignamarkaðarins á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta er í rauninni ekkert hærra heldur en gengur og gerist og svo er stundum sem maður fær ekki alveg að ráða verðinu,“ segir Sandra Vestmann, fasteignasali hjá Nýju heimili, sem tók eignina nýlega í sölu. Tveggja hæða íbúðin er 201 fermetrar að stærð. Nýtt heimili Ásett verð eignarinnar var 120 milljónir króna þegar hún var á skrá í fimm daga í mars en þegar hún var auglýst á ný þann 11. maí var verðið komið upp í 129,3 milljónir. Nemur hækkunin um 7,75 prósentum á tveimur mánuðum. Erfið staða hjá fasteignasölum Mikið hefur verið fjallað um þróun íbúðaverðs en verð íbúða í fjölbýlum á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 39,67 prósent frá því í febrúar 2019, samkvæmt gögnum Þjóðskrár. „Það liggur við að maður setji ekki verð á í dag, það virðist vera sama hvað maður setur á í rauninni þegar við erum að verðleggja. Þá gerum við náttúrlega út frá því sem hefur verið að seljast,“ segir Sandra. Sjálfri finnist henni umrædd eign hafa hækkað fullmikið á seinustu árum. „Svo er maður að verðleggja eignir sem eiga kannski að seljast samkvæmt öllu á 120 milljónir en þær eru að fara á 140. Það er rosalega erfitt orðið fyrir fasteignasala því við erum kannski að setja verð sem við viljum hafa og teljum rétt en svo koma kannski eigendur og segja: „Nei, þessi eign seldist á þessu verði og ég vil hafa þetta verð.“ Við þurfum líka að hlusta á eigendur.“ Sandra Vestmann, fasteignasali hjá Nýju heimili.Nýtt heimili Orðið líkara uppboði Sandra segir að allir séu sammála um að fasteignamarkaðurinn sé algjörlega kominn úr böndunum og það sé ekki vilji fasteignasala að hafa verðið sem allra hæst. „Ég er ekki að segja að það sé í þessu tilviki, en það er ekki alltaf sem við fáum að setja verð sem maður kannski vill að sé. Að sjálfsögðu vitum við það öll að þetta er orðinn crazy markaður. Þetta er bara orðið eins og uppboð í rauninni. Mér finnst þetta vera brjálæði þessar hækkanir og ég er sjálf í þeirri stöðu að ég ætla að bíða með að kaupa.“ Um sé að ræða virkilega erfitt ástand og hún finni sérstaklega til með ungu fólki sem sé að reyna að kaupa sína fyrstu eign. Reiði í garð fasteignasala Sandra segist hafa fundið fyrir reiði í garð fasteignasala og að sumir saki þá um að bera ábyrgð á ástandinu. Hún hafnar því og segist vera við það að roðna þegar eignir seljast langt yfir ásettu verði. „Við erum ekkert alltaf að stjórna þessu verði við fasteignasalar. Bara alls ekki, svo langt frá því. Maður skilur líka að ef fasteignaeigendur sjái einhverja eign sem selst á þessu verði að þau vilji fá það sama.“ Verð á fasteignamarkaði hefur verið á beinni leið upp á við eftir vaxtalækkanir Seðlabankans snemma í kórónuveirufaraldrinum.Vísir/Vilhelm Sandra segir að því miður sé enn allt of lítið framboð af fasteignum sem skekki allan markaðinn. „Staðan er þannig að ef eignin er í eftirsóttu hverfi og er á eðlilegu verði og annað þá er oft rifist um þær eignir og þær fara á yfirverði. Það þarf fleiri eignir svo markaðurinn fari í eðlilegt horf,“ segir Sandra og bindur vonir við að einhver hreyfing komist á þessi mál eftir nýafstaðnar kosningar. „Það eru allavega allir að lofa öllu.