Dagur fordæmir árás á sósíalista en Brynjar talar um hræsni Bjarki Sigurðsson skrifar 5. september 2022 11:37 Húsnæði Sósíalistaflokksins var grýtt á meðan Gunnar Smári var þar að taka viðtal. Borgarstjóri fordæmir atvikið en Brynjar sakar Gunnar um hræsni. Vísir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir það vera óhugnanlegt að heyra af skemmdarverkum sem gerð voru á húsnæði Sósíalistaflokksins á laugardaginn. Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, sakar Gunnar Smára um hræsni. Á laugardaginn birti Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, færslu í Facebook-hóp flokksins þar sem hann greindi frá því að einhver hafi grýtt húsnæði sem flokkurinn leigir í Bolholti. Þá sagði hann einnig frá hótunum sem hann hafði fengið úti á götu, við heimili sitt og á netinu. Maður hafði sent á hann skilaboð þar sem hann sagði sósíalista vera „siðblind helvíti“ og hótaði að ráðast á Gunnar Smára með vopnum. Skilaboðin sendi Gunnar á lögregluna sem er með þau til skoðunar. Búið var að setja viðarplötu við brotna gluggann og spreyja á hana: „Hatrið mun ekki sigra!“Vísir/Vilhelm Gunnar segist ekki vita hver grýtti húsnæðið en grunar að annar mannanna sem hafði staðið í hótunum við sig beri ábyrgð á því. Hann segist oft hafa verið hótað en aldrei dottið í hug að tilkynna það til lögreglu fyrr en nú. „Heiftin í þessum mönnum og talsmáti, og fullvissa þeirra um að sósíalistar sé skepnur og svívirðingar, veldur því að ég óttast að þetta sé ekki bara belgingur, eins og hótanir eru oftast,“ segir í færslu Gunnars Smára. Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tjáði sig um skemmdarverkin og hótanirnar á Facebook-síðu sinni í gær. Hann segir kvart Gunnars Smára um haturorðræðu vera „eins og að síbrotamaður kvarti yfir því að einhver hafi stolið af honum einni krónu“. „Ef það er einhver huggun fyrir Gunnar Smára þá hefur Bjarni Ben örugglega þurft að þola meiri hatursumræðu og hótanir en hann. Meira að segja ég þarf að þola margt í þessum efnum og ekki væli ég yfir því þótt ég væli oft,“ segir Brynjar og segir Facebook-hóp Sósíalistaflokksins vera „ein samfelld hatursorðræða. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, fordæmir hins vegar skemmdarverkin en hann þekkir það hvernig það er að verða fyrir skemmdarverkum vegna stjórnmálaskoðana. Skotið var á bíl hans í byrjun síðasta árs. „Ógnanir, hótanir, árásir og ofbeldi á að fordæma, skilyrðislaust, hver sem í hlut á en það er grundvallaratriði í lýðræðissamfélagi að mynda órofa samstöðu gegn slíku þegar stjórnmálaflokkar og stjórnmálafólk er annars vegar,“ skrifar Dagur á Facebook-síðu sína. Hann segir umræðuna þurfa að batna og koma upp úr skotgröfunum. Algjör samstaða þurfi að ríkja þvert á alla pólitík og flokkslínur gegn ofbeldi og hótunum. Sósíalistaflokkurinn Skotið á bíl borgarstjóra Reykjavík Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Á laugardaginn birti Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, færslu í Facebook-hóp flokksins þar sem hann greindi frá því að einhver hafi grýtt húsnæði sem flokkurinn leigir í Bolholti. Þá sagði hann einnig frá hótunum sem hann hafði fengið úti á götu, við heimili sitt og á netinu. Maður hafði sent á hann skilaboð þar sem hann sagði sósíalista vera „siðblind helvíti“ og hótaði að ráðast á Gunnar Smára með vopnum. Skilaboðin sendi Gunnar á lögregluna sem er með þau til skoðunar. Búið var að setja viðarplötu við brotna gluggann og spreyja á hana: „Hatrið mun ekki sigra!“Vísir/Vilhelm Gunnar segist ekki vita hver grýtti húsnæðið en grunar að annar mannanna sem hafði staðið í hótunum við sig beri ábyrgð á því. Hann segist oft hafa verið hótað en aldrei dottið í hug að tilkynna það til lögreglu fyrr en nú. „Heiftin í þessum mönnum og talsmáti, og fullvissa þeirra um að sósíalistar sé skepnur og svívirðingar, veldur því að ég óttast að þetta sé ekki bara belgingur, eins og hótanir eru oftast,“ segir í færslu Gunnars Smára. Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tjáði sig um skemmdarverkin og hótanirnar á Facebook-síðu sinni í gær. Hann segir kvart Gunnars Smára um haturorðræðu vera „eins og að síbrotamaður kvarti yfir því að einhver hafi stolið af honum einni krónu“. „Ef það er einhver huggun fyrir Gunnar Smára þá hefur Bjarni Ben örugglega þurft að þola meiri hatursumræðu og hótanir en hann. Meira að segja ég þarf að þola margt í þessum efnum og ekki væli ég yfir því þótt ég væli oft,“ segir Brynjar og segir Facebook-hóp Sósíalistaflokksins vera „ein samfelld hatursorðræða. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, fordæmir hins vegar skemmdarverkin en hann þekkir það hvernig það er að verða fyrir skemmdarverkum vegna stjórnmálaskoðana. Skotið var á bíl hans í byrjun síðasta árs. „Ógnanir, hótanir, árásir og ofbeldi á að fordæma, skilyrðislaust, hver sem í hlut á en það er grundvallaratriði í lýðræðissamfélagi að mynda órofa samstöðu gegn slíku þegar stjórnmálaflokkar og stjórnmálafólk er annars vegar,“ skrifar Dagur á Facebook-síðu sína. Hann segir umræðuna þurfa að batna og koma upp úr skotgröfunum. Algjör samstaða þurfi að ríkja þvert á alla pólitík og flokkslínur gegn ofbeldi og hótunum.
Sósíalistaflokkurinn Skotið á bíl borgarstjóra Reykjavík Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira