Hægt að lækka vexti hratt ef hægir um á húsnæðismarkaðnum Heimir Már Pétursson skrifar 23. júní 2022 11:52 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir bankann ekki geta leyst framboðsvandann á húsnæðismarkaðnum heldur reynt að draga úr eftirspurn eftir húsnæðislánum og þannig að fólk fari ekki frammúr sér í íbúðarkaupum á meðan verðið sé í hæstu hæðum. Vísir/Vilhelm Seðlabankastjóri segir að hægt yrði að lækka vexti hratt ef fari að draga úr hækkunum húsnæðisverðs. Seðlabankinn reyni að draga úr eftirspurn eftir húsnæðislánum með hækkunum vaxta á meðan spenna ríki á húsnæðismarkaðnum þannig að fólk fari ekki frammúr sér í íbúðarkaupum. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði í gær þegar hann kynnti eins prósentustiga hækkun meginvaxta að bankinn vildi bregðast skarpt við aukinni verðbólgu í þeirri von að hægt verði að lækka vextina hratt aftur þegar verðbólgan tæki að hjaðna. Bankinn vildi einnig vinna í haginn fyrir næstu kjarasamninga þannig að aðilar vinnumarkaðarins gætu treyst því að mikil verðbólga yrði ekki varanleg á Íslandi. Verðbólgan er fyrst og fremst rakin til innfluttrar verðbólgu vegna hækkunar hrávöruverðs og fleiri þátt í útlöndum og svo þeirra gríðarlegu hækkana sem verið hafi á húsnæðisverði undanfarin misseri. Seðlabankastjóri segir mikinn skort á húsnæði fyrir stórar kynslóðir sem séu að komast á eftirlaun og vilji minnka við sig og fyrir stórar ungar kynslóðir sem koma séu inn á húsnæðismarkaðinn.Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir hækkanir vaxta að undanförnu eru þeir fremur lágir í sögulegu samhengi og raunvextir hafa verið neikvæðir um nokkurt skeið. Þannig hafa vaxtahækkanirnar ekki bitið mjög á fólk með óverðtryggð lán, þar sem munur vaxta og verðbólgu étur upp hluta lánanna. Sérðu fyrir þér að ef verðbólgan heldur áfram að vera í því sem þið spáðuð um daginn og færi yfir átta prósent, að þá þurfi að hækka vextina allt upp í verðbólguna? „Sjáum til. Við erum auðvitað að vona að við náum fram jákvæðum raunvöxtum með því að verðbólga fari niður. Ekki að við förum með vextina upp. Töluverður hluti af verðbólgunni er vegna hækkunar á fasteignaverði sem hefur komið ótrúlega skarpt inn,“ segir Ásgeir. Þannig að verðbólga gæti farið skarpt niður ef fari að hægja á hækkunum húsnæðisverðs. Þáttur húsnæðisins í verðbólgumælingum miðist við hækkun húsnæðisverðs síðustu þrjá mánuði hverju sinni. Um þessar mundir séu bæði stórir árgangar að koma inn á fasteignamarkaðinn en einnig vilji stórar kynslóðir fara að minnka við sig húsnæði. „Eftir stríðs kynslóðin er nú að fara á eftirlaun og þá kemur að því að fólk vill fara að minnka við sig. Þetta bendir bara allt í sömu átt. Það vantar meira framboð. Ég held að það vanti miklu meira af framboði af eignum sem henta fólki sem vill minnka við sig. Það er bara ekki til staðar,“ segir Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn geti ekki eytti framboðsvandanum á húsnæðismarkaðnum heldur reynt að hægja á markaðnum þannig að fólk fari ekki framúr sér í íbúðarkaupum. Seðlabankinn Efnahagsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Metverðbólga og vextir á hraðri uppleið Verðbólga hefur ekki verið meiri í tólf ár og meginvextir Seðlabankans eru orðnir hærri en þeir voru áður en vaxtalækkunarferli bankans hófst fyrir þremur árum. Seðlabankastjóri og stjórnvöld leggja mikla áherslu á skynsama kjarasamninga í haust til að ná verðbólgunni niður. 22. júní 2022 19:20 Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Sjá meira
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði í gær þegar hann kynnti eins prósentustiga hækkun meginvaxta að bankinn vildi bregðast skarpt við aukinni verðbólgu í þeirri von að hægt verði að lækka vextina hratt aftur þegar verðbólgan tæki að hjaðna. Bankinn vildi einnig vinna í haginn fyrir næstu kjarasamninga þannig að aðilar vinnumarkaðarins gætu treyst því að mikil verðbólga yrði ekki varanleg á Íslandi. Verðbólgan er fyrst og fremst rakin til innfluttrar verðbólgu vegna hækkunar hrávöruverðs og fleiri þátt í útlöndum og svo þeirra gríðarlegu hækkana sem verið hafi á húsnæðisverði undanfarin misseri. Seðlabankastjóri segir mikinn skort á húsnæði fyrir stórar kynslóðir sem séu að komast á eftirlaun og vilji minnka við sig og fyrir stórar ungar kynslóðir sem koma séu inn á húsnæðismarkaðinn.Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir hækkanir vaxta að undanförnu eru þeir fremur lágir í sögulegu samhengi og raunvextir hafa verið neikvæðir um nokkurt skeið. Þannig hafa vaxtahækkanirnar ekki bitið mjög á fólk með óverðtryggð lán, þar sem munur vaxta og verðbólgu étur upp hluta lánanna. Sérðu fyrir þér að ef verðbólgan heldur áfram að vera í því sem þið spáðuð um daginn og færi yfir átta prósent, að þá þurfi að hækka vextina allt upp í verðbólguna? „Sjáum til. Við erum auðvitað að vona að við náum fram jákvæðum raunvöxtum með því að verðbólga fari niður. Ekki að við förum með vextina upp. Töluverður hluti af verðbólgunni er vegna hækkunar á fasteignaverði sem hefur komið ótrúlega skarpt inn,“ segir Ásgeir. Þannig að verðbólga gæti farið skarpt niður ef fari að hægja á hækkunum húsnæðisverðs. Þáttur húsnæðisins í verðbólgumælingum miðist við hækkun húsnæðisverðs síðustu þrjá mánuði hverju sinni. Um þessar mundir séu bæði stórir árgangar að koma inn á fasteignamarkaðinn en einnig vilji stórar kynslóðir fara að minnka við sig húsnæði. „Eftir stríðs kynslóðin er nú að fara á eftirlaun og þá kemur að því að fólk vill fara að minnka við sig. Þetta bendir bara allt í sömu átt. Það vantar meira framboð. Ég held að það vanti miklu meira af framboði af eignum sem henta fólki sem vill minnka við sig. Það er bara ekki til staðar,“ segir Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn geti ekki eytti framboðsvandanum á húsnæðismarkaðnum heldur reynt að hægja á markaðnum þannig að fólk fari ekki framúr sér í íbúðarkaupum.
Seðlabankinn Efnahagsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Metverðbólga og vextir á hraðri uppleið Verðbólga hefur ekki verið meiri í tólf ár og meginvextir Seðlabankans eru orðnir hærri en þeir voru áður en vaxtalækkunarferli bankans hófst fyrir þremur árum. Seðlabankastjóri og stjórnvöld leggja mikla áherslu á skynsama kjarasamninga í haust til að ná verðbólgunni niður. 22. júní 2022 19:20 Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Sjá meira
Metverðbólga og vextir á hraðri uppleið Verðbólga hefur ekki verið meiri í tólf ár og meginvextir Seðlabankans eru orðnir hærri en þeir voru áður en vaxtalækkunarferli bankans hófst fyrir þremur árum. Seðlabankastjóri og stjórnvöld leggja mikla áherslu á skynsama kjarasamninga í haust til að ná verðbólgunni niður. 22. júní 2022 19:20