Neituðu og játuðu sök á víxl í risavöxnu dópmáli Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. ágúst 2022 10:30 Stefán Ragnarsson, Sigurður G. Guðjónsson, Jón Magnússon og Guðmundur St. Ragnarsson lögmenn mannanna sem eru ákærðir í málinu. Hér má sjá þá í dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur við þingfestingu málsins í gær. Vísir Sakborningar í þremur risavöxnum dópmálum, sem eru ákærðir fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot og skipulagða brotastarfsemi, neituðu og játuðu sök á víxl þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fimm eru ákærðir í málinu en tveir sitja í gæsluvarðhaldi í tengslum við málið. Um er að ræða þrjú mál sem ákært er fyrir. Þrír mannanna eru ákærðir í fyrsta lið, fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Í ákæru er því lýst að mennirnir þrí hafi í ársbyrjun 2020 staðið saman að innflutningi saltdreifara, sem í voru faldir 53 lítrar af amfetamínvökva, hingað til lands frá Hollandi. Með vökvanum hafi mennirnir framleitt allt að 117,5 kíló af amfetamíni í dreifingarskyni. Saltdreifarinn, sem kom hingað til lands í febrúar 2020 með Norrænu en var fluttur til Þorlákshafnar í mars á sama ári. Lögreglan fann svo dreifarann í nóvember 2020 í útihúsi á bæ í Rangárþingi ytra en lagði ekki hald á hann fyrr en við húsleit í maí síðastliðnum. Mennirnir þrír neituðu allir sök í þessum fyrsta ákæruliði. Í öðrum ákæruliði voru fjórir mannanna ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa um nokkurt skeið staðið saman að kannabisræktun í áðurnefndu útihúsi. Við húsleitina síðastliðinn maí lagði lögregla hald á 6.110 grömm af kannabisplöntum, 16.265 grömm af maríhúana og 131 kannabisplöntu. Einn mannanna neitaði sök en tveir þeirra játuðu, þó með fyrirvara um magnið sem lagt var hald á. Þá mótmælti annar þeirra, sá sem jafnframt á útihúsið, að brotið hafi verið liður í starfsemi skipulagðra brotasamtaka. Fréttastofa fjallaði ítarlega um málið í gær. Gríðarlegt magn fíkniefna fannst við leit lögreglu Fjórði maðurinn, sem er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í ræktuninni, var ekki viðstaddur þingfestingu málsins þar sem hann situr nú inni á Litla Hrauni og tók því ekki afstöðu til ákærunnar. Hann mun taka afstöðu til ákæranna í næstu viku. Sá er jafnframt ákærður fyrir að hafa í bílskúr í Hafnarfirði haft í vörslum sínum í sölu og dreifingarskyni rúm 224 grömm af amfetamíni, rúm 1.792 grömm af kókaíni, rúm 6.731 grömm af MDMA, rúm 1.835 grömm af metamfetamíni, 41.750 millilítra af amfetamínvökva, 20.850 millilítra af MDMA vökva og 7.101 stykki af MDMA töflum sem lögregla fann og lagði hald á við húsleit. Hann er auk þess ákærður fyrir að hafa á sama tíma haft í bifreið sinni 100 millilítra af kannabisblönduðum vökva sem lögreglan fann og lagði hald á og 0,31 gramm af kókaíni. Auk þess er hann ákærður fyrir að hafa í annarri bifreið haft í fórum sínum 4,85 grömm af kókaíni og 6,04 grömm af maríhúana sem lögregla fann við leit. Hann er sömuleiðis ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa í hestuhúsi í Reykjavík haft í vörslum sínum í sölu- og dreifingarskyni rúm 462 grömm af amfetamíni, rúm 26.298 grömm af hassi, 2,28 grömm af kókaíni, rúm 3.092 grömm af maríhúana, 2,06 grömm af metamfetamíni, 260 millilítra af amfetamíni, 13 stykki af LSD, 4 stykki af MDMA og 20 millilítra af kannabisblönduðum vökva, sem lögregla lagði hald á við leit. Einn mannanna, sem er einnig ákærður fyrir innflutning saltdreifarans og kannabisræktunina, er ákærður fyrir að hafa á heimili sínu í Reykjavík haft í vörslum sínum 12,13 grömm af kókaíni sem lögregla fann við leit. Hann játaði brotið við þingfestingu málsins í gær. Aðalmeðferð mun fara fram í málinu, að öllu óbreyttu, dagana 19. til 21. september næstkomandi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Saltdreifaramálið Dómsmál Fíkniefnabrot Smygl Lögreglumál Tengdar fréttir Vildu ekki sprengja upp risavaxið dópmál heldur fylgdust þolinmóð með Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur fimm íslenskum karlmönnum, fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot og skipulagða brotastarfsemi. Um er að ræða nokkur mál, sem lögregla segir sum með þeim stærstu sinnar tegundar hér á landi. Meðal þess sem greinir í ákæru er innflutningur á tugum lítra af amfetamínbasa, sem faldir voru í saltdreifara sem kom til landsins með Norrænu. 30. ágúst 2022 07:30 Eitt mesta magn fíkniefna sem lögregla hafi lagt hald á Lögreglan hefur lagt hald á gríðarlegt magn fíkniefna og handtekið tíu manns í tengslum við tvær umfangsmiklar rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi. 9. júní 2022 14:25 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira
Um er að ræða þrjú mál sem ákært er fyrir. Þrír mannanna eru ákærðir í fyrsta lið, fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Í ákæru er því lýst að mennirnir þrí hafi í ársbyrjun 2020 staðið saman að innflutningi saltdreifara, sem í voru faldir 53 lítrar af amfetamínvökva, hingað til lands frá Hollandi. Með vökvanum hafi mennirnir framleitt allt að 117,5 kíló af amfetamíni í dreifingarskyni. Saltdreifarinn, sem kom hingað til lands í febrúar 2020 með Norrænu en var fluttur til Þorlákshafnar í mars á sama ári. Lögreglan fann svo dreifarann í nóvember 2020 í útihúsi á bæ í Rangárþingi ytra en lagði ekki hald á hann fyrr en við húsleit í maí síðastliðnum. Mennirnir þrír neituðu allir sök í þessum fyrsta ákæruliði. Í öðrum ákæruliði voru fjórir mannanna ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa um nokkurt skeið staðið saman að kannabisræktun í áðurnefndu útihúsi. Við húsleitina síðastliðinn maí lagði lögregla hald á 6.110 grömm af kannabisplöntum, 16.265 grömm af maríhúana og 131 kannabisplöntu. Einn mannanna neitaði sök en tveir þeirra játuðu, þó með fyrirvara um magnið sem lagt var hald á. Þá mótmælti annar þeirra, sá sem jafnframt á útihúsið, að brotið hafi verið liður í starfsemi skipulagðra brotasamtaka. Fréttastofa fjallaði ítarlega um málið í gær. Gríðarlegt magn fíkniefna fannst við leit lögreglu Fjórði maðurinn, sem er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í ræktuninni, var ekki viðstaddur þingfestingu málsins þar sem hann situr nú inni á Litla Hrauni og tók því ekki afstöðu til ákærunnar. Hann mun taka afstöðu til ákæranna í næstu viku. Sá er jafnframt ákærður fyrir að hafa í bílskúr í Hafnarfirði haft í vörslum sínum í sölu og dreifingarskyni rúm 224 grömm af amfetamíni, rúm 1.792 grömm af kókaíni, rúm 6.731 grömm af MDMA, rúm 1.835 grömm af metamfetamíni, 41.750 millilítra af amfetamínvökva, 20.850 millilítra af MDMA vökva og 7.101 stykki af MDMA töflum sem lögregla fann og lagði hald á við húsleit. Hann er auk þess ákærður fyrir að hafa á sama tíma haft í bifreið sinni 100 millilítra af kannabisblönduðum vökva sem lögreglan fann og lagði hald á og 0,31 gramm af kókaíni. Auk þess er hann ákærður fyrir að hafa í annarri bifreið haft í fórum sínum 4,85 grömm af kókaíni og 6,04 grömm af maríhúana sem lögregla fann við leit. Hann er sömuleiðis ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa í hestuhúsi í Reykjavík haft í vörslum sínum í sölu- og dreifingarskyni rúm 462 grömm af amfetamíni, rúm 26.298 grömm af hassi, 2,28 grömm af kókaíni, rúm 3.092 grömm af maríhúana, 2,06 grömm af metamfetamíni, 260 millilítra af amfetamíni, 13 stykki af LSD, 4 stykki af MDMA og 20 millilítra af kannabisblönduðum vökva, sem lögregla lagði hald á við leit. Einn mannanna, sem er einnig ákærður fyrir innflutning saltdreifarans og kannabisræktunina, er ákærður fyrir að hafa á heimili sínu í Reykjavík haft í vörslum sínum 12,13 grömm af kókaíni sem lögregla fann við leit. Hann játaði brotið við þingfestingu málsins í gær. Aðalmeðferð mun fara fram í málinu, að öllu óbreyttu, dagana 19. til 21. september næstkomandi í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Saltdreifaramálið Dómsmál Fíkniefnabrot Smygl Lögreglumál Tengdar fréttir Vildu ekki sprengja upp risavaxið dópmál heldur fylgdust þolinmóð með Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur fimm íslenskum karlmönnum, fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot og skipulagða brotastarfsemi. Um er að ræða nokkur mál, sem lögregla segir sum með þeim stærstu sinnar tegundar hér á landi. Meðal þess sem greinir í ákæru er innflutningur á tugum lítra af amfetamínbasa, sem faldir voru í saltdreifara sem kom til landsins með Norrænu. 30. ágúst 2022 07:30 Eitt mesta magn fíkniefna sem lögregla hafi lagt hald á Lögreglan hefur lagt hald á gríðarlegt magn fíkniefna og handtekið tíu manns í tengslum við tvær umfangsmiklar rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi. 9. júní 2022 14:25 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira
Vildu ekki sprengja upp risavaxið dópmál heldur fylgdust þolinmóð með Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur fimm íslenskum karlmönnum, fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot og skipulagða brotastarfsemi. Um er að ræða nokkur mál, sem lögregla segir sum með þeim stærstu sinnar tegundar hér á landi. Meðal þess sem greinir í ákæru er innflutningur á tugum lítra af amfetamínbasa, sem faldir voru í saltdreifara sem kom til landsins með Norrænu. 30. ágúst 2022 07:30
Eitt mesta magn fíkniefna sem lögregla hafi lagt hald á Lögreglan hefur lagt hald á gríðarlegt magn fíkniefna og handtekið tíu manns í tengslum við tvær umfangsmiklar rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi. 9. júní 2022 14:25