“ Fasteignamarkaður Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Hækkaði um tíu milljónir á þremur mánuðum: „Hvernig á fólk að gera þetta?“ Hjón í fasteignaleit segja það lyginni líkast að ásett verð íbúðar sem þau hafi gert tilboð í fyrir þremur mánuðum hafi síðan hækkað um tíu milljónir króna. Seljandinn, sem vill nú fá 8,6 milljónum meira fyrir íbúðina en hann greiddi í desember, segir að fólki sé frjálst að gera tilboð. 18. febrúar 2022 07:00 Innlit í stúdíóíbúð á milljón/m²: Klikkunin á íslenskum húsnæðismarkaði Ástandið á íslenskum húsnæðismarkaði hefur aldrei verið eins slæmt, segja fulltrúar markaðarins sem fréttastofa hefur rætt við. 21. febrúar 2022 08:30 Sex milljóna króna hækkun á innan við viku Ásett verð þriggja herbergja blokkaríbúðar í Kópavogi hækkaði um sex milljónir króna á fimm daga tímabili. Fasteignasali segir að aðstæður hafi breyst hjá seljenda sem vilji reyna fá hærra verð fyrir eignina. 9. mars 2022 07:00 Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Um er að ræða fimm herbergja íbúð sem er 200,7 fermetrar að stærð í raðhúsi við Reykás sem byggt var árið 1983. Í fasteignaauglýsingu er tveggja hæða íbúðin sögð vera vel staðsett nálægt skólum og allri almennri þjónustu í Árbæjarhverfi. Fermetraverð eignarinnar er 644.245 krónur. Verðhækkunin á seinustu þremur árum er langt frá því að vera einsdæmi en veitir ákveðna innsýn inn í stöðu fasteignamarkaðarins á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta er í rauninni ekkert hærra heldur en gengur og gerist og svo er stundum sem maður fær ekki alveg að ráða verðinu,“ segir Sandra Vestmann, fasteignasali hjá Nýju heimili, sem tók eignina nýlega í sölu. Tveggja hæða íbúðin er 201 fermetrar að stærð. Nýtt heimili Ásett verð eignarinnar var 120 milljónir króna þegar hún var á skrá í fimm daga í mars en þegar hún var auglýst á ný þann 11. maí var verðið komið upp í 129,3 milljónir. Nemur hækkunin um 7,75 prósentum á tveimur mánuðum. Erfið staða hjá fasteignasölum Mikið hefur verið fjallað um þróun íbúðaverðs en verð íbúða í fjölbýlum á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 39,67 prósent frá því í febrúar 2019, samkvæmt gögnum Þjóðskrár. „Það liggur við að maður setji ekki verð á í dag, það virðist vera sama hvað maður setur á í rauninni þegar við erum að verðleggja. Þá gerum við náttúrlega út frá því sem hefur verið að seljast,“ segir Sandra. Sjálfri finnist henni umrædd eign hafa hækkað fullmikið á seinustu árum. „Svo er maður að verðleggja eignir sem eiga kannski að seljast samkvæmt öllu á 120 milljónir en þær eru að fara á 140. Það er rosalega erfitt orðið fyrir fasteignasala því við erum kannski að setja verð sem við viljum hafa og teljum rétt en svo koma kannski eigendur og segja: „Nei, þessi eign seldist á þessu verði og ég vil hafa þetta verð.“ Við þurfum líka að hlusta á eigendur.“ Sandra Vestmann, fasteignasali hjá Nýju heimili.Nýtt heimili Orðið líkara uppboði Sandra segir að allir séu sammála um að fasteignamarkaðurinn sé algjörlega kominn úr böndunum og það sé ekki vilji fasteignasala að hafa verðið sem allra hæst. „Ég er ekki að segja að það sé í þessu tilviki, en það er ekki alltaf sem við fáum að setja verð sem maður kannski vill að sé. Að sjálfsögðu vitum við það öll að þetta er orðinn crazy markaður. Þetta er bara orðið eins og uppboð í rauninni. Mér finnst þetta vera brjálæði þessar hækkanir og ég er sjálf í þeirri stöðu að ég ætla að bíða með að kaupa.