„Æ, þetta er bara svo kjánalegt“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. ágúst 2022 15:12 Lögreglan stöðvaði málningamótmæli SUS til stuðnings Úkraínu og á myndbandi heyrist í lögregluþjóni kalla mótmælin sorgleg. Twitter/Garðar Árni Garðarsson Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð á vettvang mótmæla Sambands ungra Sjálfstæðismanna fyrir utan rússneska sendiráðið í gærkvöldi. Yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir ekki einkennilegt að sérsveitin hafi verið kölluð á vettvang en á myndbandi heyrist í lögreglumanni kalla mótmælin asnaleg og kjánaleg. Í dag er þjóðhátíðardagur Úkraínu en þrjátíu og eitt ár eru síðan Úkraína lýstu yfir sjálfstæði frá Sovíetríkjunum þennan dag árið 1991. Úkraínu til stuðnings héldu nokkrir ungir og vaskir sjálfstæðismenn með bláar og gular málningarfötur að rússneska sendiráðinu þar sem þeir höfðu í hyggju að mála úkraínska fánann á stétt þar fyrir utan. Mótmælin lifðu skammt enda var sérsveit ríkislögreglustjóra, ásamt öðrum óbreyttum lögregluþjónum, mætt til að stöðva mótmælin. Sorglegt? Á myndbandi heyrist í einum lögregluþjóni segja mótmælin sorgleg. „Er þetta sorglegt?,“ spyr Steinar Ingi Kolbeins, varaformaður SUS og aðstoðarmaður umhverfisráðherra, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. „Æ þetta er bara svo kjánalegt,“ svarar lögregluþjónninn um hæl. „Það er stríð í Evrópu, þjóðhátíðardagur Úkraínu á morgun,“ segir Steinar en lögreglumaður grípur fram í og virðist biðja hann um að láta ekki eins og hann sé ekki á móti stríðinu. Umrætt myndband birti Garðar Árni Garðarson, ritari SUS á Twitter, en myndbandinu hefur nú verið eytt. Sérsveit með skoðanir „Þurfti virkilega sérþjálfaða lögreglumenn með byssur til að stöðva nokkra jakkafataklædda hægrimenn undir 35 frá því að mála á gangstétt?,“ spyr Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata á Twitter. Var virkilega þörf á sérsveitinni til að stöðva friðsamleg mótmæli? Þurfti virkilega sérþjálfaða lögreglumenn með byssur til að stöðva nokkra jakkafataklædda hægrimenn undir 35 frá því að mála á gangstétt? pic.twitter.com/I3Ps09tOt5— Lenya Rún (@Lenyarun) August 24, 2022 Pétur Marteinn Urbancic, forseti Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík tekur í sama streng: Þetta finnst mér alveg helsjúkt. Að senda sérsveitina til að stöðva táknræn og friðsamleg mótmæli ungliðahreyfingar. Hvorki í takt við meðalhóf né það sem maður tengir við heilbrigð lýðræðisríki. @ungirxd fá kudos frá mér.https://t.co/lzCOWhd2qX— Pétur M. Urbancic (@PeturMarteinn) August 24, 2022 Í samtali við fréttastofu segir Ásgeir Þór Ásgeirsson ekki einkennilegt að sérsveitin hafi verið kölluð á vettvang. „Sérsveit mannar bíl á höfuðborgarsvæðinu og sinna þeim verkefnum sem miðstöðin úthlutar þeim. Ef þeir eru næsti bíll þá eru þeir næsti bíll. Þeir eru kannski ekki kallaðir út vegna hnupls í Kringlunni en þeir voru bara kallaðir út þarna.“ Varðandi ummæli lögregluþjónsins sem kallar mótmælin kjánaleg segir Ásgeir erfitt að svara fyrir það. „Við erum persónur en einnig embættismenn. Við erum með skuldbindingar sem ríkið tekur að sér vegna öryggis erlendra sendiráða. Við lögreglumenn getum auðvitað ekki valið lög og reglur til að framfylgja hverju sinni, sama hvað okkur finnst um það sem persónur og sama hvað okkur finnst um stríðið í Úkraínu.“ Er þá ekki einmitt einkennilegt að kalla mótmælin sorgleg og kjánaleg? „Ég veit auðvitað ekki hvað þessi tiltekni lögreglumaður sagði og við hvaða aðstæður. Kannski hefur hann bara átt við um stríðið en ég get ekki svarað fyrir þessi ummæli.“ Innrás Rússa í Úkraínu Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Lögreglumál Sendiráð á Íslandi Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi Sjá meira
Í dag er þjóðhátíðardagur Úkraínu en þrjátíu og eitt ár eru síðan Úkraína lýstu yfir sjálfstæði frá Sovíetríkjunum þennan dag árið 1991. Úkraínu til stuðnings héldu nokkrir ungir og vaskir sjálfstæðismenn með bláar og gular málningarfötur að rússneska sendiráðinu þar sem þeir höfðu í hyggju að mála úkraínska fánann á stétt þar fyrir utan. Mótmælin lifðu skammt enda var sérsveit ríkislögreglustjóra, ásamt öðrum óbreyttum lögregluþjónum, mætt til að stöðva mótmælin. Sorglegt? Á myndbandi heyrist í einum lögregluþjóni segja mótmælin sorgleg. „Er þetta sorglegt?,“ spyr Steinar Ingi Kolbeins, varaformaður SUS og aðstoðarmaður umhverfisráðherra, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. „Æ þetta er bara svo kjánalegt,“ svarar lögregluþjónninn um hæl. „Það er stríð í Evrópu, þjóðhátíðardagur Úkraínu á morgun,“ segir Steinar en lögreglumaður grípur fram í og virðist biðja hann um að láta ekki eins og hann sé ekki á móti stríðinu. Umrætt myndband birti Garðar Árni Garðarson, ritari SUS á Twitter, en myndbandinu hefur nú verið eytt. Sérsveit með skoðanir „Þurfti virkilega sérþjálfaða lögreglumenn með byssur til að stöðva nokkra jakkafataklædda hægrimenn undir 35 frá því að mála á gangstétt?,“ spyr Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata á Twitter. Var virkilega þörf á sérsveitinni til að stöðva friðsamleg mótmæli? Þurfti virkilega sérþjálfaða lögreglumenn með byssur til að stöðva nokkra jakkafataklædda hægrimenn undir 35 frá því að mála á gangstétt? pic.twitter.com/I3Ps09tOt5— Lenya Rún (@Lenyarun) August 24, 2022 Pétur Marteinn Urbancic, forseti Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík tekur í sama streng: Þetta finnst mér alveg helsjúkt. Að senda sérsveitina til að stöðva táknræn og friðsamleg mótmæli ungliðahreyfingar. Hvorki í takt við meðalhóf né það sem maður tengir við heilbrigð lýðræðisríki. @ungirxd fá kudos frá mér.https://t.co/lzCOWhd2qX— Pétur M. Urbancic (@PeturMarteinn) August 24, 2022 Í samtali við fréttastofu segir Ásgeir Þór Ásgeirsson ekki einkennilegt að sérsveitin hafi verið kölluð á vettvang. „Sérsveit mannar bíl á höfuðborgarsvæðinu og sinna þeim verkefnum sem miðstöðin úthlutar þeim. Ef þeir eru næsti bíll þá eru þeir næsti bíll. Þeir eru kannski ekki kallaðir út vegna hnupls í Kringlunni en þeir voru bara kallaðir út þarna.“ Varðandi ummæli lögregluþjónsins sem kallar mótmælin kjánaleg segir Ásgeir erfitt að svara fyrir það. „Við erum persónur en einnig embættismenn. Við erum með skuldbindingar sem ríkið tekur að sér vegna öryggis erlendra sendiráða. Við lögreglumenn getum auðvitað ekki valið lög og reglur til að framfylgja hverju sinni, sama hvað okkur finnst um það sem persónur og sama hvað okkur finnst um stríðið í Úkraínu.“ Er þá ekki einmitt einkennilegt að kalla mótmælin sorgleg og kjánaleg? „Ég veit auðvitað ekki hvað þessi tiltekni lögreglumaður sagði og við hvaða aðstæður. Kannski hefur hann bara átt við um stríðið en ég get ekki svarað fyrir þessi ummæli.“
Innrás Rússa í Úkraínu Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Lögreglumál Sendiráð á Íslandi Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent