Bíll ömmunnar leiddi lögreglu á slóð byssumanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. ágúst 2022 15:59 Árásin átti sér stað í Grafarholti í Reykjavík að morgni 10. febrúar. Karl og kona særðust í árásinni. Vísir/Vilhelm Tveir ungir karlmenn sem grunaðir eru um skotárás við á bílastæði í Grafarholti í Reykjavík í febrúar skutu karlmann í lærið og konu í kviðinn. Konan var fyrrverandi kærasta annars hinna grunuðu. Meðal þess sem leiddi lögreglu á slóð meintra byssumanna í skotárás í Grafarholti í febrúar síðastliðnum var að bíll ömmu annars þeirra fannst. Í bílnum fann lögregla skammbyssu sem talin var hafa verið notuð við árásina. Tveir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins en lögregla varðist frétta af málinu á meðan rannsókn stóð. Á vef Landsréttar í dag birtist gæsluvarðhaldsúrskurður yfir öðrum hinna grunuðu í málinu. Lögregla virðist hafa nýtt sér heimild til að koma í veg fyrir birtingu úrskurðarins á meðan rannsókn málsins stóð. Henni er nú lokið, málið komið á borð héraðssaksóknara og rannsóknarhagsmunir ekki lengur í húfi. Lögregla segir í greinargerð sinni frá því í febrúar að fljótlega hafi vaknað upp grunur um að tveir ungir karlmenn væru viðriðnir árásina. Meðal þess sem lögregla byggði grun sinn á voru upplýsingar um að annar karlmannanna hefði ítrekað hótað konunni lífláti og líkamsmeiðingum. Konan var fyrrverandi kærasta hans. Þá kom einnig fram við rannsókn málsins að bíll sem fannst á vettvangi árásarinnar var í eigu ömmu annars grunaða sem hafði bílinn til umráða. Í bílnum fann lögregla skammbyssu sem talin var hafa verið notuð við árásina. Hlaupvídd skammbyssunnar var talin vera sú sama og fjarlægð var úr kvið konunnar. Málið er samkvæmt upplýsingum fréttastofu á borði héraðssaksóknara sem tekur ákvörðun um útgáfu ákæru. Fram kom í júní að sá sem væri grunaður um að hafa hleypt af skotunum hefði verið dæmdur til að afplána 900 daga eftirstöðvar refsingar af fimm ára fangelsisdómi sem hann hlaut í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2018. Fréttin hefur verið uppfærð þar sem ranglega var sagt í fyrri frétt að skotárásin hefði átt sér stað í miðbæ Reykjavíkur. Um er að ræða aðra og ótengda skotárás. Lögreglumál Skotárás í Grafarholti Reykjavík Tengdar fréttir Árásarmaður í Grafarholti þarf að afplána níu hundruð daga af fyrri dómi Maðurinn sem grunaður er um tilraun til manndráps í tengslum við skotárás á bílastæði í Grafarholti í Reykjavík í febrúar síðastliðnum þarf að afplána 900 daga eftirstöðvar af fimm ára fangelsisdómi sem hann hlaut árið 2018. 1. júní 2022 13:35 Áfram í gæsluvarðhaldi vegna skotárásarinnar í Grafarholti Mennirnir tveir sem voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í síðustu viku vegna skotárásarinnar í Grafarholti verða áfram í haldi til 25. febrúar. Lögregla segir rannsókn málsins miða vel. 18. febrúar 2022 14:54 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Meðal þess sem leiddi lögreglu á slóð meintra byssumanna í skotárás í Grafarholti í febrúar síðastliðnum var að bíll ömmu annars þeirra fannst. Í bílnum fann lögregla skammbyssu sem talin var hafa verið notuð við árásina. Tveir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins en lögregla varðist frétta af málinu á meðan rannsókn stóð. Á vef Landsréttar í dag birtist gæsluvarðhaldsúrskurður yfir öðrum hinna grunuðu í málinu. Lögregla virðist hafa nýtt sér heimild til að koma í veg fyrir birtingu úrskurðarins á meðan rannsókn málsins stóð. Henni er nú lokið, málið komið á borð héraðssaksóknara og rannsóknarhagsmunir ekki lengur í húfi. Lögregla segir í greinargerð sinni frá því í febrúar að fljótlega hafi vaknað upp grunur um að tveir ungir karlmenn væru viðriðnir árásina. Meðal þess sem lögregla byggði grun sinn á voru upplýsingar um að annar karlmannanna hefði ítrekað hótað konunni lífláti og líkamsmeiðingum. Konan var fyrrverandi kærasta hans. Þá kom einnig fram við rannsókn málsins að bíll sem fannst á vettvangi árásarinnar var í eigu ömmu annars grunaða sem hafði bílinn til umráða. Í bílnum fann lögregla skammbyssu sem talin var hafa verið notuð við árásina. Hlaupvídd skammbyssunnar var talin vera sú sama og fjarlægð var úr kvið konunnar. Málið er samkvæmt upplýsingum fréttastofu á borði héraðssaksóknara sem tekur ákvörðun um útgáfu ákæru. Fram kom í júní að sá sem væri grunaður um að hafa hleypt af skotunum hefði verið dæmdur til að afplána 900 daga eftirstöðvar refsingar af fimm ára fangelsisdómi sem hann hlaut í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2018. Fréttin hefur verið uppfærð þar sem ranglega var sagt í fyrri frétt að skotárásin hefði átt sér stað í miðbæ Reykjavíkur. Um er að ræða aðra og ótengda skotárás.
Lögreglumál Skotárás í Grafarholti Reykjavík Tengdar fréttir Árásarmaður í Grafarholti þarf að afplána níu hundruð daga af fyrri dómi Maðurinn sem grunaður er um tilraun til manndráps í tengslum við skotárás á bílastæði í Grafarholti í Reykjavík í febrúar síðastliðnum þarf að afplána 900 daga eftirstöðvar af fimm ára fangelsisdómi sem hann hlaut árið 2018. 1. júní 2022 13:35 Áfram í gæsluvarðhaldi vegna skotárásarinnar í Grafarholti Mennirnir tveir sem voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í síðustu viku vegna skotárásarinnar í Grafarholti verða áfram í haldi til 25. febrúar. Lögregla segir rannsókn málsins miða vel. 18. febrúar 2022 14:54 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Árásarmaður í Grafarholti þarf að afplána níu hundruð daga af fyrri dómi Maðurinn sem grunaður er um tilraun til manndráps í tengslum við skotárás á bílastæði í Grafarholti í Reykjavík í febrúar síðastliðnum þarf að afplána 900 daga eftirstöðvar af fimm ára fangelsisdómi sem hann hlaut árið 2018. 1. júní 2022 13:35
Áfram í gæsluvarðhaldi vegna skotárásarinnar í Grafarholti Mennirnir tveir sem voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í síðustu viku vegna skotárásarinnar í Grafarholti verða áfram í haldi til 25. febrúar. Lögregla segir rannsókn málsins miða vel. 18. febrúar 2022 14:54