“ Um sé að ræða virkilega erfitt ástand og hún finni sérstaklega til með ungu fólki sem sé að reyna að kaupa sína fyrstu eign. Reiði í garð fasteignasala Sandra segist hafa fundið fyrir reiði í garð fasteignasala og að sumir saki þá um að bera ábyrgð á ástandinu. Hún hafnar því og segist vera við það að roðna þegar eignir seljast langt yfir ásettu verði. „Við erum ekkert alltaf að stjórna þessu verði við fasteignasalar. Bara alls ekki, svo langt frá því. Maður skilur líka að ef fasteignaeigendur sjái einhverja eign sem selst á þessu verði að þau vilji fá það sama.“ Verð á fasteignamarkaði hefur verið á beinni leið upp á við eftir vaxtalækkanir Seðlabankans snemma í kórónuveirufaraldrinum.Vísir/Vilhelm Sandra segir að því miður sé enn allt of lítið framboð af fasteignum sem skekki allan markaðinn. „Staðan er þannig að ef eignin er í eftirsóttu hverfi og er á eðlilegu verði og annað þá er oft rifist um þær eignir og þær fara á yfirverði. Það þarf fleiri eignir svo markaðurinn fari í eðlilegt horf,“ segir Sandra og bindur vonir við að einhver hreyfing komist á þessi mál eftir nýafstaðnar kosningar. „Það eru allavega allir að lofa öllu.“
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Hækkaði um tíu milljónir á þremur mánuðum: „Hvernig á fólk að gera þetta?“ Hjón í fasteignaleit segja það lyginni líkast að ásett verð íbúðar sem þau hafi gert tilboð í fyrir þremur mánuðum hafi síðan hækkað um tíu milljónir króna. Seljandinn, sem vill nú fá 8,6 milljónum meira fyrir íbúðina en hann greiddi í desember, segir að fólki sé frjálst að gera tilboð. 18. febrúar 2022 07:00 Innlit í stúdíóíbúð á milljón/m²: Klikkunin á íslenskum húsnæðismarkaði Ástandið á íslenskum húsnæðismarkaði hefur aldrei verið eins slæmt, segja fulltrúar markaðarins sem fréttastofa hefur rætt við. 21. febrúar 2022 08:30 Sex milljóna króna hækkun á innan við viku Ásett verð þriggja herbergja blokkaríbúðar í Kópavogi hækkaði um sex milljónir króna á fimm daga tímabili. Fasteignasali segir að aðstæður hafi breyst hjá seljenda sem vilji reyna fá hærra verð fyrir eignina. 9. mars 2022 07:00 Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Hækkaði um tíu milljónir á þremur mánuðum: „Hvernig á fólk að gera þetta?“ Hjón í fasteignaleit segja það lyginni líkast að ásett verð íbúðar sem þau hafi gert tilboð í fyrir þremur mánuðum hafi síðan hækkað um tíu milljónir króna. Seljandinn, sem vill nú fá 8,6 milljónum meira fyrir íbúðina en hann greiddi í desember, segir að fólki sé frjálst að gera tilboð. 18. febrúar 2022 07:00
Innlit í stúdíóíbúð á milljón/m²: Klikkunin á íslenskum húsnæðismarkaði Ástandið á íslenskum húsnæðismarkaði hefur aldrei verið eins slæmt, segja fulltrúar markaðarins sem fréttastofa hefur rætt við. 21. febrúar 2022 08:30
Sex milljóna króna hækkun á innan við viku Ásett verð þriggja herbergja blokkaríbúðar í Kópavogi hækkaði um sex milljónir króna á fimm daga tímabili. Fasteignasali segir að aðstæður hafi breyst hjá seljenda sem vilji reyna fá hærra verð fyrir eignina. 9. mars 2022 07:00
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent